Mótmælendur gegn brottvísun hindruðu för lögreglubíls Kjartan Kjartansson skrifar 11. maí 2024 00:01 Töluverður viðbúnaður lögreglu var við Héraðsdóm Reykjaness í Hafnarfirði vegna mótmælanna. Vísir Hópur mótmælenda reyndi að hindra för lögreglubíls eftir að einn þeirra var handtekinn nærri Héraðsdómi Reykjaness í Hafnarfirði í kvöld. Fólkið mótmælti fyrirhugaðri brottvísun þriggja nígerískra kvenna úr landi. Samtökin No Borders boðuðu til mótmæla fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness þar sem átti að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu á hendur þriggja nígerískra kvenna sem var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Konurnar þrjár heita Blessing Newton, Esther og Mary. Þær voru í hópi flóttafólks sem fékk endanlega synjun um alþjóðlega vernd í ágúst. Þær voru í framhaldinu sviptar þjónustu á Íslandi í krafti þá nýsamþykktra útlendingalaga. Konurnar komu frá Ítalíu þar sem þær sögðust hafa verið fórnarlömb mansals um árabil. Á einum tímapunkti reyndu nokkrir mótmælendur að hindra för lögreglubíl á Linnetsstíg og síðan á Strandgötu á leið frá dómshúsinu. Á myndbandsupptöku má sjá lögreglumenn hlaupa á eftir mótmælendum í átt að nærliggjandi hringtorgi. Vildu að konurnar sæju vinsamleg andlit Þorgerður Jörundsdóttir, kennari við Dósaverksmiðjuna, sem tók þátt í mótmælunum í kvöld segist aldrei hafa séð eins þunga viðveru lögreglu áður. Lögreglumenn hafi strengt borða í kringum dómshúsið og ýtt fólki sem vildi að konurnar sæju það og heyrðu í því markvisst burt. Maðurinn sem var handtekinn sé í sömu stöðu og konurnar þrjár og hafi dvalið með þeim í neyðarskýli um margra mánaða skeið. Hann hafi gengið í átt frá lögreglumönnum eftir einhver orðaskipti þegar einn þeirra handtók hann. Þorgerður segir að lögreglumenn eigi að hafa þjálfun í að draga úr spennnu frekar en að magna hana upp. Að hennar mati hafi aðeins einn lögreglumaður misst yfirvegun sína í stað þess að láta aðstæður fjara út. Fjölmennt lögreglulið var við Héraðsdóm Reykjaness í kvöld.Aðsend Að öðru leyti hafi ekki komið til átaka á mótmælunum. Viðstaddir hafi verið fólk sem þekkir konurnar eins og hún sjálf og einhverjir frá No Borders- samtökunum. Sjálf kenndi Þorgerður konunum þremur íslensku í Dósaverksmiðjunni. „Við vorum þarna konur sem hafa verið í tengslum við þær þrjár. Við vorum þarna aðallega til þess að þær sæju vinsamleg andlit, að þær vissu að það væri til fólk sem styddi þær,“ segir Þorgerður. Sema Erla Serdaroglu frá Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur, skrifaði á Facebook í kvöld að konurnar þrjár hefðu verið handteknar og dregnar fyrir dómstól vegna þess að þær sóttu um íslenskan ríkisborgararétt. Til standi að flytja þær nauðugar til Nígeríu innan skamms. Ekki hefur náðst í lögmann kvennanna í kvöld. Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Samtökin No Borders boðuðu til mótmæla fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness þar sem átti að taka fyrir gæsluvarðhaldskröfu á hendur þriggja nígerískra kvenna sem var synjað um alþjóðlega vernd í fyrra. Konurnar þrjár heita Blessing Newton, Esther og Mary. Þær voru í hópi flóttafólks sem fékk endanlega synjun um alþjóðlega vernd í ágúst. Þær voru í framhaldinu sviptar þjónustu á Íslandi í krafti þá nýsamþykktra útlendingalaga. Konurnar komu frá Ítalíu þar sem þær sögðust hafa verið fórnarlömb mansals um árabil. Á einum tímapunkti reyndu nokkrir mótmælendur að hindra för lögreglubíl á Linnetsstíg og síðan á Strandgötu á leið frá dómshúsinu. Á myndbandsupptöku má sjá lögreglumenn hlaupa á eftir mótmælendum í átt að nærliggjandi hringtorgi. Vildu að konurnar sæju vinsamleg andlit Þorgerður Jörundsdóttir, kennari við Dósaverksmiðjuna, sem tók þátt í mótmælunum í kvöld segist aldrei hafa séð eins þunga viðveru lögreglu áður. Lögreglumenn hafi strengt borða í kringum dómshúsið og ýtt fólki sem vildi að konurnar sæju það og heyrðu í því markvisst burt. Maðurinn sem var handtekinn sé í sömu stöðu og konurnar þrjár og hafi dvalið með þeim í neyðarskýli um margra mánaða skeið. Hann hafi gengið í átt frá lögreglumönnum eftir einhver orðaskipti þegar einn þeirra handtók hann. Þorgerður segir að lögreglumenn eigi að hafa þjálfun í að draga úr spennnu frekar en að magna hana upp. Að hennar mati hafi aðeins einn lögreglumaður misst yfirvegun sína í stað þess að láta aðstæður fjara út. Fjölmennt lögreglulið var við Héraðsdóm Reykjaness í kvöld.Aðsend Að öðru leyti hafi ekki komið til átaka á mótmælunum. Viðstaddir hafi verið fólk sem þekkir konurnar eins og hún sjálf og einhverjir frá No Borders- samtökunum. Sjálf kenndi Þorgerður konunum þremur íslensku í Dósaverksmiðjunni. „Við vorum þarna konur sem hafa verið í tengslum við þær þrjár. Við vorum þarna aðallega til þess að þær sæju vinsamleg andlit, að þær vissu að það væri til fólk sem styddi þær,“ segir Þorgerður. Sema Erla Serdaroglu frá Solaris, hjálparsamtökum fyrir hælisleitendur, skrifaði á Facebook í kvöld að konurnar þrjár hefðu verið handteknar og dregnar fyrir dómstól vegna þess að þær sóttu um íslenskan ríkisborgararétt. Til standi að flytja þær nauðugar til Nígeríu innan skamms. Ekki hefur náðst í lögmann kvennanna í kvöld.
Flóttafólk á Íslandi Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34 Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Flóttakonan Blessing Newton segist ekki vita hvert hún eigi að leita eftir að henni ásamt hópi flóttafólks var gert að yfirgefa húsakynni Embættis ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði í dag. Hún hefur verið svipt réttindum eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Önnur flóttakona segist ráðalaus. Mál þeirra vekja spurningar varðandi ný útlendingalög. 11. ágúst 2023 13:34
Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. 12. janúar 2021 19:17