Óttast að vera send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið seld í mansal Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2021 19:17 Kona frá Nígeríu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd á Íslandi óttast að verða send aftur til Ítalíu þar sem hún hafi verið fórnarlamb mansals. Óttast er að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Frá því í júlí í fyrra hafa sex konur og einn karl leitað til Bjarkahlíðar vegna mansalsmála.Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Meirihlutinn er vinnumansal, þar sem er grunur um það, og síðan hafa verið tvö mál þar sem er um vændi að ræða,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Tengiliðir á Íslandi í sjö málum Lögregla rannsaki málin. Ragna segir þetta ein flóknustu málin. Það séu sterk öfl að baki sem stjórni fólkinu. „Og á fólkið í raun og veru. Það er erfitt að ná til manneskjunnar því hún er alltaf á varðbergi, alltaf að passa að það komist ekki upp um þá sem beita hana ofbeldi,“ segir Ragna Björg. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Þolendurnir eru á aldrinum 24 ára til 48 ára. í öllum málunum er grunur um tengilið á Íslandi. „Það er frelsissvipting og mikið andlegt ofbeldi,“ segir Ragna og vísar til málanna sjö. Sjö mansalsmál hafa ratað á borð Bjarkarhlíðar á síðustu sex mánuðum. Hélt að hún væri að fara starfa sem barnfóstra Þá þekkist það að þolendur mansals í öðrum löndum hafi sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Blessing Newton sem er frá Nígeríu hefur verið á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu árið 2016. Hún hafi verið blekkt og talið að hún væri að fara að starfa sem barnfóstra. Annað hafi komið á daginn. „Þegar ég kom til Ítalíu vissi ég ekki að ég væri að fara í vændi. Ég hélt að þetta yrði kannski auðvelt en það var ekki auðvelt,“ segir hún og lýsir miklu ofbeldi sem hún varð fyrir á meðan hún var neydd til að stunda vændi. „Ég get ekki talið mennina“ Hún hafi ekki töluna á því hve margir menn hafi keypt aðgang að líkama hennar. „Margir karlmenn, þeir borguðu fimm eða tíu evrur. Þeir sváfu hjá mér. Ég get ekkitalið þá, ég get ekki talið mennina,“ segir Blessing. Hún hafi náð að flýja og eftir einhvern tíma á götunni á Ítalíu hafi hún fengið aðstoð við að komast til Íslands. Henni hefur nú verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Ákaflega sorglegt mál Magnús Norðdal lögmaður Blessing segir málið ákaflega sorglegt þar sem hún sé fórnarlamb mansals og uppfylli öll skilyrði þess að fá að vera á Íslandi. Hann bindi vonir við að kærunefndin fallist á endurupptökubeiðni í málinu. Ragna Björg hefur reynsluna af því að vinna með þolendum mansals frá Nígeríu en hún starfaði meðal annars við þessi mál í Danmörku fyrir nokkrum árum. Mansal algengt í Nígeríu Ragna Björg hefur reynsluna af því að vinna með þolendum mansals frá Nígeríu en hún starfaði meðal annars við þessi mál í Danmörku fyrir nokkrum árum. „Nígería er eitt af þeim löndum sem er mjög þekkt fyrir mansal,“ segir Ragna. Á síðustu tveimur árum hefur 31 kona frá Nígeríu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Útlendingastofnunar. Ragna óttast að stór hluti þeirra hafi verið þolendur mansals. „Það er sterkur grunur um að mikið af fólki, sérstaklega konur með börn og konur sem eru þungaðar og komi til landsins, að þær séu fórnarlömb mansals á einhverjum tímapunkti í lífi sínu,“ segir Ragna. Óttast að verða send aftur til Ítalíu Til stendur að senda Blessing aftur til Ítalíu þar sem hún hafi áður fengið þar dvalarleyfi, sem þó er nú útrunnið. Hún segist óttast það mjög. Hún er hrædd um að lenda aftur í klóm fólksins sem seldi hana og beitti hana ofbeldi. „Ég kom hingað til að fá vernd, til að biðja um hjálp og fá tækifæri til að vera hér. Þess vegna bið ég þá að hjálpa mér því ég er þreytt. Ég er svo þreytt,“ segir Blessing. Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Frá því í júlí í fyrra hafa sex konur og einn karl leitað til Bjarkahlíðar vegna mansalsmála.Í byrjun júlí fékk Bjarkahlíð það hlutverk að halda úti framkvæmdarteymi um mansalsmál. Um er að ræða tilraunverkefni sem snýst um að einn aðili sé ábyrgur fyrir samhæfingu í viðbrögðum við mansalsmálum og að halda utan um tölfræði. „Meirihlutinn er vinnumansal, þar sem er grunur um það, og síðan hafa verið tvö mál þar sem er um vændi að ræða,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Tengiliðir á Íslandi í sjö málum Lögregla rannsaki málin. Ragna segir þetta ein flóknustu málin. Það séu sterk öfl að baki sem stjórni fólkinu. „Og á fólkið í raun og veru. Það er erfitt að ná til manneskjunnar því hún er alltaf á varðbergi, alltaf að passa að það komist ekki upp um þá sem beita hana ofbeldi,“ segir Ragna Björg. Tilkynningar um málin hafi komið frá almenningi, fólkinu sjálfu og verkalýðsfélögunum. Þolendurnir eru á aldrinum 24 ára til 48 ára. í öllum málunum er grunur um tengilið á Íslandi. „Það er frelsissvipting og mikið andlegt ofbeldi,“ segir Ragna og vísar til málanna sjö. Sjö mansalsmál hafa ratað á borð Bjarkarhlíðar á síðustu sex mánuðum. Hélt að hún væri að fara starfa sem barnfóstra Þá þekkist það að þolendur mansals í öðrum löndum hafi sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Blessing Newton sem er frá Nígeríu hefur verið á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu árið 2016. Hún hafi verið blekkt og talið að hún væri að fara að starfa sem barnfóstra. Annað hafi komið á daginn. „Þegar ég kom til Ítalíu vissi ég ekki að ég væri að fara í vændi. Ég hélt að þetta yrði kannski auðvelt en það var ekki auðvelt,“ segir hún og lýsir miklu ofbeldi sem hún varð fyrir á meðan hún var neydd til að stunda vændi. „Ég get ekki talið mennina“ Hún hafi ekki töluna á því hve margir menn hafi keypt aðgang að líkama hennar. „Margir karlmenn, þeir borguðu fimm eða tíu evrur. Þeir sváfu hjá mér. Ég get ekkitalið þá, ég get ekki talið mennina,“ segir Blessing. Hún hafi náð að flýja og eftir einhvern tíma á götunni á Ítalíu hafi hún fengið aðstoð við að komast til Íslands. Henni hefur nú verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Ákaflega sorglegt mál Magnús Norðdal lögmaður Blessing segir málið ákaflega sorglegt þar sem hún sé fórnarlamb mansals og uppfylli öll skilyrði þess að fá að vera á Íslandi. Hann bindi vonir við að kærunefndin fallist á endurupptökubeiðni í málinu. Ragna Björg hefur reynsluna af því að vinna með þolendum mansals frá Nígeríu en hún starfaði meðal annars við þessi mál í Danmörku fyrir nokkrum árum. Mansal algengt í Nígeríu Ragna Björg hefur reynsluna af því að vinna með þolendum mansals frá Nígeríu en hún starfaði meðal annars við þessi mál í Danmörku fyrir nokkrum árum. „Nígería er eitt af þeim löndum sem er mjög þekkt fyrir mansal,“ segir Ragna. Á síðustu tveimur árum hefur 31 kona frá Nígeríu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi samkvæmt tölfræði á vef Útlendingastofnunar. Ragna óttast að stór hluti þeirra hafi verið þolendur mansals. „Það er sterkur grunur um að mikið af fólki, sérstaklega konur með börn og konur sem eru þungaðar og komi til landsins, að þær séu fórnarlömb mansals á einhverjum tímapunkti í lífi sínu,“ segir Ragna. Óttast að verða send aftur til Ítalíu Til stendur að senda Blessing aftur til Ítalíu þar sem hún hafi áður fengið þar dvalarleyfi, sem þó er nú útrunnið. Hún segist óttast það mjög. Hún er hrædd um að lenda aftur í klóm fólksins sem seldi hana og beitti hana ofbeldi. „Ég kom hingað til að fá vernd, til að biðja um hjálp og fá tækifæri til að vera hér. Þess vegna bið ég þá að hjálpa mér því ég er þreytt. Ég er svo þreytt,“ segir Blessing.
Nígería Hælisleitendur Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent