Ákvörðun Seðlabankans sé óskiljanleg Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 15:57 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Útrunninn rökstuðningur Í ályktun miðstjórnar ASÍ vill hún vekja athygli á að við síðustu hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nefndin sagt hana nauðsynlega með tilvísun til óvissu um kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og undirliggjandi verðbólgu. „Nú liggur fyrir kjarasamningur til langs tíma sem gerður er í nafni stöðugleika. Hagtölur sýna að spenna fer minnkandi í hagkerfinu og að undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sá rökstuðningur sem borinn var fram í ágúst á augljóslega ekki lengur við,“ segir í ályktuninni. Við þessar aðstæður kalli ekkert á að stýrivextir séu óbreyttir, þvert á móti blasi það við að forsendur séu til þess að byrja að lækka vexti. „Núverandi vaxtastig felur í sér skipulagðan flutning fjármagns frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga peningana. Þannig er ákvörðun peningastefnunefndar fallin til að þjóna hagsmunum fjármagnsafla og auka enn ójöfnuð í landinu,“ segir í ályktuninin. Óþolandi að launafólk beri kostnaðinn Stjórnin telur neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og telja megi víst að fasteigna- og leiguverð muni fara enn hækkandi. „Algjört getu- og úrræðaleysi ríkis og sveitarfélaga er helsta orsök húsnæðiskreppunnar. Skortstefna hvað lóðir varðar heldur uppi fasteignaverði og þar með skatttekjum sveitarfélaga. Miðstjórn ASÍ telur þá framgöngu ósiðlega. Óþolandi er með öllu að launafólk í landinu beri kostnaðinn af þeim vítahring húsnæðiskreppu, verðbólgu og vaxta sem skortstefnan veldur,“ segir í ályktuninni. Vilja grípa til neyðaraðgerða Hún telur það þurfa að grípa þegar í stað til neyðaraðgerða með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, stjórnvalda og samtaka í greininni til að rjúfa kyrrstöðu á húsnæðismarkaði sem er botnfrosinn sökum lóðaverðs og vaxtastigs í landinu. „Miðstjórn minnir á að verkalýðshreyfingin féllst á hóflegar launahækkanir í síðustu kjarasamningum til að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Launafólk í landinu krefst þess að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar og stundi ábyrga hagstjórn til að yfirlýstum markmiðum verði náð,“ segir í ályktuninni. Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Stéttarfélög Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Útrunninn rökstuðningur Í ályktun miðstjórnar ASÍ vill hún vekja athygli á að við síðustu hækkun Seðlabankans á stýrivöxtum hafi nefndin sagt hana nauðsynlega með tilvísun til óvissu um kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og undirliggjandi verðbólgu. „Nú liggur fyrir kjarasamningur til langs tíma sem gerður er í nafni stöðugleika. Hagtölur sýna að spenna fer minnkandi í hagkerfinu og að undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sá rökstuðningur sem borinn var fram í ágúst á augljóslega ekki lengur við,“ segir í ályktuninni. Við þessar aðstæður kalli ekkert á að stýrivextir séu óbreyttir, þvert á móti blasi það við að forsendur séu til þess að byrja að lækka vexti. „Núverandi vaxtastig felur í sér skipulagðan flutning fjármagns frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga peningana. Þannig er ákvörðun peningastefnunefndar fallin til að þjóna hagsmunum fjármagnsafla og auka enn ójöfnuð í landinu,“ segir í ályktuninin. Óþolandi að launafólk beri kostnaðinn Stjórnin telur neyðarástand ríkja á húsnæðismarkaði og telja megi víst að fasteigna- og leiguverð muni fara enn hækkandi. „Algjört getu- og úrræðaleysi ríkis og sveitarfélaga er helsta orsök húsnæðiskreppunnar. Skortstefna hvað lóðir varðar heldur uppi fasteignaverði og þar með skatttekjum sveitarfélaga. Miðstjórn ASÍ telur þá framgöngu ósiðlega. Óþolandi er með öllu að launafólk í landinu beri kostnaðinn af þeim vítahring húsnæðiskreppu, verðbólgu og vaxta sem skortstefnan veldur,“ segir í ályktuninni. Vilja grípa til neyðaraðgerða Hún telur það þurfa að grípa þegar í stað til neyðaraðgerða með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, stjórnvalda og samtaka í greininni til að rjúfa kyrrstöðu á húsnæðismarkaði sem er botnfrosinn sökum lóðaverðs og vaxtastigs í landinu. „Miðstjórn minnir á að verkalýðshreyfingin féllst á hóflegar launahækkanir í síðustu kjarasamningum til að stuðla að hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Launafólk í landinu krefst þess að ríki og sveitarfélög standi við skuldbindingar sínar og stundi ábyrga hagstjórn til að yfirlýstum markmiðum verði náð,“ segir í ályktuninni.
Seðlabankinn Verðlag Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Stéttarfélög Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira