„Þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. maí 2024 11:22 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera vonbrigði en ekki koma á óvart. Hann telur að ef ekkert breytist þurfi fólk að rísa upp eins og var gert í búsáhaldabyltingunni. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Lítið um framkvæmdir Ragnar segir nefndina alfarið hunsa þá grafalvarlegu stöðu sem sé að raungerast hjá fólki með húsnæðislán. „Hér eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru við það að detta í frost út af háu vaxtastigi,“ segir Ragnar. Seðlabankinn sé á vegferð sem sé að ganga fram af skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Ég get ekki séð annað en að hér sé í bígerð ein stærsta tilfærsla eigna og tekna sögunnar í boði Seðlabankans til fjármálakerfisins. Við höfum verið að fá fréttir af því, og ég hef verið í sambandi við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru að segja upp fólki. Draga saman seglin,“ segir Ragnar. Styttist í aðra Búsáhaldabyltingu Það hljóti að blasa við að á endanum standi fólk ekki undir vaxtabyrðinni á húsnæðislánum sínum. Leigumarkaðurinn sé í tómu tjóni og öll plön um uppbyggingu séu farin í súginn þar sem það er of dýrt að byggja. „Ég sé í sjálfu sér ekki annað fyrir mér heldur en að ef það á að breytast eitthvað, þá þarf fólk hreinlega bara að rísa upp. Eins og var gert í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma því þetta getur ekki gengið svona til lengdar og þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum,“ segir Ragnar. Staðan versni og versni Hann varar við þeirri stöðu sem er að myndast hjá heimilunum og vill meina að fólk sé að koma sér í gegnum erfiða tíma með yfirdráttarlánum, endurfjármögnun og öðrum leiðum og komi sér þannig í skammtímaskuldir. Hann telur stöðuna bara eiga eftir að versna. „Vanskil hafa verið í algjöru lágmarki því það fyrsta sem fólk greiðir er af húsnæðislánunum. Þegar vanskil byrja að koma fram á húsnæðislánum almennings, það er tímapunkturinn sem við erum komin á þann stað að ekki verður hægt að vinda ofan af,“ segir Ragnar. Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Stéttarfélög Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25 prósent líkt og þeir hafa verið síðan í ágúst árið 2023. Lítið um framkvæmdir Ragnar segir nefndina alfarið hunsa þá grafalvarlegu stöðu sem sé að raungerast hjá fólki með húsnæðislán. „Hér eru vextir á verðtryggðum húsnæðislánum um og yfir það sem vextir voru á óverðtryggðum lánum. Framkvæmdir á húsnæðismarkaði eru við það að detta í frost út af háu vaxtastigi,“ segir Ragnar. Seðlabankinn sé á vegferð sem sé að ganga fram af skuldsettum heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Ég get ekki séð annað en að hér sé í bígerð ein stærsta tilfærsla eigna og tekna sögunnar í boði Seðlabankans til fjármálakerfisins. Við höfum verið að fá fréttir af því, og ég hef verið í sambandi við stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem eru að segja upp fólki. Draga saman seglin,“ segir Ragnar. Styttist í aðra Búsáhaldabyltingu Það hljóti að blasa við að á endanum standi fólk ekki undir vaxtabyrðinni á húsnæðislánum sínum. Leigumarkaðurinn sé í tómu tjóni og öll plön um uppbyggingu séu farin í súginn þar sem það er of dýrt að byggja. „Ég sé í sjálfu sér ekki annað fyrir mér heldur en að ef það á að breytast eitthvað, þá þarf fólk hreinlega bara að rísa upp. Eins og var gert í Búsáhaldabyltingunni á sínum tíma því þetta getur ekki gengið svona til lengdar og þetta getur ekki annað en endað með algjörum ósköpum,“ segir Ragnar. Staðan versni og versni Hann varar við þeirri stöðu sem er að myndast hjá heimilunum og vill meina að fólk sé að koma sér í gegnum erfiða tíma með yfirdráttarlánum, endurfjármögnun og öðrum leiðum og komi sér þannig í skammtímaskuldir. Hann telur stöðuna bara eiga eftir að versna. „Vanskil hafa verið í algjöru lágmarki því það fyrsta sem fólk greiðir er af húsnæðislánunum. Þegar vanskil byrja að koma fram á húsnæðislánum almennings, það er tímapunkturinn sem við erum komin á þann stað að ekki verður hægt að vinda ofan af,“ segir Ragnar.
Seðlabankinn Fjármál heimilisins Efnahagsmál Íslenska krónan Verðlag Stéttarfélög Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Sjá meira