Enn og aftur tafir á málaferlum gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2024 14:14 Donald Trump og lögmaður hans Todd Blanche eftir réttarhöld í New York í gær. AP/Sarah Yenesel Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna. Þá lítur út fyrir að réttarhöldin gegn Trump í Georgíu muni tefjast verulega. Í úrskurði sínum, sem hún birti í gær, skrifaði Cannon að ekki væri hægt að segja til um hvenær réttarhöldin gætu hafist, því það kæmi niður á sanngirnisskyldu dómstóla og að hún ætti eftir að taka aragrúa krafna í málinu til skoðunar. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump árið 2020 og tillaga hennar staðfest eftir að Trump tapaði kosningunum gegn Biden, hefur sjálf verið sökuð um hægagang með því að draga lappirnar í málinu og hún hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir að úrskurða Trump í vil. Sjá einnig: Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Skjalamálið snýst í stuttu máli sagt um það að Trump hafi tekið opinber og leynileg skjöl með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þau þegar farið var fram á það. Lögum samkvæmt á Trump að afhenda öll opinber gögn til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Þess í stað var hann ákærður á grunni njósnalaga Bandaríkjanna, vegna þeirra leynilegu skjala sem hann tók og neitaði að afhenda. Trump og hans fólk hafa ítrekað haldið því fram að hann hafi svipt leynileg skjöl sem hann tók með sér leynd, sem honum var heimilt sem forseta, en þau hafa aldrei getað sannað það með. Forsetinn fyrrverandi leggur mikið kapp á að fresta öllum málaferlum þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Dómarar hæstaréttar hafa einnig verið sakaðir um að ganga erinda Trumps með því að vinna hratt þegar það hagnast honum og vinna hægt þegar það er í hag Trumps. Nokkuð langt er síðan það þótti ljóst að réttarhöldin myndu ekki hefjast þann 20. maí eins og upprunalega stóð til. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á að réttarhöldunum yrði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember en saksóknarar vildu hefja þau í júlí. Samkvæmt frétt Washington Post þykir úrskurðurinn nokkuð stórt högg fyrir Jack Smith, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og saksóknara hans. Þeir hafa sagt að lögmenn Trumps hafi haft nægan tíma til að undirbúa sig fyrir réttarhöldin og sakað þá um að nota hin þrjú málin gegn Trump til að tefja þessi réttarhöld. Todd Blanche, lögmaður Trumps í New York, leiðir einnig lögmannateymi Trumps í Flórída. Hann hefur sagst of upptekinn þar til að geta undirbúið sig almennilega fyrir skjalamálið. Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Lögmenn Trumps hafa einnig haldið því fram að ótækt sé að halda réttarhöldin þegar stutt sé í forsetakosningarnar. Geti Cannon ekki frestað þeim fram yfir kosningarnar eigi réttarhöldin að hefjast í ágúst. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Einnig tafir í Georgíu Dómarar í áfrýjunardómstól í Georgíu lýstu því yfir í dag að þeir myndu taka til skoðunar áfrýjun lögmanna Trumps á þeim úrskurði dómara að Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu, væri ekki vanhæf í málinu gegn Trump þar. Willis átti í ástarsambandi við Nathan Wade, saksóknara sem hún setti yfir málinu gegn Trump, en dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í mars að Willis þyrfti ekki að lýsa sig vanhæfa, svo lengi sem Wade kæmi ekki lengur að málinu. Hann sagði svo af sér nokkrum klukkustundum síðar. Trump og aðrir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Georgíu fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar árið 2020. Nokkrir þeirra voru ákærðir fyrir að reyna að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar en kjarni ákæranna snýr að því að reynt hafi verið að fá hóp til Repúblikana í Georgíu til að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Þessi ákvörðun áfrýjunardómstólsins þykir líkleg til að tefja réttarhöldin í því máli enn frekar og jafnvel fram yfir kosningar. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Þá lítur út fyrir að réttarhöldin gegn Trump í Georgíu muni tefjast verulega. Í úrskurði sínum, sem hún birti í gær, skrifaði Cannon að ekki væri hægt að segja til um hvenær réttarhöldin gætu hafist, því það kæmi niður á sanngirnisskyldu dómstóla og að hún ætti eftir að taka aragrúa krafna í málinu til skoðunar. Cannon, sem var tilnefnd í embætti af Trump árið 2020 og tillaga hennar staðfest eftir að Trump tapaði kosningunum gegn Biden, hefur sjálf verið sökuð um hægagang með því að draga lappirnar í málinu og hún hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir að úrskurða Trump í vil. Sjá einnig: Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Skjalamálið snýst í stuttu máli sagt um það að Trump hafi tekið opinber og leynileg skjöl með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neitaði að afhenda þau þegar farið var fram á það. Lögum samkvæmt á Trump að afhenda öll opinber gögn til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Þess í stað var hann ákærður á grunni njósnalaga Bandaríkjanna, vegna þeirra leynilegu skjala sem hann tók og neitaði að afhenda. Trump og hans fólk hafa ítrekað haldið því fram að hann hafi svipt leynileg skjöl sem hann tók með sér leynd, sem honum var heimilt sem forseta, en þau hafa aldrei getað sannað það með. Forsetinn fyrrverandi leggur mikið kapp á að fresta öllum málaferlum þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Takist honum að tefja réttarhöldin fram yfir kosningar og sigri hann Joe Biden, gæti hann beitt völdum embættisins til að stöðva málaferlin gegn honum eða jafnvel náða sjálfan sig. Dómarar hæstaréttar hafa einnig verið sakaðir um að ganga erinda Trumps með því að vinna hratt þegar það hagnast honum og vinna hægt þegar það er í hag Trumps. Nokkuð langt er síðan það þótti ljóst að réttarhöldin myndu ekki hefjast þann 20. maí eins og upprunalega stóð til. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á að réttarhöldunum yrði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember en saksóknarar vildu hefja þau í júlí. Samkvæmt frétt Washington Post þykir úrskurðurinn nokkuð stórt högg fyrir Jack Smith, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, og saksóknara hans. Þeir hafa sagt að lögmenn Trumps hafi haft nægan tíma til að undirbúa sig fyrir réttarhöldin og sakað þá um að nota hin þrjú málin gegn Trump til að tefja þessi réttarhöld. Todd Blanche, lögmaður Trumps í New York, leiðir einnig lögmannateymi Trumps í Flórída. Hann hefur sagst of upptekinn þar til að geta undirbúið sig almennilega fyrir skjalamálið. Sjá einnig: Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu samneyti þeirra Lögmenn Trumps hafa einnig haldið því fram að ótækt sé að halda réttarhöldin þegar stutt sé í forsetakosningarnar. Geti Cannon ekki frestað þeim fram yfir kosningarnar eigi réttarhöldin að hefjast í ágúst. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Einnig tafir í Georgíu Dómarar í áfrýjunardómstól í Georgíu lýstu því yfir í dag að þeir myndu taka til skoðunar áfrýjun lögmanna Trumps á þeim úrskurði dómara að Fani T. Willis, héraðssaksóknara Fultonsýslu í Georgíu, væri ekki vanhæf í málinu gegn Trump þar. Willis átti í ástarsambandi við Nathan Wade, saksóknara sem hún setti yfir málinu gegn Trump, en dómari í málinu komst að þeirri niðurstöðu í mars að Willis þyrfti ekki að lýsa sig vanhæfa, svo lengi sem Wade kæmi ekki lengur að málinu. Hann sagði svo af sér nokkrum klukkustundum síðar. Trump og aðrir hafa verið ákærðir af yfirvöldum í Georgíu fyrir að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar árið 2020. Nokkrir þeirra voru ákærðir fyrir að reyna að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar en kjarni ákæranna snýr að því að reynt hafi verið að fá hóp til Repúblikana í Georgíu til að staðfesta ranglega að þeir væru réttkjörnir kjörmenn ríkisins og senda Bandaríkjaþingi skjöl þess efnis þrátt fyrir að kjörmennirnir ættu með réttu að tilheyra Joe Biden. Þessi ákvörðun áfrýjunardómstólsins þykir líkleg til að tefja réttarhöldin í því máli enn frekar og jafnvel fram yfir kosningar.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma á meðan hæstiréttur tekur kröfu Trumps um algera friðhelgi til skoðunar. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin áttu að hefjast 20. maí en þeim hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Þau réttarhöld standa nú yfir. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira