Enrique hneykslaður: „Er þér alvara?“ Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 16:00 Luis Enrique fékk alls konar spurningar á blaðamannafundinum í gærkvöld. Getty/Valerio Pennicino Luis Enrique, þjálfari PSG, var skiljanlega svekktur eftir tapið gegn Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Hann var hneykslaður á spurningu um heppni, á blaðamannafundi eftir leik. PSG tapaði leiknum í gær 1-0, og einvíginu samtals 2-0, en það er nánast með ólíkindum að liðið hafi ekki skorað í París í gær. PSG átti meðal annars fjórar marktilraunir sem fóru í stöng eða slá, og alls þrjátíu skot í leiknum. Tækifæri þeirra til að skora voru það góð að „vænt mörk“ (e. expected goals) hjá PSG í gær voru 3,25. Franskur blaðamaður spurði Enrique eftir leik hvort að það væri „bara óheppni“ að engin af tilraunum PSG skyldi fara í markið, í stað þess að fara í stöng eða slá, eða hvort að fleira spilaði inn í. Hvort það væri skortur á andlegum styrk leikmanna PSG, og hvort það hefði haft áhrif á tilraunir þeirra að hafa tvisvar skotið í tréverkið í fyrri leik liðanna. Eða hvort Dortmund hefði einfaldlega neytt leikmenn í skot sem ekki færu á markið. "Are you serious?" 🤨Luis Enrique was not a fan of this question after PSG were knocked out of the Champions League 😬#BBCFootball pic.twitter.com/3kKs9ouE4W— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2024 Enrique var vægast sagt hneykslaður á spurningunni og svaraði: „Er þetta alvöru spurning? Er þér alvara?“ og bætti svo við: „Það er munur á því hvort boltinn fer í stöng eða í markið. Í hverju felst hann? Það gæti verið hinn heilagi andi sem svífur um. Ef að eitthvað lið var óheppið þá var það Paris St. Germain. Vænt mörk liðsins í þessum leik voru þrjú talsins. Þrjú!“ Leit PSG að fyrsta Evrópumeistaratitlinum heldur áfram á næstu leiktíð en Dortmund spilar úrslitaleikinn við sigurliðið úr einvígi Real Madrid og Bayern, sem mætast í kvöld. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01 Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55 Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
PSG tapaði leiknum í gær 1-0, og einvíginu samtals 2-0, en það er nánast með ólíkindum að liðið hafi ekki skorað í París í gær. PSG átti meðal annars fjórar marktilraunir sem fóru í stöng eða slá, og alls þrjátíu skot í leiknum. Tækifæri þeirra til að skora voru það góð að „vænt mörk“ (e. expected goals) hjá PSG í gær voru 3,25. Franskur blaðamaður spurði Enrique eftir leik hvort að það væri „bara óheppni“ að engin af tilraunum PSG skyldi fara í markið, í stað þess að fara í stöng eða slá, eða hvort að fleira spilaði inn í. Hvort það væri skortur á andlegum styrk leikmanna PSG, og hvort það hefði haft áhrif á tilraunir þeirra að hafa tvisvar skotið í tréverkið í fyrri leik liðanna. Eða hvort Dortmund hefði einfaldlega neytt leikmenn í skot sem ekki færu á markið. "Are you serious?" 🤨Luis Enrique was not a fan of this question after PSG were knocked out of the Champions League 😬#BBCFootball pic.twitter.com/3kKs9ouE4W— BBC Sport (@BBCSport) May 8, 2024 Enrique var vægast sagt hneykslaður á spurningunni og svaraði: „Er þetta alvöru spurning? Er þér alvara?“ og bætti svo við: „Það er munur á því hvort boltinn fer í stöng eða í markið. Í hverju felst hann? Það gæti verið hinn heilagi andi sem svífur um. Ef að eitthvað lið var óheppið þá var það Paris St. Germain. Vænt mörk liðsins í þessum leik voru þrjú talsins. Þrjú!“ Leit PSG að fyrsta Evrópumeistaratitlinum heldur áfram á næstu leiktíð en Dortmund spilar úrslitaleikinn við sigurliðið úr einvígi Real Madrid og Bayern, sem mætast í kvöld.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01 Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55 Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
„Mbappé kann ekki að vera hetja“ Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. 8. maí 2024 10:01
Dortmund í úrslit eftir sigur í París Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 7. maí 2024 20:55
Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. 8. maí 2024 07:00