„Allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. maí 2024 14:07 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík. Vísir Yfirvofandi eldgoss í námunda við Grindavík hefur áhrif á þá starfsemi sem hafin var í bænum að sögn formanns bæjarráðs. Ákvörðun um hópuppsagnir bæjarstarfsmanna hafi verið erfið en fyrirsjáanleg. Í gær var greint frá því að bæjarstjórn Grindavíkur hafi hafið undirbúning að hópuppsögnum bæjarstarfsmanna til að bregðast við nýjum veruleika síðustu mánaða. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs segir samstöðu innan bæjarstjórnarinnar um þessa ákvörðun. „Að því gefnu að skólahald var ekki áformað næsta ár þá lá ekkert annað fyrir en að endurskoða allt saman og það eiginlega blasti við að við yrðum að fara í þessar aðgerðir.“ Hans von sé sú að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á bænum eins fljótt og auðið er og ráða starfsfólk til baka. „Nú er búið að skipa þessa framkvæmdanefnd og ég ætla rétt að vona það að gangi vel. Að það verði ekki bara skoðað í allt sumar á meðan veðrið er gott, og það lagað sem hægt er að laga og ekki er hætta á að fari til fjandans aftur. Við þurfum að byrja einhverja uppbyggingu hérna, því næg eru verkefnin.“ Óhugur meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss Hjálmar segir hljóðið í Grindvíkingum misjafnt en hann skynji óhug meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss. „Það er ekki þægilegt að hlusta á í viku, tíu daga, að það séu komin tíu eða tólf milljón rúmmetrar kviku og það sé alveg að koma eldgos. Síðan hefur bara ekkert gerst. En við erum svo sem með varnargarða sem hafa sannað sig, svo einhver bein hætta, hún að mínu mati er ekki til staðar sem slík. En auðvitað er þetta óþægilegt og við þurfum að vera á varðbergi.“ Á meðan óvissan vofi yfir veigri fólk sér eðlilega við að fara inn í bæinn. Það hafi talsverð áhrif á atvinnulífið, til að mynda hafi löndunum fækkað. „Það eru allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður.“ Talsverð óvissa uppi um framhaldið Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis í Grindavík aukin úr töluverðri hættu í mikla, út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Veðurstofan greindi frá því í gær að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Í gær var greint frá því að bæjarstjórn Grindavíkur hafi hafið undirbúning að hópuppsögnum bæjarstarfsmanna til að bregðast við nýjum veruleika síðustu mánaða. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs segir samstöðu innan bæjarstjórnarinnar um þessa ákvörðun. „Að því gefnu að skólahald var ekki áformað næsta ár þá lá ekkert annað fyrir en að endurskoða allt saman og það eiginlega blasti við að við yrðum að fara í þessar aðgerðir.“ Hans von sé sú að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á bænum eins fljótt og auðið er og ráða starfsfólk til baka. „Nú er búið að skipa þessa framkvæmdanefnd og ég ætla rétt að vona það að gangi vel. Að það verði ekki bara skoðað í allt sumar á meðan veðrið er gott, og það lagað sem hægt er að laga og ekki er hætta á að fari til fjandans aftur. Við þurfum að byrja einhverja uppbyggingu hérna, því næg eru verkefnin.“ Óhugur meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss Hjálmar segir hljóðið í Grindvíkingum misjafnt en hann skynji óhug meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss. „Það er ekki þægilegt að hlusta á í viku, tíu daga, að það séu komin tíu eða tólf milljón rúmmetrar kviku og það sé alveg að koma eldgos. Síðan hefur bara ekkert gerst. En við erum svo sem með varnargarða sem hafa sannað sig, svo einhver bein hætta, hún að mínu mati er ekki til staðar sem slík. En auðvitað er þetta óþægilegt og við þurfum að vera á varðbergi.“ Á meðan óvissan vofi yfir veigri fólk sér eðlilega við að fara inn í bæinn. Það hafi talsverð áhrif á atvinnulífið, til að mynda hafi löndunum fækkað. „Það eru allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður.“ Talsverð óvissa uppi um framhaldið Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis í Grindavík aukin úr töluverðri hættu í mikla, út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Veðurstofan greindi frá því í gær að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58