Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. maí 2024 12:58 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það verða sífellt ólíklegra að kvikuhlaup leiði einungis til aukins streymis í núverandi gosi. Vísir/Arnar Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni Gosið í Sundhnúksgígum er nú varla sjáanlegt á vefmyndavélum og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það orðið mjög lítið og rétt malla. „Það er smá hraunrennsli til norðurs en það er orðið ákaflega lítilfjörlegt og ekki langt í að það lokist alveg fyrir,“ segir Magnús Tumi. Kvika virðist nú nær alfarið safnast fyrir undir Svartsengi en ekki fæða gosið samtímis. Fyrst gígurinn er að lokast sé sú sviðsmynd að kvikuhlaup leiði til aukins hraunstreymis í núverandi gosi að verða sífellt ólíklegri. „Og ef það kæmi gos aftur væri líklegt að það yrði svipað og byrjunin á þessu. Opnist löng sprunga með miklum krafti til að byrja með,“ segir Magnús Tumi. Dregið hefur verulega úr krafti eldgossins og það rétt mallar.vísir/Arnar Engin merki séu um að heildaratburðarrásin sé að lognast út af. Líklegast sé að það gjósi á sömu sprungu og þá frekar norðar. Gjósi sunnar og nær Grindavík yrði fyrirvarinn hið minnsta meiri þar sem kvikan þyrfti að brjóta sér leið með tilheyrandi skjálftum. Óvissan sé mikil en miðað við reynsluna segir Magnús Tumi að það megi jafnvel búast við um þriggja kílómetra langri sprungu. „Með þess vegna um þúsund sinnum meira efni en sem er að koma upp núna, það eru svoleiðis stærðargráður sem við sjáum í þessu. Byrjunin á síðasta gosi var um eitt þúsund rúmmetrar á sekúndu og nú erum við með innan við einn rúmmeter á sekúndu. Þannig það eru töluverðar andstæður, hvort við séum að tala um upphafsfasa eða lokin.“ Kvikuhólfið sé komið að þomörkum miðað við fyrri gos en um þrettán milljónir rúmmetrar hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Magnús Tumi segir að miðað við reynsluna ætti að vera nægur tími til að rýma Grindavík og Bláa lónið komi til goss en að enginn ætti hins vegar að vera við sprunguna. Búast megi við gosi hvað úr hverju. „Það er ekki hægt að útiloka að þetta fari að hegða sér öðru vísi, það verður að koma í ljós, en það er líklegast að eitthvað bresti áður en langt um líður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Gosið í Sundhnúksgígum er nú varla sjáanlegt á vefmyndavélum og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir það orðið mjög lítið og rétt malla. „Það er smá hraunrennsli til norðurs en það er orðið ákaflega lítilfjörlegt og ekki langt í að það lokist alveg fyrir,“ segir Magnús Tumi. Kvika virðist nú nær alfarið safnast fyrir undir Svartsengi en ekki fæða gosið samtímis. Fyrst gígurinn er að lokast sé sú sviðsmynd að kvikuhlaup leiði til aukins hraunstreymis í núverandi gosi að verða sífellt ólíklegri. „Og ef það kæmi gos aftur væri líklegt að það yrði svipað og byrjunin á þessu. Opnist löng sprunga með miklum krafti til að byrja með,“ segir Magnús Tumi. Dregið hefur verulega úr krafti eldgossins og það rétt mallar.vísir/Arnar Engin merki séu um að heildaratburðarrásin sé að lognast út af. Líklegast sé að það gjósi á sömu sprungu og þá frekar norðar. Gjósi sunnar og nær Grindavík yrði fyrirvarinn hið minnsta meiri þar sem kvikan þyrfti að brjóta sér leið með tilheyrandi skjálftum. Óvissan sé mikil en miðað við reynsluna segir Magnús Tumi að það megi jafnvel búast við um þriggja kílómetra langri sprungu. „Með þess vegna um þúsund sinnum meira efni en sem er að koma upp núna, það eru svoleiðis stærðargráður sem við sjáum í þessu. Byrjunin á síðasta gosi var um eitt þúsund rúmmetrar á sekúndu og nú erum við með innan við einn rúmmeter á sekúndu. Þannig það eru töluverðar andstæður, hvort við séum að tala um upphafsfasa eða lokin.“ Kvikuhólfið sé komið að þomörkum miðað við fyrri gos en um þrettán milljónir rúmmetrar hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Magnús Tumi segir að miðað við reynsluna ætti að vera nægur tími til að rýma Grindavík og Bláa lónið komi til goss en að enginn ætti hins vegar að vera við sprunguna. Búast megi við gosi hvað úr hverju. „Það er ekki hægt að útiloka að þetta fari að hegða sér öðru vísi, það verður að koma í ljós, en það er líklegast að eitthvað bresti áður en langt um líður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira