Skelfilegt að þurfa grípa til hópuppsagna Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. maí 2024 20:23 Um 150 starfsmönnum Grindavíkurbæjar verður sagt upp til að bregðast við gjörbreyttum aðstæðum. Vísir/Arnar Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að skelfilegt sé að þurfa að grípa til hópuppsagna. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi í morgun að fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hann vonar að „þetta ömurlega tímabil“ taki enda fyrr en síðar. „Þetta eru allskonar störf, og þetta eru náttúrulega bara störf þar sem að ekki er hægt að sinna verkefnunum, vegna þess að aðstæður í bænum eru þannig að fólk býr ekki þar nema að mjög litlu leyti. Þetta er þvert á stofnanir og rekstur sveitarfélagsins. Það er margt undir, því miður,“ segir Fannar. Hann segir að heildarfjöldi starfsmanna sveitarfélagsins hafi verið um 300 í nóvember áður en þessir miklu atburðir hófust. Einhver þeirra hafi þegar sagt upp og fundið starf annars staðar. „En við gerum ráð fyrir því að eftir að þetta er gengið um garð, að þá geti orðið svona allt að 100 manns eftir í vinnu hjá bænum,“ Fannar. Hann segir að Grindvíkingar horfi björtum augum til framtíðarinnar, þau ætli að byggja bæinn upp að nýju og gera hann að því blómlega og öfluga sveitarfélagi sem það hefur verið. Það geti þó tekið langan tíma og óvissan sé mikil. Ekki sé hægt að hefjast handa við endurreisn bæjarins eins og sakir standi. „En við vonum að þetta ömurlega tímabil sem að hefur nú verið að leika okkur svo grátt, að það taki nú enda fyrr en síðar og við getum farið að snúa vörn í sókn,“ segir Fannar. Hann segir að þetta sé skelfilegur dagur og ömurlegt sé að þurfa horfa á þetta frábæra starfsfólk bæjarins fá uppsagnir, þó að margir hafi nú séð í hvað stefndi. Hann segir að þrátt fyrir samkomulag milli samkomulags milli bæjarins og innviðaráðuneytisins um að ráðuneytið muni styrkja Grindavík til ýmissa verka, þurfi Grindavík þó að sýna aðhald í rekstri og minnka launakostnað. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Þetta eru allskonar störf, og þetta eru náttúrulega bara störf þar sem að ekki er hægt að sinna verkefnunum, vegna þess að aðstæður í bænum eru þannig að fólk býr ekki þar nema að mjög litlu leyti. Þetta er þvert á stofnanir og rekstur sveitarfélagsins. Það er margt undir, því miður,“ segir Fannar. Hann segir að heildarfjöldi starfsmanna sveitarfélagsins hafi verið um 300 í nóvember áður en þessir miklu atburðir hófust. Einhver þeirra hafi þegar sagt upp og fundið starf annars staðar. „En við gerum ráð fyrir því að eftir að þetta er gengið um garð, að þá geti orðið svona allt að 100 manns eftir í vinnu hjá bænum,“ Fannar. Hann segir að Grindvíkingar horfi björtum augum til framtíðarinnar, þau ætli að byggja bæinn upp að nýju og gera hann að því blómlega og öfluga sveitarfélagi sem það hefur verið. Það geti þó tekið langan tíma og óvissan sé mikil. Ekki sé hægt að hefjast handa við endurreisn bæjarins eins og sakir standi. „En við vonum að þetta ömurlega tímabil sem að hefur nú verið að leika okkur svo grátt, að það taki nú enda fyrr en síðar og við getum farið að snúa vörn í sókn,“ segir Fannar. Hann segir að þetta sé skelfilegur dagur og ömurlegt sé að þurfa horfa á þetta frábæra starfsfólk bæjarins fá uppsagnir, þó að margir hafi nú séð í hvað stefndi. Hann segir að þrátt fyrir samkomulag milli samkomulags milli bæjarins og innviðaráðuneytisins um að ráðuneytið muni styrkja Grindavík til ýmissa verka, þurfi Grindavík þó að sýna aðhald í rekstri og minnka launakostnað.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira