„Mbappé kann ekki að vera hetja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 10:01 Kylian Mbappe sést hér eftir að Paris Saint-Germain tapaði á móti Borussia Dortmund í gærkvöldi. AP/Lewis Joly Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. Mbappé fær að heyra það í evrópskum blöðum eftir þessi úrslit. Hann fékk góð færi í báðum leikjum sem og félagar hans en Paris Saint-Germain lék í 180 mínútur á móti þýska liðinu án þess að skora. Fleiri en eitt stangar- og sláarskot í báðum leikjum hjá Frökkunum og vonbrigðin mikil. Franska blaðið L'Équipe gefur Mbappé aðeins tvo af tíu mögulegum fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær. Fyrirsögn franska blaðsins er „Draumurinn á enda“ en Paris Saint-Germain hefur sankað af sér stórstjörnum síðustu ár til þess að ná því loksins að vinna Meistaradeildina. Liðið komst í úrslitaleikinn 2020 en tapaði þá fyrir Bayern München. PSG var í algjöru dauðafæri að komast í úrslitaleikinn á Wembley í ár enda að mæta liði sem er í fimmta sæti í þýsku deildinni. Allt kom fyrir ekki. „Kvöld eins og þessi verða hans arfleið. Sjö ár af misheppnuðum tilraunum,“ skrifaði blaðamaður Daily Mail. „Mbappé kann ekki að vera hetja“ er uppslátturinn í spænska blaðinu Sport. Allt lítur út fyrir að Kylian Mbappé sé á förum frá París og muni semja við spænska félagið Real Madrid í sumar. „Hann kveður frönsku höfuðborgina með meiri sársauka en sóma,“ segir í spænska blaðinu Marca. Kylian Mbappé failed to convert golden opportunities in both the Champions League final against Bayern Munich and this year's semifinal against Dortmund 😞Tough 😕 pic.twitter.com/soS1E7gWVo— ESPN FC (@ESPNFC) May 7, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
Mbappé fær að heyra það í evrópskum blöðum eftir þessi úrslit. Hann fékk góð færi í báðum leikjum sem og félagar hans en Paris Saint-Germain lék í 180 mínútur á móti þýska liðinu án þess að skora. Fleiri en eitt stangar- og sláarskot í báðum leikjum hjá Frökkunum og vonbrigðin mikil. Franska blaðið L'Équipe gefur Mbappé aðeins tvo af tíu mögulegum fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær. Fyrirsögn franska blaðsins er „Draumurinn á enda“ en Paris Saint-Germain hefur sankað af sér stórstjörnum síðustu ár til þess að ná því loksins að vinna Meistaradeildina. Liðið komst í úrslitaleikinn 2020 en tapaði þá fyrir Bayern München. PSG var í algjöru dauðafæri að komast í úrslitaleikinn á Wembley í ár enda að mæta liði sem er í fimmta sæti í þýsku deildinni. Allt kom fyrir ekki. „Kvöld eins og þessi verða hans arfleið. Sjö ár af misheppnuðum tilraunum,“ skrifaði blaðamaður Daily Mail. „Mbappé kann ekki að vera hetja“ er uppslátturinn í spænska blaðinu Sport. Allt lítur út fyrir að Kylian Mbappé sé á förum frá París og muni semja við spænska félagið Real Madrid í sumar. „Hann kveður frönsku höfuðborgina með meiri sársauka en sóma,“ segir í spænska blaðinu Marca. Kylian Mbappé failed to convert golden opportunities in both the Champions League final against Bayern Munich and this year's semifinal against Dortmund 😞Tough 😕 pic.twitter.com/soS1E7gWVo— ESPN FC (@ESPNFC) May 7, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira