Stórveldi með gjörólíka hugmyndafræði berjast um sæti í úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2024 07:00 Stórveldaslagur í kvöld. Halil Sagirkaya/Getty Images Stórveldin Bayern München og Real Madríd mætast í kvöld í síðari undanúrslitaleik sínum í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19.00 í kvöld. Félögin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur. Bæjarar misstu af Þýskalandsmeistaratitlinum sem þeir hafa haft í áskrift á meðan Real vann spænska meistaratitilinn. Þá gætu þjálfarar liðanna vart verið ólíkari. Ljósið í myrkrinu Það má segja að Meistaradeildin sé haldreipi Bæjara í ár en það hefur lítið annað gengið upp á leiktíðinni. Eftir að verða Þýskalandsmeistari 11 ár í röð þá þurfti Bayern að horfa á eftir titlinum til Bayer Leverkusen sem þjálfað er af fyrrum leikmanni liðsins, Xabi Alonso. Þá féll Bayern úr leik gegn C-deildarliði Saarbrücken í þýska bikarnum. Tók titilinn af Bayern.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Markahrókurinn sem ekkert vinnur [Eða hvað? ] Þrátt fyrir að mikið grín hafi verið gert að vistaskiptum Harry Kane til Þýskalands og ofnæmi hans fyrir verðlaunapeningum þá verður Kane seint sagður hafa ekki staðið við sitt. Hinn þrítugi Kane hefur komið að marki í leik í Meistaradeildinni. Til þessa hefur hann spilað 11 leiki, skoraði 8 mörk og gefið 3 stoðsendingar. Í deildinni hefur hann spilað 32 leiki, skorað 36 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Hann átti hins vegar erfitt uppdráttar í bikarnum þar sem hann lék einn leik og komst ekki á blað. Skorar og skorar en getur hann unnið titil?Jose Breton/Getty Images Tommi Taktík Thomas Tuchel hefur líkt og Kane ítrekað fengið það óþvegið úr öllum áttum. Hann hefur verið sakaður um að flækja hlutina alltof mikið og hugsa meira um taktík heldur en liðið sem hann er með í höndunum. Tuchel gerði garðinn frægan hjá Borussia Dortmund og gerði liðið að bikarmeisturum áður en hann færði sig yfir til stjörnuliðs París Saint-Germain. Þar vann hann frönsku deildina í tvígang sem og franska bikarinn og franska deildarbikarinn. Tuchel tókst hins vegar ekki að vinna Meistaradeild Evrópu og þá var hann sakaður um að hafa svo í taugarnar á forráðamönnum PSG að hann var látinn fara. Þaðan fór hann til Chelsea þar sem hann vann Meistaradeild Evrópu sem og Ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Gengið heima fyrir var hins vegar ekki nægilega gott og hann var látinn fara. Fær seint verðlaun fyrir fataval.Silas Schueller/Getty Images Hann tók við Bayern á síðustu leiktíð, varð meistari með herkjum og hefur nú að því virðist pirrað forráðamenn liðsins ásamt því að tapa þýska meistaratitlinum í hendur annars liðs. Hann gæti þó unnið Meistaradeildina það er óvíst hvort það dugi til að halda honum í starfi. Hátíðarhöld í Madríd Á meðan allt gengur á afturfótunum heima fyrir hjá Bayern þá eru Spánarmeistarar Real Madríd í sjöunda himni. Jude Bellingham hefði vart getað byrjað betur og það virðist sem liðið sé loksins að fá Kylian Mbappé í sínar raðir í sumar. Þessir ná einkar vel saman.EPA-EFE/Kiko Huesca Ofan á það er Real komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að slá út Manchester City, liðið sem pakkaði því saman í undanúrslitum árið áður. Samvinna > Einstaklingar + Töframaður á hliðarlínunni Þegar Karim Benzema yfirgaf Real þá var talið að liðið myndi sækja sér nýjan hreinræktaðan senter. Carlo Ancelotti þjálfari vildi fá Harry Kane en fékk þess í stað Jude Bellingham. Í stað þess að fara í fýlu þá gerði Ancelotti það sem hann gerir best, stillti upp í tígulmiðju og sigldi titlinum heim. Að öllu gríni slepptu þá hefur Ancelotti í allan vetur sýnt af hverju hann er einn af færustu þjálfurum heims. Hann hefur vissulega verið gagnrýndur fyrir að standa sig betur í Evrópu en í deildarkeppnum og sú gagnrýni á rétt á sér af skoðaður er hversu fáum sinnum - miðað við liðin sem hann hefur þjálfað – hann hefur orðið landsmeistari. Vel klæddur að venju.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images En í ár stendur upp úr hvað hann hefur haldið trú Real á lífi þrátt að Joselu sé í raun eini hreinræktaði senter liðsins og Real missti tvo lykilmenn í langtíma meiðsli snemma á tímabilinu. Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois hefur verið fjarri góðu gamni nær allt tímabilið sem og brasilíski miðvörðurinn Éder Militão sleit krossband og hefur lítið sem ekkert verið með. Þá hefur David Alaba verið að glíma við meiðsli líkt og svo oft áður. Þá verður seint sagt að Ancelotti sé umdeildur líkt og Tuchel en Ítalinn virðist vera gríðarlega vel liðinn enda mikill leikmanna-þjálfari. Það sama verður ekki sagt um Tuchel sem á það til að henda leikmönnum undir rútuna frægu. Stóra spurningin er nú, hvor hefur betur í kvöld? Leikur Real og Bayern hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira
Félögin hafa átt ólíku gengi að fagna í vetur. Bæjarar misstu af Þýskalandsmeistaratitlinum sem þeir hafa haft í áskrift á meðan Real vann spænska meistaratitilinn. Þá gætu þjálfarar liðanna vart verið ólíkari. Ljósið í myrkrinu Það má segja að Meistaradeildin sé haldreipi Bæjara í ár en það hefur lítið annað gengið upp á leiktíðinni. Eftir að verða Þýskalandsmeistari 11 ár í röð þá þurfti Bayern að horfa á eftir titlinum til Bayer Leverkusen sem þjálfað er af fyrrum leikmanni liðsins, Xabi Alonso. Þá féll Bayern úr leik gegn C-deildarliði Saarbrücken í þýska bikarnum. Tók titilinn af Bayern.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Markahrókurinn sem ekkert vinnur [Eða hvað? ] Þrátt fyrir að mikið grín hafi verið gert að vistaskiptum Harry Kane til Þýskalands og ofnæmi hans fyrir verðlaunapeningum þá verður Kane seint sagður hafa ekki staðið við sitt. Hinn þrítugi Kane hefur komið að marki í leik í Meistaradeildinni. Til þessa hefur hann spilað 11 leiki, skoraði 8 mörk og gefið 3 stoðsendingar. Í deildinni hefur hann spilað 32 leiki, skorað 36 mörk og gefið 8 stoðsendingar. Hann átti hins vegar erfitt uppdráttar í bikarnum þar sem hann lék einn leik og komst ekki á blað. Skorar og skorar en getur hann unnið titil?Jose Breton/Getty Images Tommi Taktík Thomas Tuchel hefur líkt og Kane ítrekað fengið það óþvegið úr öllum áttum. Hann hefur verið sakaður um að flækja hlutina alltof mikið og hugsa meira um taktík heldur en liðið sem hann er með í höndunum. Tuchel gerði garðinn frægan hjá Borussia Dortmund og gerði liðið að bikarmeisturum áður en hann færði sig yfir til stjörnuliðs París Saint-Germain. Þar vann hann frönsku deildina í tvígang sem og franska bikarinn og franska deildarbikarinn. Tuchel tókst hins vegar ekki að vinna Meistaradeild Evrópu og þá var hann sakaður um að hafa svo í taugarnar á forráðamönnum PSG að hann var látinn fara. Þaðan fór hann til Chelsea þar sem hann vann Meistaradeild Evrópu sem og Ofurbikar UEFA og HM félagsliða. Gengið heima fyrir var hins vegar ekki nægilega gott og hann var látinn fara. Fær seint verðlaun fyrir fataval.Silas Schueller/Getty Images Hann tók við Bayern á síðustu leiktíð, varð meistari með herkjum og hefur nú að því virðist pirrað forráðamenn liðsins ásamt því að tapa þýska meistaratitlinum í hendur annars liðs. Hann gæti þó unnið Meistaradeildina það er óvíst hvort það dugi til að halda honum í starfi. Hátíðarhöld í Madríd Á meðan allt gengur á afturfótunum heima fyrir hjá Bayern þá eru Spánarmeistarar Real Madríd í sjöunda himni. Jude Bellingham hefði vart getað byrjað betur og það virðist sem liðið sé loksins að fá Kylian Mbappé í sínar raðir í sumar. Þessir ná einkar vel saman.EPA-EFE/Kiko Huesca Ofan á það er Real komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir að slá út Manchester City, liðið sem pakkaði því saman í undanúrslitum árið áður. Samvinna > Einstaklingar + Töframaður á hliðarlínunni Þegar Karim Benzema yfirgaf Real þá var talið að liðið myndi sækja sér nýjan hreinræktaðan senter. Carlo Ancelotti þjálfari vildi fá Harry Kane en fékk þess í stað Jude Bellingham. Í stað þess að fara í fýlu þá gerði Ancelotti það sem hann gerir best, stillti upp í tígulmiðju og sigldi titlinum heim. Að öllu gríni slepptu þá hefur Ancelotti í allan vetur sýnt af hverju hann er einn af færustu þjálfurum heims. Hann hefur vissulega verið gagnrýndur fyrir að standa sig betur í Evrópu en í deildarkeppnum og sú gagnrýni á rétt á sér af skoðaður er hversu fáum sinnum - miðað við liðin sem hann hefur þjálfað – hann hefur orðið landsmeistari. Vel klæddur að venju.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images En í ár stendur upp úr hvað hann hefur haldið trú Real á lífi þrátt að Joselu sé í raun eini hreinræktaði senter liðsins og Real missti tvo lykilmenn í langtíma meiðsli snemma á tímabilinu. Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois hefur verið fjarri góðu gamni nær allt tímabilið sem og brasilíski miðvörðurinn Éder Militão sleit krossband og hefur lítið sem ekkert verið með. Þá hefur David Alaba verið að glíma við meiðsli líkt og svo oft áður. Þá verður seint sagt að Ancelotti sé umdeildur líkt og Tuchel en Ítalinn virðist vera gríðarlega vel liðinn enda mikill leikmanna-þjálfari. Það sama verður ekki sagt um Tuchel sem á það til að henda leikmönnum undir rútuna frægu. Stóra spurningin er nú, hvor hefur betur í kvöld? Leikur Real og Bayern hefst klukkan 19.00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Sjá meira