Vatnstjónið vísar Stólum til Akureyrar Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 13:01 Hugrún Pálsdóttir og liðsfélagar hennar í Tindastóli geta ekki spilað á heimavelli sínum sem stendur. Eins og sjá má hefur völlurinn bólgnað upp og skemmst á vissum stöðum. Samsett/Vilhelm/skagafjordur.is Óvíst er hvenær Tindastóll getur leikið heimaleiki að nýju á gervigrasvelli sínum á Sauðárkróki vegna mikilla skemmda sem urðu á vellinum í vatnsveðri í apríl. Næsti heimaleikur Tindastóls í Bestu deild kvenna á fimmtudaginn, mikilvægur slagur við Fylki, hefur nú verið færður og fer fram á Greifavelli KA-manna á Akureyri. Áður hafði Tindastóll skipt við Breiðablik á heimaleikjum, og spilað á Kópavogsvelli í 2. umferð. Lee Ann Maginnis, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, segir óvíst hve langan tíma taki að gera við völlinn en það veltur meðal annars á hve langan tíma tekur að fá, erlendis frá, efni til viðgerða. Í frétt á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar má sjá að völlurinn var í bylgjum eftir miklar leysingar laugardaginn 20. apríl. Tveimur dögum síðar spilaði Tindastóll sinn fyrsta leik á tímabilinu í Bestu deildinni, gegn FH, og tapaði 1-0. Skemmdir urðu á heimavelli Skagfirðinga nú í vor og óvíst er hvenær hægt verður að spila þar að nýju.skagafjordur.is Skemmdir á undirlagi Samkvæmt fréttinni á vef Skagafjarðar er gervigrasvöllurinn hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum, en það getur tekið um einn til tvo sólarhringa þegar vatnið er mikið. Vegna fyrsta heimaleiks var „freistast til að ná vatni af vellinum fyrr, sem gekk ekki eftir“. Í ljós kom að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum og þar af eru 1.000 fermetrar illa farnir. Helstu skemmdir urðu á undirlagi vallarins. Búið var að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að endurnýja gras á hluta þess svæðis sem varð fyrir skemmdum, en nú er ljóst að framkvæmdin verður meiri og kostnaðarsamari. Tindastóll náði í sín fyrstu stig á leiktíðinni síðastliðinn föstudag með flottum 2-0 útisigri gegn Stjörnunni í Garðabæ. Liðið er því í 7. sæti Bestu deildarinnar eftir þrjár umferðir og getur komist upp fyrir Fylki með sigri í leik liðanna á fimmtudaginn. Besta deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Næsti heimaleikur Tindastóls í Bestu deild kvenna á fimmtudaginn, mikilvægur slagur við Fylki, hefur nú verið færður og fer fram á Greifavelli KA-manna á Akureyri. Áður hafði Tindastóll skipt við Breiðablik á heimaleikjum, og spilað á Kópavogsvelli í 2. umferð. Lee Ann Maginnis, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, segir óvíst hve langan tíma taki að gera við völlinn en það veltur meðal annars á hve langan tíma tekur að fá, erlendis frá, efni til viðgerða. Í frétt á vef sveitarfélagsins Skagafjarðar má sjá að völlurinn var í bylgjum eftir miklar leysingar laugardaginn 20. apríl. Tveimur dögum síðar spilaði Tindastóll sinn fyrsta leik á tímabilinu í Bestu deildinni, gegn FH, og tapaði 1-0. Skemmdir urðu á heimavelli Skagfirðinga nú í vor og óvíst er hvenær hægt verður að spila þar að nýju.skagafjordur.is Skemmdir á undirlagi Samkvæmt fréttinni á vef Skagafjarðar er gervigrasvöllurinn hannaður til að drena sig sjálfur í leysingum, en það getur tekið um einn til tvo sólarhringa þegar vatnið er mikið. Vegna fyrsta heimaleiks var „freistast til að ná vatni af vellinum fyrr, sem gekk ekki eftir“. Í ljós kom að skemmdir urðu á vellinum á um 1.500 fermetrum og þar af eru 1.000 fermetrar illa farnir. Helstu skemmdir urðu á undirlagi vallarins. Búið var að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins að endurnýja gras á hluta þess svæðis sem varð fyrir skemmdum, en nú er ljóst að framkvæmdin verður meiri og kostnaðarsamari. Tindastóll náði í sín fyrstu stig á leiktíðinni síðastliðinn föstudag með flottum 2-0 útisigri gegn Stjörnunni í Garðabæ. Liðið er því í 7. sæti Bestu deildarinnar eftir þrjár umferðir og getur komist upp fyrir Fylki með sigri í leik liðanna á fimmtudaginn.
Besta deild kvenna Tindastóll Skagafjörður Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira