Fótbolti

Hákon Arnar fékk gult þegar Lil­le henti frá sér unnum leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar á fleygiferð í leik með Lille. 
Hákon Arnar á fleygiferð í leik með Lille.  Jean Catuffe/Getty Images

Lille er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en henti frá sér unnum leik og þar með 3. sætinu þegar það tapaði 4-3 á heimavelli fyrir Lyon í frönsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan lekinn og nældi sér í gult spjald.

Lille byrjaði af krafti og var 2-0 yfir í hálfleik. Gestirnir minnkuðu muninn á 66. mínútu en þegar Hákon Arnar fékk gult spjald á 80. mínútu var staðan enn 2-1 Lille í vil. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Lyon en þremur mínútum eftir það komst Lille yfir á nýjan leik.

Sá hlær best sem síðast hlær en gestirnir jöfnuðu þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma og tryggðu sér sigurinn þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma, lokatölur 3-4.

Lille er nú með 55 stig í 4. sæti að loknum 32 leikjum. Brest er sæti ofar með 57 stig eftir jafn marga leiki en bæði eiga tvo deildarleiki eftir. Nice er svo í 5. sæti með 51 stig og leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×