Örlætisgjörningur ríkislögreglustjóra til tals á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2024 16:08 Þórhildur Sunna vildi vita hvort Guðrún Hafsteinsdóttir ætlaði að beita sér fyrir því að þessar 500 milljónir sem Haraldur Johannessen gaf verði eltar? Hún spurði fyrir hönd ríkissjóðs. vísir/vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sótti að Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á þingi nú fyrir stundu og spurði hana hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að rannsókn yrði gerð á örlætisgjörningi Haraldar Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóra. „Ríkissjóður situr uppi með fimm hundruð milljóna króna reikning eftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hækkaði lífeyrisréttindi útvalinna undirmanna sinna um helming án þess að hafa til þess heimild.“ Þannig hóf Þórhildur Sunna mál sitt. Hún fór yfir málið, sagði fjármálaeftirlitið ekki svara fyrirspurn blaðamanna, og að engu slíku máli hafi verið vísað til saksóknara, engin rannsókn yfirstandandi. En Vísir hefur fjallað um málið auk Heimildarinnar. Þórhildur spurði Guðrúnu hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið til rannsóknar. Guðrún sagði afar mikilvægt að farið sé vel með almanna fé og stofnanir og undirstofnanir geri það. En hún taldi það ekki sitt heldur hlyti það að vera saksóknara að ákveða hvort farið yrði í slíka rannsókn. Þórhildur sagðist vera að spyrja ráðherra hvort hún ætlar að beina þessu til saksóknara? Og spurði fyrir hönd ríkissjóðs, hvorki meira né minna. Hún minnti á að þessi sami ríkislögreglustjóri hafði sagt eitthvað á þá leið í viðtali þegar hann lét að störfum að það væri efni í annað og dýpra viðtal, um hvað gengið hefði á bak við tjöldin. Og þar væri þá undirliggjandi hótun. Guðrún ítrekaði þá fyrra svar sitt; að ráðherra geti ekki metið það hvort þarna hafi eitthvað saknæmt átt sér stað heldur erum við með stofnanir til að meta það. Sem sagt saksóknara að meta slíkt en ekki ráðherra. Alþingi Stjórnsýsla Lögreglumál Kjaramál Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Ríkissjóður situr uppi með fimm hundruð milljóna króna reikning eftir að Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hækkaði lífeyrisréttindi útvalinna undirmanna sinna um helming án þess að hafa til þess heimild.“ Þannig hóf Þórhildur Sunna mál sitt. Hún fór yfir málið, sagði fjármálaeftirlitið ekki svara fyrirspurn blaðamanna, og að engu slíku máli hafi verið vísað til saksóknara, engin rannsókn yfirstandandi. En Vísir hefur fjallað um málið auk Heimildarinnar. Þórhildur spurði Guðrúnu hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að þetta mál yrði tekið til rannsóknar. Guðrún sagði afar mikilvægt að farið sé vel með almanna fé og stofnanir og undirstofnanir geri það. En hún taldi það ekki sitt heldur hlyti það að vera saksóknara að ákveða hvort farið yrði í slíka rannsókn. Þórhildur sagðist vera að spyrja ráðherra hvort hún ætlar að beina þessu til saksóknara? Og spurði fyrir hönd ríkissjóðs, hvorki meira né minna. Hún minnti á að þessi sami ríkislögreglustjóri hafði sagt eitthvað á þá leið í viðtali þegar hann lét að störfum að það væri efni í annað og dýpra viðtal, um hvað gengið hefði á bak við tjöldin. Og þar væri þá undirliggjandi hótun. Guðrún ítrekaði þá fyrra svar sitt; að ráðherra geti ekki metið það hvort þarna hafi eitthvað saknæmt átt sér stað heldur erum við með stofnanir til að meta það. Sem sagt saksóknara að meta slíkt en ekki ráðherra.
Alþingi Stjórnsýsla Lögreglumál Kjaramál Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Tengdar fréttir Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. 4. maí 2024 13:06