Sökktu rússneskum hraðbát með sjálfsprengidróna Samúel Karl Ólason skrifar 6. maí 2024 09:54 Drónanum var siglt á hraðbátinn og sprakk hann þá í loft upp. Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa. Báturinn sem um ræðir var tiltölulega lítill og var notaður til að reyna að stöðva drónann, samkvæmt yfirlýsingu frá GUR. Þessir drónar hafa verið notaðir til að sökkva fjölda rússneskra herskipa á Svartahafi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Það eru fjarstýrðir drónar sem geta marrað í hálfu kafi og geta borið mikið magn sprengiefna. Þeim hefur ítrekað verið siglt í miklum fjölda að rússneskum herskipum og drónarnir sprengdir upp við skipin. Sjá einnig: Sökktu enn einu herskipinu Tveimur skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu var grandað á sama flóa í fyrra. Annað þeirra hét Sesar Kúnikov og var sú árás einnig gerð af GUR. Í tilkynningu frá GUR segir að Rússar þori ekki lengur að nota stór herskip á Svartahafi, vegna árása Úkraínumanna og vegna þess hve mörgum skipum þeir hafi sökkt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fimm drónum hafi verið grandað. Myndband sem ráðuneytið birti sýnir að þyrla var notuð til að verjast drónunum. Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram í morgun að Úkraínumenn hafi komið loftvarnarflugskeytum fyrir á einhverjum drónum eins og Magura V5. Þyrlur hafa reynst Rússum vel í að granda drónum þessum úr lofti. Hér á neðan má sjá myndband sem mun hafa verið tekið um borð í rússneskri þyrlu í morgun. Þyrlan grandar drónanum á endanum en sjá má flugskeyti á drónanum. Footage from a Russian Ka-29 helicopter, firing at the Ukrainian naval drone carrying a R-73 air-to-air missile. Eventually it is destroyed. https://t.co/r1LwNiRLmN pic.twitter.com/6qBPHwrqTX— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) May 6, 2024 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Báturinn sem um ræðir var tiltölulega lítill og var notaður til að reyna að stöðva drónann, samkvæmt yfirlýsingu frá GUR. Þessir drónar hafa verið notaðir til að sökkva fjölda rússneskra herskipa á Svartahafi frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. Það eru fjarstýrðir drónar sem geta marrað í hálfu kafi og geta borið mikið magn sprengiefna. Þeim hefur ítrekað verið siglt í miklum fjölda að rússneskum herskipum og drónarnir sprengdir upp við skipin. Sjá einnig: Sökktu enn einu herskipinu Tveimur skipum sem hönnuð eru til að flytja hermenn til orrustu var grandað á sama flóa í fyrra. Annað þeirra hét Sesar Kúnikov og var sú árás einnig gerð af GUR. Í tilkynningu frá GUR segir að Rússar þori ekki lengur að nota stór herskip á Svartahafi, vegna árása Úkraínumanna og vegna þess hve mörgum skipum þeir hafi sökkt. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að fimm drónum hafi verið grandað. Myndband sem ráðuneytið birti sýnir að þyrla var notuð til að verjast drónunum. Rússneskir herbloggarar hafa haldið því fram í morgun að Úkraínumenn hafi komið loftvarnarflugskeytum fyrir á einhverjum drónum eins og Magura V5. Þyrlur hafa reynst Rússum vel í að granda drónum þessum úr lofti. Hér á neðan má sjá myndband sem mun hafa verið tekið um borð í rússneskri þyrlu í morgun. Þyrlan grandar drónanum á endanum en sjá má flugskeyti á drónanum. Footage from a Russian Ka-29 helicopter, firing at the Ukrainian naval drone carrying a R-73 air-to-air missile. Eventually it is destroyed. https://t.co/r1LwNiRLmN pic.twitter.com/6qBPHwrqTX— NOELREPORTS 🇪🇺 🇺🇦 (@NOELreports) May 6, 2024
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00 Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57 Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Sjá meira
Kreml fordæmir ummæli Macrons og Camerons Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun. 3. maí 2024 17:00
Hafa engin varnarvirki til að hörfa í Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá. 2. maí 2024 11:57
Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu. 30. apríl 2024 13:24