„Hún er með hjartagalla en í góðum höndum núna og vonandi fer allt vel“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. maí 2024 21:25 Andrea Marý hneig niður og hringja þurfti á sjúkrabíl. Leikurinn var flautaðar af í kjölfarið, nokkrum mínútum áður en uppbótartími rann sitt skeið. vísir / anton brink Alvarlegt atvik átti sér stað undir lok leiks á Kópavogsvelli þegar FH-ingurinn Andrea Marý Sigurjónsdóttir hneig skyndilega niður. Leikurinn var flautaður af og hún flutt burt með sjúkrabíl. „Hún er með hjartagalla en er bara búin að vera á góðu róli síðustu tvö ár. Við vorum að vonast til að þetta myndi ekki gerast en því miður, þetta er bakslag fyrir hana og okkur. Ömurlegt og skelfilegt í raun að sjá hana eiga erfitt með að anda en hún er í góðum höndum núna og vonandi fer allt vel“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Andrea var með meðvitund og settist upp áður en sjúkabíll flutti hana á brott. „Hún var með meðvitund en átti bara mjög erfitt með andardrátt og hjartað pumpaði á milljón. Hún gat ekki staðið upp og átti bara mjög erfitt, satt best að segja. Hörmulegt að horfa upp á leikmann sinn þjást svona.“ Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í leiknum.vísir / anton brink Leka inn ódýrum mörkum Leiknum lauk með þriggja marka tapi FH-inga. „Blikarnir skora þrjú og við komum boltanum ekki inn í net þeirra. Það er stutta sagan í þessu, mörk breyta leikjum. Við vorum svo sannarlega í fínum málum í fyrri hálfleik, komum okkur í góðar stöður, stöngin og svo framvegis, hann bara fór ekki inn boltinn. Fáum á okkur skítamark í andlitið og erum að leka inn ódýrum mörkum sem við verðum að stoppa hratt og örugglega, þetta gengur ekki að við séum að leka inn. Það verður allt svo erfitt ef við þurfum alltaf að labba upp einhverja langa brekku. Stoppa þessi skítamörk.“ FH spilar í þriggja manna vörn með vængbakverði sem sækja mikið upp völlinn. Liðið hefur ekki náð góðum úrslitum í upphafi móts, þarf þjálfarinn að breyta leikskipulaginu? „Meðan við skorum ekki mörk getum við ekki spilað svona kerfi, þá þurfum við að gera eitthvað annað“ sagði Guðni að lokum. Besta deild kvenna FH Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
„Hún er með hjartagalla en er bara búin að vera á góðu róli síðustu tvö ár. Við vorum að vonast til að þetta myndi ekki gerast en því miður, þetta er bakslag fyrir hana og okkur. Ömurlegt og skelfilegt í raun að sjá hana eiga erfitt með að anda en hún er í góðum höndum núna og vonandi fer allt vel“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Andrea var með meðvitund og settist upp áður en sjúkabíll flutti hana á brott. „Hún var með meðvitund en átti bara mjög erfitt með andardrátt og hjartað pumpaði á milljón. Hún gat ekki staðið upp og átti bara mjög erfitt, satt best að segja. Hörmulegt að horfa upp á leikmann sinn þjást svona.“ Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í leiknum.vísir / anton brink Leka inn ódýrum mörkum Leiknum lauk með þriggja marka tapi FH-inga. „Blikarnir skora þrjú og við komum boltanum ekki inn í net þeirra. Það er stutta sagan í þessu, mörk breyta leikjum. Við vorum svo sannarlega í fínum málum í fyrri hálfleik, komum okkur í góðar stöður, stöngin og svo framvegis, hann bara fór ekki inn boltinn. Fáum á okkur skítamark í andlitið og erum að leka inn ódýrum mörkum sem við verðum að stoppa hratt og örugglega, þetta gengur ekki að við séum að leka inn. Það verður allt svo erfitt ef við þurfum alltaf að labba upp einhverja langa brekku. Stoppa þessi skítamörk.“ FH spilar í þriggja manna vörn með vængbakverði sem sækja mikið upp völlinn. Liðið hefur ekki náð góðum úrslitum í upphafi móts, þarf þjálfarinn að breyta leikskipulaginu? „Meðan við skorum ekki mörk getum við ekki spilað svona kerfi, þá þurfum við að gera eitthvað annað“ sagði Guðni að lokum.
Besta deild kvenna FH Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira