Innlent

Fram­kvæmda­nefnd fyrir Grinda­vík sett á lag­girnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra um nýtt lagafrumvarp sem samþykkt var í ríkisstjórn í morgun. 

Þar er áformað að stofna sérstaka framkvæmdanefnd um málefni Grindavíkurbæjar vegna hamfarana þar í bæ. Nefndin á að fara með stjórn, skipulagningu og samhæfingu aðgerða. 

Þá fjöllum við um kíghósta en nokkuð hefur verið um það síðustu vikur að börn hafi verið lögð inn á spítala vegna hóstans. Alls haf sautján greinst með sýkinguna undanfarið. 

Einnig fjöllum við um fjölmenningarþing sem haldið verður á morgun þar sem fólki gefst færi á að sækja allskyns málstofur og vinnustofur. 

Í sportpakka dagsins verður síðan fjallað um stórsigur Valskvenna á bikarmeisturum Víkings og einnig um sigur Valsmanna á Aftureldingu í handbolta í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×