Verkalýðsbaráttan aldrei verið jafn mikilvæg Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2024 11:55 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Einar Hátíðarhöld fara fram um allt land í dag vegna Verkalýðsdagsins 1. maí. Formaður VR segir verkalýðsbaráttuna sjaldan hafa verið jafn mikilvæga og í dag. Flestallir þéttbýliskjarnar landsins eru með einhverskonar dagskrá í dag. Kröfugöngur verða gengnar í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Selfossi og ræðuhöld víðar. Í Reykjavík er dagskráin hvað þéttust, fjölskylduhlaup og -skemmtun á Klambratúni, útifundur á Ingólfstorgi, verkalýðskaffi og fleira. Verja réttindi sem hafa náðst Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir daginn í dag vera til þess að halda upp á þau réttindi sem hreyfingin hefur skilað fólki, sem og sýna samstöðu stéttarfélaganna til að halda vinnunni áfram. „Ég held að sjaldan hefur verkalýðsbaráttan verið jafn mikilvæg og hún er í dag. Við sjáum hvernig staðan er bæði á húsnæðismarkaði og fleiri stöðum. Vaxtastig, þetta er bæði sóknarbarátta og varnarbarátta líka. Það er stöðugt verið að sækja að okkar réttindum. Við þurfum stöðugt að vera í því hlutverki að verja þau réttindi sem svo hafa náðst,“ segir Ragnar. Hann segir baráttu verkalýðshreyfingarinnar í dag vera að miklu leyti varnarbarátta. „Það er stöðugt verið að sækja að réttindum fólks. Þrengja að kjörum þess. Við erum að berjast við auðsöfnun sérhagsmunaafla, fjármálakerfið og fleira. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið braskvæddur. Staðan á leigumarkaði er algjörlega hræðileg,“ segir Ragnar. Stéttarfélögin mikilvæg Hann telur að fólk sjái vel að einstaklingurinn er lítið afl gegn fyrirtækjum og sérhagsmunaöflum í réttindabaráttu. „Það hefur aldrei veitt jafn mikið af sterkum oddi verkalýðshreyfingarinnar eins og það hefur í dag,“ segir Ragnar. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Flestallir þéttbýliskjarnar landsins eru með einhverskonar dagskrá í dag. Kröfugöngur verða gengnar í Reykjavík, Ísafirði, Akureyri og Selfossi og ræðuhöld víðar. Í Reykjavík er dagskráin hvað þéttust, fjölskylduhlaup og -skemmtun á Klambratúni, útifundur á Ingólfstorgi, verkalýðskaffi og fleira. Verja réttindi sem hafa náðst Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir daginn í dag vera til þess að halda upp á þau réttindi sem hreyfingin hefur skilað fólki, sem og sýna samstöðu stéttarfélaganna til að halda vinnunni áfram. „Ég held að sjaldan hefur verkalýðsbaráttan verið jafn mikilvæg og hún er í dag. Við sjáum hvernig staðan er bæði á húsnæðismarkaði og fleiri stöðum. Vaxtastig, þetta er bæði sóknarbarátta og varnarbarátta líka. Það er stöðugt verið að sækja að okkar réttindum. Við þurfum stöðugt að vera í því hlutverki að verja þau réttindi sem svo hafa náðst,“ segir Ragnar. Hann segir baráttu verkalýðshreyfingarinnar í dag vera að miklu leyti varnarbarátta. „Það er stöðugt verið að sækja að réttindum fólks. Þrengja að kjörum þess. Við erum að berjast við auðsöfnun sérhagsmunaafla, fjármálakerfið og fleira. Húsnæðismarkaðurinn hefur verið braskvæddur. Staðan á leigumarkaði er algjörlega hræðileg,“ segir Ragnar. Stéttarfélögin mikilvæg Hann telur að fólk sjái vel að einstaklingurinn er lítið afl gegn fyrirtækjum og sérhagsmunaöflum í réttindabaráttu. „Það hefur aldrei veitt jafn mikið af sterkum oddi verkalýðshreyfingarinnar eins og það hefur í dag,“ segir Ragnar.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira