Mikil virðing fyrir Orra: Hárið stundum flækt en alltaf bros á vör Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2024 13:01 Orri Steinn Óskarsson fagnaði vel eftir þrennuna gegn AGF í gær. Öll mörkin skoraði hann eftir að hafa komið inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik. Getty/Lars Ronbog Einn af liðsfélögum Orra Steins Óskarssonar hjá FC Kaupmannahöfn hrósar Íslendingnum unga í hástert eftir þrennuna um helgina, og spáir honum bjartri framtíð. Orri kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörk FCK þegar liðið vann mikilvægan sigur gegn AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Sigurinn heldur titilvonum FCK á lífi en mörkin má sjá hér að neðan. Orri hefur þurft að glíma við harða samkeppni hjá FCK í vetur en nú skorað sjö mörk í 21 deildarleik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 12 leikjanna og því oft þurft að sætta sig við að vera á bekknum, en kann að grípa tækifærið þegar það gefst. „Orri er búinn að vera lítið inni og mikið úti. Ég þekki það sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu, að vera utan hóps en eiga svo allt í einu að spila,“ segir Christian Sörensen, liðsfélagi Orra hjá FCK, við Bold.dk en fleiri hafa hrósað Orra eftir þrennuna mögnuðu. „Þetta er svo afskaplega verðskuldað út frá því hvernig hann mætir alltaf á æfingar í góðu skapi, og þó að hann sé stöku sinnum með morgunflóka í hárinu þá stendur hann sig alltaf á æfingasvæðinu og er ætíð með bros á vör,“ segir Sörensen sem er 31 árs gamall Íslandsvinur. Hann spilaði nefnilega í efstu deild á Íslandi árið 2016, hjá Þrótti undir stjórn Greggs Ryder sem nú stýrir KR. Sörensen hélt áfram að lofa Orra: „Ég kann að meta svona strák sem er með gott viðhorf og leggur hart að sér á æfingasvæðinu. Ég ber afar mikla virðingu fyrir því. Hann kom inn í leikinn og gerði það sem til var ætlast, og ég ber mesta virðingu fyrir því, að sama hversu margar mínútur hann fær þá leggur hann alltaf hart að sér. Fyrir því ber ég mikla virðingu, sérstaklega hjá svona ungum leikmanni sem á mjög, mjög bjarta framtíð og það er ekki bara vegna þess að hann skoraði þrjú mörk hérna. Það getur fljótt orðið að augnabliki sem leið en núna hef ég fylgst með Orra í dágóðan tíma hér í FC Kaupmannahöfn og hann var líka klókur að fara til Sönderjyske til að koma þessu í gang. Mikil virðing fyrir þessum strák,“ sagði Sörensen en Orri fór að láni til Sönderjyske í fyrravor. Danski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Orri kom inn á sem varamaður og skoraði öll þrjú mörk FCK þegar liðið vann mikilvægan sigur gegn AGF, 3-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Sigurinn heldur titilvonum FCK á lífi en mörkin má sjá hér að neðan. Orri hefur þurft að glíma við harða samkeppni hjá FCK í vetur en nú skorað sjö mörk í 21 deildarleik. Hann hefur verið í byrjunarliðinu í 12 leikjanna og því oft þurft að sætta sig við að vera á bekknum, en kann að grípa tækifærið þegar það gefst. „Orri er búinn að vera lítið inni og mikið úti. Ég þekki það sjálfur hvernig er að vera í þessari stöðu, að vera utan hóps en eiga svo allt í einu að spila,“ segir Christian Sörensen, liðsfélagi Orra hjá FCK, við Bold.dk en fleiri hafa hrósað Orra eftir þrennuna mögnuðu. „Þetta er svo afskaplega verðskuldað út frá því hvernig hann mætir alltaf á æfingar í góðu skapi, og þó að hann sé stöku sinnum með morgunflóka í hárinu þá stendur hann sig alltaf á æfingasvæðinu og er ætíð með bros á vör,“ segir Sörensen sem er 31 árs gamall Íslandsvinur. Hann spilaði nefnilega í efstu deild á Íslandi árið 2016, hjá Þrótti undir stjórn Greggs Ryder sem nú stýrir KR. Sörensen hélt áfram að lofa Orra: „Ég kann að meta svona strák sem er með gott viðhorf og leggur hart að sér á æfingasvæðinu. Ég ber afar mikla virðingu fyrir því. Hann kom inn í leikinn og gerði það sem til var ætlast, og ég ber mesta virðingu fyrir því, að sama hversu margar mínútur hann fær þá leggur hann alltaf hart að sér. Fyrir því ber ég mikla virðingu, sérstaklega hjá svona ungum leikmanni sem á mjög, mjög bjarta framtíð og það er ekki bara vegna þess að hann skoraði þrjú mörk hérna. Það getur fljótt orðið að augnabliki sem leið en núna hef ég fylgst með Orra í dágóðan tíma hér í FC Kaupmannahöfn og hann var líka klókur að fara til Sönderjyske til að koma þessu í gang. Mikil virðing fyrir þessum strák,“ sagði Sörensen en Orri fór að láni til Sönderjyske í fyrravor.
Danski boltinn Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira