Þrenna Orra Steins hélt titilvonum FCK á lífi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. apríl 2024 18:05 Orri Steinn fagnar einu marka sinna. Anders Kjaerbye/Getty Images Hinn 19 ára gamli Orri Steinn Óskarsson reyndist hetja FC Kaupmannahafnar í dag þegar hann kom inn af bekknum og skoraði öll mörkin í 3-2 sigri liðsins á AGF. Er þetta hans fyrsta þrenna í dönsku úrvalsdeildinni. Orri Steinn og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK sem er ríkjandi meistari. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF og lék allan leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Orri Steinn inn fyrir Andreas Cornelius sem hafði meiðst. Það tók Orra Stein ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en aðeins sex mínútum eftir að hann hafði komið inn af bekknum hafði íslenski framherjinn skilað knettinum í netið. Upphaflega fór flaggið á loft en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði markið kom í ljós að ekki var um rangstöð að ræða og markið stóð. Gestirnir jöfnuðu metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en á 85. mínútu kom Orri Steinn heimamönnum yfir á nýjan leik eftir undirbúning Elias Achouri. Það var svo í uppbótartíma sem Orri Steinn fullkomnaði þrennu sína eftir sendingu Mohamed Elyounoussi. Sem betur fer fyrir FCK þar sem gestirnir minnkuðu muninn skömmu síðar og lokamínútur leiksins æsispennandi. Leiktíminn fór vel yfir 100 mínútur en staðan var enn 3-2 FCK í vil þegar flautað var til leiksloka. 🎩🪄🇮🇸#fcklive #sldk pic.twitter.com/hQ4thyXGm0— F.C. København (@FCKobenhavn) April 28, 2024 Sigurinn þýðir að FCK er nú með 52 stig, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Bröndby þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Orri Steinn hefur nú skorað 7 mörk og lagt upp 5 til viðbótar á leiktíðinni.Anders Kjaerbye/Getty Images Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Leik lokið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Sjá meira
Orri Steinn og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson byrjuðu báðir á bekknum hjá FCK sem er ríkjandi meistari. Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF og lék allan leikinn. Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í síðari hálfleik kom Orri Steinn inn fyrir Andreas Cornelius sem hafði meiðst. Það tók Orra Stein ekki langan tíma að setja mark sitt á leikinn en aðeins sex mínútum eftir að hann hafði komið inn af bekknum hafði íslenski framherjinn skilað knettinum í netið. Upphaflega fór flaggið á loft en eftir að myndbandsdómari leiksins skoðaði markið kom í ljós að ekki var um rangstöð að ræða og markið stóð. Gestirnir jöfnuðu metin þegar tæpar tuttugu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma en á 85. mínútu kom Orri Steinn heimamönnum yfir á nýjan leik eftir undirbúning Elias Achouri. Það var svo í uppbótartíma sem Orri Steinn fullkomnaði þrennu sína eftir sendingu Mohamed Elyounoussi. Sem betur fer fyrir FCK þar sem gestirnir minnkuðu muninn skömmu síðar og lokamínútur leiksins æsispennandi. Leiktíminn fór vel yfir 100 mínútur en staðan var enn 3-2 FCK í vil þegar flautað var til leiksloka. 🎩🪄🇮🇸#fcklive #sldk pic.twitter.com/hQ4thyXGm0— F.C. København (@FCKobenhavn) April 28, 2024 Sigurinn þýðir að FCK er nú með 52 stig, aðeins fjórum stigum á eftir toppliði Bröndby þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Orri Steinn hefur nú skorað 7 mörk og lagt upp 5 til viðbótar á leiktíðinni.Anders Kjaerbye/Getty Images
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Leik lokið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Sjá meira