Refsing fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar þyngd Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 16:45 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum segir að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ítarlega er farið yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan. Í dómi Landsréttar segir að Ingi Valur og stúlkan hafi verið ein til frásagnar um það sem gerðist inni í herbergi á heimili Inga Vals umrætt kvöld. Mikið hafi borið á milli í frásögnum þeirra um það hvort stúlkan hefði veitt samþykki fyrir því að þau hefðu samræði. Mikill þroskamunur Þegar atvik málsins áttu sér stað hafi Ingi Valur verið 37 ára en stúlkan 16 ára og því mikill aðstöðu- og þroskamunur á þeim. Framburður stúlkunnar hafi verið talinn trúverður en framburður Inga Vals ótrúverðugur um mikilvæg atriði. Meðal annars hafi framburður Inga Vals um hvernig hann leitaði samþykkis fyrir samræðinu ekki verið eindreginn, að mati réttarins. Því hafi framburður stúlkunnar um að samræðið hafi verið gegn vilja hennar verið lagður til grundvallar og niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu Inga Vals því staðfest Fallist á þyngingu Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þess að refsing Inga Vals yrði þyngd. Í dómi Landsréttar segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að Inga Val hafi ekki áður verið gerð refsing. Hins vegar hafi jafnframt verið tekið mið af því að brot hans hafi verið framið gegn stúlku sem þá vareinungis16 ára. Í ljósi alvarleika brots Inga Vals og ákvæða almennra hegingarlaga um refsiþyngingu þyki refsing hans hæfilega metin þriggja ára fangelsisvist. Þá var Ingi Valur dæmdur til þess að greiða stúlkunni 2,5 milljónir í miskabætur og til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,2 milljónir króna. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað í héraði 2,5 milljónir króna. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu í dag og þyngdi dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra. Í dóminum segir að Ingi Valur hafi verið æskuvinur stjúpföður stúlkunnar og tíður gestur á heimili fjölskyldu hennar. Hann hafi til að mynda verið á heimilinu svo til á hverjum degi heilt sumar, í þeim tilgangi að hjálpa til við framkvæmdir. Ítarlega er farið yfir málsatvik í fréttinni hér að neðan. Í dómi Landsréttar segir að Ingi Valur og stúlkan hafi verið ein til frásagnar um það sem gerðist inni í herbergi á heimili Inga Vals umrætt kvöld. Mikið hafi borið á milli í frásögnum þeirra um það hvort stúlkan hefði veitt samþykki fyrir því að þau hefðu samræði. Mikill þroskamunur Þegar atvik málsins áttu sér stað hafi Ingi Valur verið 37 ára en stúlkan 16 ára og því mikill aðstöðu- og þroskamunur á þeim. Framburður stúlkunnar hafi verið talinn trúverður en framburður Inga Vals ótrúverðugur um mikilvæg atriði. Meðal annars hafi framburður Inga Vals um hvernig hann leitaði samþykkis fyrir samræðinu ekki verið eindreginn, að mati réttarins. Því hafi framburður stúlkunnar um að samræðið hafi verið gegn vilja hennar verið lagður til grundvallar og niðurstaða hins áfrýjaða dóms um sakfellingu Inga Vals því staðfest Fallist á þyngingu Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist þess að refsing Inga Vals yrði þyngd. Í dómi Landsréttar segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að Inga Val hafi ekki áður verið gerð refsing. Hins vegar hafi jafnframt verið tekið mið af því að brot hans hafi verið framið gegn stúlku sem þá vareinungis16 ára. Í ljósi alvarleika brots Inga Vals og ákvæða almennra hegingarlaga um refsiþyngingu þyki refsing hans hæfilega metin þriggja ára fangelsisvist. Þá var Ingi Valur dæmdur til þess að greiða stúlkunni 2,5 milljónir í miskabætur og til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 2,2 milljónir króna. Honum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað í héraði 2,5 milljónir króna.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira