Tíu Grindvíkingar unnu í Eyjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 16:03 Framarar fengu enn á ný ekki á sig mark og hafa nú unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sumarsins í deild og bikar. Vísir/Anton Brink Bestu deildarlið Fram, Fylkis og Vestra tryggðu sér í dag öll sæti í sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta ásamt B-deildarliði Grindvíkinga. Grindvíkingar unnu dramatískan 2-1 sigur á ÍBV í Lengjudeildarslag í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið manni færri frá 42. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Josip Krznaric á 89. mínútu en skömmu áður höfðu Grindvíkingar klikkað á vítaspyrnu. Oliver Heiðarsson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Freyr Hilmarsson á 13. mínútu og fiskaði síðan markaskorara Grindvíkinga, Eric Vales út af með rautt spjald á 42. mínútu. Vales fékk þá sitt annað gula spjald þrettán mínútum eftir að hafa jafnaði metin eftir hornspyrnu. Grindvíkingar héldu út tíu á móti ellefu og tryggðu sér sigur á lokamínútum leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV, gerði þá stór mistök og hljóp niður Adam Árna Róbertsson. Hjörvar Daði varði vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi á lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum. Vestri vann 4-2 sigur á C-deildarliði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lenti 2-1 undir í fyrri hálfleik. Pétur Bjarnason kom Vestra í 1-0 í upphafi leiks með skalla eftir horn en markið kom eftir aðeins 52 sekúndna leik. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Magnús Ingi Halldórsson á fjórðu mínútu en það síðara gerði Djordje Biberdzic með frábærri afgreiðslu á 22. mínútu. Haukarnir voru yfir í átta mínútur eða þar til að Toby King skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Staðan var 2-2 í hálfleik. Friðrik Þórir Hjaltason kom Vestra í 3-2 á 51. mínútur eftir að hann fylgdi á eftir skoti Péturs í slá. Ívar Breki Helgason fór síðan langt með að tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði á 76. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann eftir hornspyrnu. Það reyndist líka vera lokamark leiksins. Framarar skoruðu snemma á móti D-deildarliði Árbæjar á AVIS vellinum í Laugardalnum og unnu á endanum 3-0 útisigur. Aron Snær Ingason kom Fram í 1-0 strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Frey Sigurðssyni. Aron klúðraði víti áður en Magnús Þórðarson skoraði annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Þriðja og síðasta markið skoraði Egill Otti Vilhjálmsson úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þetta var þriðji leikurinn af fjórum í sumar þar sem Framliðið heldur hreinu. Framliðið var manni fleiri frá 62. mínútu þegar Ástþór Ingi Runólfsson fékk sitt annað gula spjald. Fylkir vann 1-0 sigur á C-deildar liði Hugins/Hattar en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Heimamenn héldu út fram í síðari hálfleik á móti Fylkismönnum en Ómar Björn Stefánsson braut ísinn á 60. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn. Það reyndist vera eina mark leiksins. Mjólkurbikar karla Fram Vestri UMF Grindavík ÍBV Fylkir Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira
Grindvíkingar unnu dramatískan 2-1 sigur á ÍBV í Lengjudeildarslag í Vestmannaeyjum eftir að hafa verið manni færri frá 42. mínútu leiksins. Sigurmarkið skoraði Josip Krznaric á 89. mínútu en skömmu áður höfðu Grindvíkingar klikkað á vítaspyrnu. Oliver Heiðarsson lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Alex Freyr Hilmarsson á 13. mínútu og fiskaði síðan markaskorara Grindvíkinga, Eric Vales út af með rautt spjald á 42. mínútu. Vales fékk þá sitt annað gula spjald þrettán mínútum eftir að hafa jafnaði metin eftir hornspyrnu. Grindvíkingar héldu út tíu á móti ellefu og tryggðu sér sigur á lokamínútum leiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu. Hjörvar Daði Arnarsson, markvörður ÍBV, gerði þá stór mistök og hljóp niður Adam Árna Róbertsson. Hjörvar Daði varði vítaspyrnu Einars Karls Ingvasonar sem og fyrsta frákastið en Josip Krznaric fylgdi á lokum á eftir og skoraði sigurmarkið í leiknum. Vestri vann 4-2 sigur á C-deildarliði Hauka á Ásvöllum eftir að hafa lenti 2-1 undir í fyrri hálfleik. Pétur Bjarnason kom Vestra í 1-0 í upphafi leiks með skalla eftir horn en markið kom eftir aðeins 52 sekúndna leik. Heimamenn svöruðu með tveimur mörkum. Fyrra markið skoraði Magnús Ingi Halldórsson á fjórðu mínútu en það síðara gerði Djordje Biberdzic með frábærri afgreiðslu á 22. mínútu. Haukarnir voru yfir í átta mínútur eða þar til að Toby King skoraði með góðu skoti rétt utan vítateigs. Staðan var 2-2 í hálfleik. Friðrik Þórir Hjaltason kom Vestra í 3-2 á 51. mínútur eftir að hann fylgdi á eftir skoti Péturs í slá. Ívar Breki Helgason fór síðan langt með að tryggja Vestra sigurinn þegar hann skoraði á 76. mínútu eftir að boltinn datt fyrir hann eftir hornspyrnu. Það reyndist líka vera lokamark leiksins. Framarar skoruðu snemma á móti D-deildarliði Árbæjar á AVIS vellinum í Laugardalnum og unnu á endanum 3-0 útisigur. Aron Snær Ingason kom Fram í 1-0 strax á 13. mínútu eftir stoðsendingu frá Frey Sigurðssyni. Aron klúðraði víti áður en Magnús Þórðarson skoraði annað mark fjórum mínútum fyrir leikslok. Þriðja og síðasta markið skoraði Egill Otti Vilhjálmsson úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Þetta var þriðji leikurinn af fjórum í sumar þar sem Framliðið heldur hreinu. Framliðið var manni fleiri frá 62. mínútu þegar Ástþór Ingi Runólfsson fékk sitt annað gula spjald. Fylkir vann 1-0 sigur á C-deildar liði Hugins/Hattar en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Heimamenn héldu út fram í síðari hálfleik á móti Fylkismönnum en Ómar Björn Stefánsson braut ísinn á 60. mínútu eftir að hafa sloppið í gegn. Það reyndist vera eina mark leiksins.
Mjólkurbikar karla Fram Vestri UMF Grindavík ÍBV Fylkir Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Í beinni: Breiðablik - Virtus | Hálfur milljarður undir í umspilinu Fótbolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - FHL | Tekst nýliðunum að tengja saman sigra? Í beinni: Stjarnan - FH | Nágrannaslagur í Garðabænum Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Sjá meira