Margir knattspyrnustjórar hafa verið orðaðir við Liverpool eftir að Klopp tilkynnti það í febrúar að hann myndi hætta með liðið í sumar.
Sky Sports slær því upp að forráðamenn Liverpool séu nú byrjaðir í viðræðum við Arne Slot um að hann taki við stjórastöðunni á Anfield.
BREAKING 🚨: Liverpool open talks with Feyenoord over Arne Slot 🔴👔 pic.twitter.com/Psa0ih7WCE
— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 24, 2024
Hinn 45 ára gamli Slot er stjóri hollenska félagsins Feyenoord en er sagður mjög áhugasamur um að taka við Liverpool.
Arne Slot hefur stýrt liði Feyenoord frá 2021 en hann var áður stjóri AZ Alkmaar.
Feyenoord varð hollenskur bikarmeistari á dögunum, vann hollenska meistaratitilinn í fyrra og komst í úrslit Sambandsdeildarinnar vorið 2022.
Feyenoord hefur unnið 94 af 146 leikjum sínum undir stjórn Slot og er með 64 prósent sigurhlutfall. Liðið hefur skorað 329 mörk í þessum 146 leikjum og er með 182 mörk í plús.
Arne Slot’s record with Feyenoord:
— B/R Football (@brfootball) April 24, 2024
144 games:
93 wins
27 draws
24 losses
331 scored
153 conceded
Eredivisie 🏆
Dutch Cup 🏆 pic.twitter.com/MFpuTRSdi1