Íslenski boltinn

Gary Martin til Ólafs­víkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Martin í leik með Val fyrir nokkrum árum.
Gary Martin í leik með Val fyrir nokkrum árum. vísir/daníel

Enski framherjinn Gary Martin hefur verið lánaður til Víkings Ó. frá Selfossi. Bæði lið leika í 2. deild.

Lánssamningur Garys við Víking Ó. gildir út tímabilið. Samningur hans við Selfoss rennur út í haust.

Gary lék með Selfossi í Lengjudeildinni 2021-23, alls 64 leiki og skoraði 26 mörk. Selfyssingar féllu úr Lengjudeildinni í fyrra.

Gary, sem 33 ára, hefur leikið hér á landi nær samfleytt frá miðju sumri 2010. Auk Víkings Ó. og Selfoss hefur hann leikið með ÍA, KR, Víkingi, Val og ÍBV á Íslandi. Hann hefur einnig leikið á Englandi, í Ungverjalandi, Noregi og Belgíu.

Framherjinn varð Íslandsmeistari með KR 2013 og bikarmeistari 2012 og 2014. Gary hefur skorað 57 mörk í 108 leikjum í efstu deild á Íslandi.

Víkingur Ó. endaði í 5. sæti 2. deildar á síðasta tímabili. Gary leikur væntanlega sinn fyrsta leik fyrir Víking þegar þeir taka á móti Völsungi í 1. umferð 2. deildar laugardaginn 4. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×