Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2024 13:20 Hildur Björnsdóttir lagði sjálf vettlinga á gólfið í ráðhúsinu í dag. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið vakið athygli á fyrirhyggjuleysi meirihlutans í málinu sem aðhefst ekkert, þrátt fyrir ýmsar tillögur okkar sem allar miða að því að auka þjónustu, fjölga valkostum og stytta þessa biðlista,” segir Hildur. Heimgreiðslur og daggæslur á vinnustöðum Hildur segir flokkinn hafa ýmsar tillögur tilbúnar fyrir borgarstjórn sem geti grynnkað á biðlistum barna í borginni. Sem dæmi hafi þau lagt til að farið sé af stað í tilraunaverkefni þar sem börn myndu byrja í grunnskóla fimm ára í stað sex ára. Það geti á sama tíma leyst mönnunarvanda í leikskólum og bætt tækifæri íslenskra ungmenna í menntun en þau myndu þá útskrifast fyrr. Þá hefur flokkurinn einnig lagt til heimgreiðslur eins og tíðkast til dæmis í Hafnarfirði, að komið verði upp daggæslu á vinnustöðum og að stuðningu við sjálfstætt starfandi leikskóla sé aukinn. „Við höfum kynnt fjölmargar lausnir undanfarið sem gætu leyst vandann eða að minnsta kosti grynnkað á biðlistum. Þá skiptir ekki máli hvort borgarstjórinn heiti Dagur eða Einar, ekkert virðist þokast í þessum efnum,” segir Hildur og bætir við að árið 2014 hafi 10.006 börn á leikskólaaldri verið búsett í Reykjavík. Í fyrra hafi fjöldinn, samkvæmt gögnum Hagstofunnar, farið niður í 9.007 börn á sama aldri. Biðlistar séu þrátt fyrir þessa fækkun enn jafn langir og undanfarin ár sem leikskólamálin hafi verið á forræði Samfylkingar og nú Framsóknar. Hildur segir Reykjavík skera sig úr hvað þetta varðar. Á sama tíma hafi börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögum um tvö prósent. „Þetta þýðir að frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaaldri fækkað um tæp þúsund í Reykjavík eða um 10 prósent, þrátt fyrir 13,5 prósent fólksfjölgun,” útskýrir Hildur sem segir mörg nágrannasveitarfélög státa af mun betri árangri í þessum efnum. Hildur hafði fleiri með sér til aðstoðar. Vísir/Vilhelm „Frá 2014 hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað um tæp 150 í nágrannasveitarfélögum, samhliða 22,6 prósent fólksfjölgun. Reykvískar fjölskyldur eru þannig augljóslega að kjósa með fótunum og flytja í nágrannasveitarfélög þar sem þjónusta er öflugri og lífsgæði mælast betri.” Hún segir uppátækið í Ráðhúsinu í dag til þess fallið að minna borgarstjóra á vandann sem kemur niður á reykvískum heimilum. „Mér hefur fundist meirihlutinn í borgarstjórn ekki horfast í augu við vandann. Verkefnið er stórt, og það þarf að kalla alla til sem vettlingi geta valdið. Þetta verður ekki leyst í einni svipan, en ég get ekki ímyndað mér að borgarbúar geti fellt sig við það að öllum tillögum til þess að gera betur í þessum málum sé hafnað eða sagðar ómögulegar í framkvæmd. Það þarf að hugsa út fyrir kassann til þess að leysa vandamál af þessari stærðargráðu með hagsmuni reykvískra fjölskyldna fyrir brjósti. Þá þýðir lítið að setja bara kíkinn fyrir blinda augað og láta eins og vandamálið sé ekki til staðar. Þess vegna komum við vettlingunum hér fyrir sem áminningu fyrir værukæran meirihluta um þann bráðavanda sem steðjar að reykvískum heimilum.” Innritun í gangi í Reykjavík Reykjavíkurborg vinnur nú að því að innrita börn í leikskóla borgarinnar. Fram kom í tilkynningu frá borginni þann 20. mars að úthlutun væri að hefjast og að henni yrði að mestu lokið í kringum 10. maí. „Úthlutað er eftir kennitöluröð, þau elstu fyrst og svo koll af kolli. Unnið er með umsóknir barna sem fædd eru í febrúar 2023 og fyrr. Einu undantekningar á kennitöluröð eru þau börn sem hafa fengið samþykktan forgang í leikskóla, til dæmis vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna,“ sagði í tilkynningu borgarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Tengdar fréttir Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“ Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. 14. apríl 2024 08:01 Óánægja með tilraunaverkefni í frístund: „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla“ Foreldrar barna sem eiga að fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í vor eru einhverjir ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefninu. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. 10. apríl 2024 06:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt skeið vakið athygli á fyrirhyggjuleysi meirihlutans í málinu sem aðhefst ekkert, þrátt fyrir ýmsar tillögur okkar sem allar miða að því að auka þjónustu, fjölga valkostum og stytta þessa biðlista,” segir Hildur. Heimgreiðslur og daggæslur á vinnustöðum Hildur segir flokkinn hafa ýmsar tillögur tilbúnar fyrir borgarstjórn sem geti grynnkað á biðlistum barna í borginni. Sem dæmi hafi þau lagt til að farið sé af stað í tilraunaverkefni þar sem börn myndu byrja í grunnskóla fimm ára í stað sex ára. Það geti á sama tíma leyst mönnunarvanda í leikskólum og bætt tækifæri íslenskra ungmenna í menntun en þau myndu þá útskrifast fyrr. Þá hefur flokkurinn einnig lagt til heimgreiðslur eins og tíðkast til dæmis í Hafnarfirði, að komið verði upp daggæslu á vinnustöðum og að stuðningu við sjálfstætt starfandi leikskóla sé aukinn. „Við höfum kynnt fjölmargar lausnir undanfarið sem gætu leyst vandann eða að minnsta kosti grynnkað á biðlistum. Þá skiptir ekki máli hvort borgarstjórinn heiti Dagur eða Einar, ekkert virðist þokast í þessum efnum,” segir Hildur og bætir við að árið 2014 hafi 10.006 börn á leikskólaaldri verið búsett í Reykjavík. Í fyrra hafi fjöldinn, samkvæmt gögnum Hagstofunnar, farið niður í 9.007 börn á sama aldri. Biðlistar séu þrátt fyrir þessa fækkun enn jafn langir og undanfarin ár sem leikskólamálin hafi verið á forræði Samfylkingar og nú Framsóknar. Hildur segir Reykjavík skera sig úr hvað þetta varðar. Á sama tíma hafi börnum fjölgað í nágrannasveitarfélögum um tvö prósent. „Þetta þýðir að frá árinu 2014 hefur börnum á leikskólaaldri fækkað um tæp þúsund í Reykjavík eða um 10 prósent, þrátt fyrir 13,5 prósent fólksfjölgun,” útskýrir Hildur sem segir mörg nágrannasveitarfélög státa af mun betri árangri í þessum efnum. Hildur hafði fleiri með sér til aðstoðar. Vísir/Vilhelm „Frá 2014 hefur börnum á leikskólaaldri fjölgað um tæp 150 í nágrannasveitarfélögum, samhliða 22,6 prósent fólksfjölgun. Reykvískar fjölskyldur eru þannig augljóslega að kjósa með fótunum og flytja í nágrannasveitarfélög þar sem þjónusta er öflugri og lífsgæði mælast betri.” Hún segir uppátækið í Ráðhúsinu í dag til þess fallið að minna borgarstjóra á vandann sem kemur niður á reykvískum heimilum. „Mér hefur fundist meirihlutinn í borgarstjórn ekki horfast í augu við vandann. Verkefnið er stórt, og það þarf að kalla alla til sem vettlingi geta valdið. Þetta verður ekki leyst í einni svipan, en ég get ekki ímyndað mér að borgarbúar geti fellt sig við það að öllum tillögum til þess að gera betur í þessum málum sé hafnað eða sagðar ómögulegar í framkvæmd. Það þarf að hugsa út fyrir kassann til þess að leysa vandamál af þessari stærðargráðu með hagsmuni reykvískra fjölskyldna fyrir brjósti. Þá þýðir lítið að setja bara kíkinn fyrir blinda augað og láta eins og vandamálið sé ekki til staðar. Þess vegna komum við vettlingunum hér fyrir sem áminningu fyrir værukæran meirihluta um þann bráðavanda sem steðjar að reykvískum heimilum.” Innritun í gangi í Reykjavík Reykjavíkurborg vinnur nú að því að innrita börn í leikskóla borgarinnar. Fram kom í tilkynningu frá borginni þann 20. mars að úthlutun væri að hefjast og að henni yrði að mestu lokið í kringum 10. maí. „Úthlutað er eftir kennitöluröð, þau elstu fyrst og svo koll af kolli. Unnið er með umsóknir barna sem fædd eru í febrúar 2023 og fyrr. Einu undantekningar á kennitöluröð eru þau börn sem hafa fengið samþykktan forgang í leikskóla, til dæmis vegna fötlunar eða félagslegra aðstæðna,“ sagði í tilkynningu borgarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Grunnskólar Tengdar fréttir Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“ Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. 14. apríl 2024 08:01 Óánægja með tilraunaverkefni í frístund: „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla“ Foreldrar barna sem eiga að fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í vor eru einhverjir ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefninu. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. 10. apríl 2024 06:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Börnin spennt að taka þátt í „stórubarnaverkefni“ Hildur Lilja Jónsdóttir fagstjóri leikskóla hjá Reykjavíkurborg segist skilja kvíða margra foreldra yfir því að barnið þeirra eigi að fara fyrr yfir í frístund en áætlað var. Hún segir börnin þó vel undirbúin og að fagmenntað fólk taki á móti þeim sem hún treysti vel. 14. apríl 2024 08:01
Óánægja með tilraunaverkefni í frístund: „Okkar hópur logar bara, á okkar leikskóla“ Foreldrar barna sem eiga að fara beint í frístund eftir leikskólaútskrift í vor eru einhverjir ósáttir við stuttan fyrirvara á tilraunaverkefninu. Þá finnst þeim kostnaður of mikill, óheppilegt að frí sé ekki á sama tíma og í leikskóla og of lítið samráð við bæði foreldra og fagaðila. 10. apríl 2024 06:45