Segir viðbrögð fjölmiðla til skammar Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 15:00 Erik ten Hag fer yfir málin mðe Bruno Fernandes á Wembley á sunnudaginn. Getty/Richard Heathcote Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, telur umfjöllun fjölmiðla hafa verið til skammar eftir að liðið sló út B-deildarlið Coventry í undanúrslitum enska bikarsins á sunnudaginn. Ten Hag segir fjölmiðla líta framhjá þeirri staðreynd að það sé stórkostlegur árangur hjá United að komast tvisvar í úrslitaleik bikarsins á tveimur árum. 🚨🔴 Ten Hag: “The reaction, the comments after Coventry game… that was a disgrace”.“That was embarrassing from you. It is the comments. Top football is about results, we made it to a final and we deserved it not only by this game but also the other games”. pic.twitter.com/IaSgNeccJL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024 Mikið hefur verið fjallað um hrun United í leiknum á sunnudaginn en eftir að hafa komist í 3-0 fékk liðið á sig þrjú mörk og tókst ekki að knýja fram sigur fyrr en í vítaspyrnukeppni. Í lok framlengingarinnar virtist Coventry hafa tryggt sér sigur en markið var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu. „Fótbolti snýst um úrslit,“ sagði Ten Hag í dag. „Við komumst í úrslitaleikinn og við verðskulduðum það. Við misstum stjórnina í tuttugu mínútur og vorum heppnir í lokin en við komumst í úrslitaleikinn. Það er rosalegt afrek,“ sagði Ten Hag. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagðist telja að þrátt fyrir sigur í vítaspyrnukeppni hefðu úrslitin gegn Coventry kostað Ten Hag starfið. Fyrrverandi markaskorarinn Chris Sutton sagði að engin leið væri fyrir Ten Hag til að halda starfinu úr þessu, þrátt fyrir að úrslitaleikurinn gegn Manchester City sé í næsta mánuði. Ten Hag var spurður hvort hann sýndi neikvæðum viðbrögðum eftir leikinn skilning: „Nei, alls ekki. Viðbrögðin frá ykkur voru til skammar. Tvisvar [í úrslitaleik bikarsins] á tveimur árum. Það er stórkostlegt. Fyrir mig sem stjóra, fjórir bikarúrslitaleikir á fjórum árum. Ummælin hafa verið algjört hneyksli,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Ten Hag segir fjölmiðla líta framhjá þeirri staðreynd að það sé stórkostlegur árangur hjá United að komast tvisvar í úrslitaleik bikarsins á tveimur árum. 🚨🔴 Ten Hag: “The reaction, the comments after Coventry game… that was a disgrace”.“That was embarrassing from you. It is the comments. Top football is about results, we made it to a final and we deserved it not only by this game but also the other games”. pic.twitter.com/IaSgNeccJL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 23, 2024 Mikið hefur verið fjallað um hrun United í leiknum á sunnudaginn en eftir að hafa komist í 3-0 fékk liðið á sig þrjú mörk og tókst ekki að knýja fram sigur fyrr en í vítaspyrnukeppni. Í lok framlengingarinnar virtist Coventry hafa tryggt sér sigur en markið var dæmt af vegna mjög tæprar rangstöðu. „Fótbolti snýst um úrslit,“ sagði Ten Hag í dag. „Við komumst í úrslitaleikinn og við verðskulduðum það. Við misstum stjórnina í tuttugu mínútur og vorum heppnir í lokin en við komumst í úrslitaleikinn. Það er rosalegt afrek,“ sagði Ten Hag. Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, sagðist telja að þrátt fyrir sigur í vítaspyrnukeppni hefðu úrslitin gegn Coventry kostað Ten Hag starfið. Fyrrverandi markaskorarinn Chris Sutton sagði að engin leið væri fyrir Ten Hag til að halda starfinu úr þessu, þrátt fyrir að úrslitaleikurinn gegn Manchester City sé í næsta mánuði. Ten Hag var spurður hvort hann sýndi neikvæðum viðbrögðum eftir leikinn skilning: „Nei, alls ekki. Viðbrögðin frá ykkur voru til skammar. Tvisvar [í úrslitaleik bikarsins] á tveimur árum. Það er stórkostlegt. Fyrir mig sem stjóra, fjórir bikarúrslitaleikir á fjórum árum. Ummælin hafa verið algjört hneyksli,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira