Enski boltinn

Fyrr­verandi hirti fernu-boltann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrey Arshavin fagnar einu af fjórum mörkum sínum fyrir Arsenal á móti Liverpool. Á morgun eru liðin fimmtán ár frá þessum leik.
Andrey Arshavin fagnar einu af fjórum mörkum sínum fyrir Arsenal á móti Liverpool. Á morgun eru liðin fimmtán ár frá þessum leik. Getty/Alex Livesey

Rússneski knattspyrnumaðurinn Andrey Arshavin átti eitt flottasta kvöldið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði fjögur mörk fyrir Arsenal á móti Liverpool fyrir fimmtán árum síðan. Menn hafa furðað sig á því hvar leikboltinn endaði.

Arshavin skoraði mörkin sín á Anfield 21. apríl 2009 en leiknum endaði með 4-4 jafntefli. Hann varð aðeins annar í sögunni til að skora fernu fyrir útilið á heimavelli Liverpool en sá fyrri náði því árið 1946.

Í tilefni af fimmtán ára afmæli þessa afreks þá heyrði blaðamaður The Athletic í Rússanum sem spilaði með Arsenal frá 2009 til 2013.

Eins og vanalega þá fá þeir sem skora þrennu (eða fernu) í enska boltanum að taka keppnisboltann með sér heim til minningar um leikinn.

Blaðamaðurinn fékk óvænt svar þegar hann spurði Rússann um afdrif boltans úr þessum leik.

„Ég fékk alla til árita boltann en ég er ekki með hann lengur. Fyrrum eiginkona mín tók hann og hélt honum fyrir sig,“ sagði Arshavin.

Arshavin spilaði á fimm tímabilum með Arsenal en hann kom á miðju 2008-09 tímabilinu og yfirgaf félagið í júní 2013. Alls skoraði hann 23 mörk og gaf 27 stoðsendingar í 105 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×