Íkveikjan ekki talin hafa beinst að Trump eða réttarhöldunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2024 00:00 Lögreglukona merkir verksummerki eftir að karlmaður kveikti í sér fyrir utan dómshús á Manhattan í dag. Vísir/EPA Lögreglan í New York telur ekki að karlmaður á fertugsaldri sem kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshús þar sem réttað er yfir Donald Trump hafi ætlað sér að skaða Trump eða aðra. Maðurinn er sagður í lífshættu á sjúkrahúsi. Vitni segja að maðurinn hafi dregið dreifibréf upp úr bakpoka og kastað þeim á jörðina áður en hann helti yfir sig vökva og kveikti í sér í Collect Pond-garðinum gegnt dómshúsinu á Manhattan í dag. Réttarhöld í sakamáli á hendur Trump stóðu þá yfir í dómshúsinu. Almennir borgarar og lögreglumenn hlupu að manninum og notuðu jakka og slökkvitæki þess að að kæfa logana áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn. Fjórir lögreglumenn slösuðust lítillega, að sögn Washington Post. Maðurinn brann í nokkrar mínútur fyrir framan fjölda sjónvarpsupptökuvéla fjölmiðla sem fylgjast með réttarhöldunum yfir fyrrverandi forsetanum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tarik Sheppard, aðstoðarlögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi að maðurinn virtist vera einhvers konar samsæriskenningasinni. Hann hafi ekki virst beina spjótum sínum að Trump eða nokkrum öðrum sem tengist réttarhöldunum. Bensínbrúsi á vettvangi íkveikjunnar í Collect Pond-garðinum á Manhattan. Maðurinn er sagður hafa hellt yfir sig eldsneyti áður en hann lagði eld að sjálfum sér.AP/Mary Altaffer Maðurinn, sem ferðaðist frá heimili sínu í Flórída til New York í vikunni, birti yfirlýsingu á bloggsíðu sinni þar sem hann boðaði að hann ætlaði að kveikja í sér. Þar bað hann vini sína, sjónarvotta og viðbragðsaðila afsökunar. Lýsti hann fyrirætlunum sínum sem öfgakenndum mótmælum gegn því sem hann kallaði margbiljóna dollara svikamyllu auðkýfinga sem væri ætlað að rústa hagkerfi heimsins. Á dreifibréfunum sem hann hafði með sér í garðinn talaði hann um samsæriskenningar um að New York-háskóli (NYU) væri skálkaskjól fyrir mafíuna. Julie Berman, ljósmyndari sem var að taka myndir af stuðningsfólki og andstæðingum Trump, segir Washington Post að hún hafi séð manninn kveikja í sér. Hann hafi haldið á spjaldi um að Trump og Joe Biden forseti ynnu saman að valdaráni. Þrátt fyrir að uppákoman hafi átt sér stað fyrir utan öryggisgirðingar í kringum dómshúsið ætlar lögreglan að fara yfir viðbúnað þar og meta hvort að takmarka þurfi umferð almennings um garðinn á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stendur. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira
Vitni segja að maðurinn hafi dregið dreifibréf upp úr bakpoka og kastað þeim á jörðina áður en hann helti yfir sig vökva og kveikti í sér í Collect Pond-garðinum gegnt dómshúsinu á Manhattan í dag. Réttarhöld í sakamáli á hendur Trump stóðu þá yfir í dómshúsinu. Almennir borgarar og lögreglumenn hlupu að manninum og notuðu jakka og slökkvitæki þess að að kæfa logana áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn. Fjórir lögreglumenn slösuðust lítillega, að sögn Washington Post. Maðurinn brann í nokkrar mínútur fyrir framan fjölda sjónvarpsupptökuvéla fjölmiðla sem fylgjast með réttarhöldunum yfir fyrrverandi forsetanum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tarik Sheppard, aðstoðarlögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi að maðurinn virtist vera einhvers konar samsæriskenningasinni. Hann hafi ekki virst beina spjótum sínum að Trump eða nokkrum öðrum sem tengist réttarhöldunum. Bensínbrúsi á vettvangi íkveikjunnar í Collect Pond-garðinum á Manhattan. Maðurinn er sagður hafa hellt yfir sig eldsneyti áður en hann lagði eld að sjálfum sér.AP/Mary Altaffer Maðurinn, sem ferðaðist frá heimili sínu í Flórída til New York í vikunni, birti yfirlýsingu á bloggsíðu sinni þar sem hann boðaði að hann ætlaði að kveikja í sér. Þar bað hann vini sína, sjónarvotta og viðbragðsaðila afsökunar. Lýsti hann fyrirætlunum sínum sem öfgakenndum mótmælum gegn því sem hann kallaði margbiljóna dollara svikamyllu auðkýfinga sem væri ætlað að rústa hagkerfi heimsins. Á dreifibréfunum sem hann hafði með sér í garðinn talaði hann um samsæriskenningar um að New York-háskóli (NYU) væri skálkaskjól fyrir mafíuna. Julie Berman, ljósmyndari sem var að taka myndir af stuðningsfólki og andstæðingum Trump, segir Washington Post að hún hafi séð manninn kveikja í sér. Hann hafi haldið á spjaldi um að Trump og Joe Biden forseti ynnu saman að valdaráni. Þrátt fyrir að uppákoman hafi átt sér stað fyrir utan öryggisgirðingar í kringum dómshúsið ætlar lögreglan að fara yfir viðbúnað þar og meta hvort að takmarka þurfi umferð almennings um garðinn á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stendur.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Sjá meira
Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00