Fótbolti

Nagelsmann fram­lengir samning sinn við þýska lands­liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julian Nagelsmann þjálfar þýska landsliðið áfram.
Julian Nagelsmann þjálfar þýska landsliðið áfram. Getty/Boris Streubel

Ekkert verður að því að Julian Nagelsmann taki við Bayern München í sumar því hann hefur fengið nýjan samning hjá þýska knattspyrnusambandinu.

Nagelsmann var bara með samning fram yfir Evrópukeppnina í sumar en nýr samningur hans nær nú yfir heimsmeistaramótið sumarið 2026. Þjóðverjar eru á heimavelli á EM í sumar og liðið hefur spilað mun betur undanfarið eftir mjög slaka byrjun undir stjórn Nagelsmann.

Nagelsmann hafði verið mikið orðaður við sitt gamla starf hjá Bayern en þýska stórliðið leitir að eftirmanni Thomas Tuchel. Nú þurfa Bæjarar að leita annað.

Hinn 36 ára gamli Nagelsmann valdi það að halda áfram með þýska landsliðið.

„Þetta er ákvörðun sem kemur frá hjartanu. Það er mikill heiður að fá að þjálfa þýska landsliðið og fá að vinna með bestu fótboltamönnum þjóðarinnar,“ sagði Nagelsmann í viðtali á heimasíðu þýska sambandsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×