Kennedy-fjölskyldan lýsir yfir stuðningi við Biden Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 23:51 Fulltrúar Kennedy-ættarinnar kynna Joe Biden á kosningafundi í Fíladelfíu í dag. AP/Alex Brandon Að minnsta kosti fimmtán manns úr Kennedy-fjölskyldunni lýstu yfir stuðningi við Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í dag. Það gerðu þeir þrátt fyrir að Robert F. Kennedy yngri sé í framboði. Hópur úr Kennedy-fjölskyldunni frægu kom fram á kosningafundi með Biden í Fíladelfíu í dag. Fjölskyldan hefur verið áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum og Demókrataflokknum um áratugaskeið. John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, og Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra hans, voru ættarlaukarnir en báðir voru myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við viljum gera kýrskýrt að okkur finnst farsælast fyrir Bandaríkin að kjósa aftur Joe Biden og Kamölu Harris til næstu fjögurra ára,“ sagði Kerry Kennedy, dóttir Roberts F. Kennedy. Hún nefndi ekki bróður sinn Robert F. Kennedy yngri á nafn en sagði aðeins tvo frambjóðendur í boði sem hefðu raunverulegan möguleika á sigri, að sögn AP-fréttastofunnar. Bróðir hennar er í framboði sem óháður frambjóðandi. Kennedy yngri naut nokkurar hylli sem baráttumaður fyrir umhverfismálum á sínum tíma en í seinni tíð hefur hann aðhyllst stoðlausar samsæriskenningar um meinta skaðsemi bóluefna, bæði gegn kórónuveirunni og ýmsum sjúkdómum sem ollu mannskaða fyrr á árum. Hann gerði lítið úr stuðningsyfirlýsingu fjölskyldu sinnar við Biden. Fjölskyldan væri klofin í skoðunum sínum en sameinuð í ást sinni. Hann hefur þegar þurft að biðjast afsökunar á auglýsingu sem stuðningshópur hans keypti í hálfleik í sjónvarpsútsendingu frá Ofurskálinni þar sem myndefni af John föðurbróður hans í forsetaframboði var notað. Þá fordæmdu ættingjar Kennedy yngri ummæli sem hann lét falla um að svo virtist sem að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefði verið hannað til þess að leggjast fremur á hvítt og svart fólk en gyðinga eða Kínverja. AP segir að samkoman með Kennedy-fjölskyldunni í dag sýni hversu alvarlega Biden taki þann möguleika að framboð Kennedy yngri taki af honum atkvæði í forsetakosningnum þar sem litlu munar á honum og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Sérfræðingar segja þó ekki ljóst hvort að Kennedy yngri sé líklegri til þess að taka atkvæði af Biden eða Trump. Bernard Tamas, sérfræðingur í framboðum utan stóru flokkanna tveggja, segir AP að Kennedy yngri hafi fátt að bjóða frjálslyndum kjósendum annað en ættarnafnið. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Hópur úr Kennedy-fjölskyldunni frægu kom fram á kosningafundi með Biden í Fíladelfíu í dag. Fjölskyldan hefur verið áhrifamikil í bandarískum stjórnmálum og Demókrataflokknum um áratugaskeið. John F. Kennedy, fyrrverandi forseti, og Robert F. Kennedy, dómsmálaráðherra hans, voru ættarlaukarnir en báðir voru myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við viljum gera kýrskýrt að okkur finnst farsælast fyrir Bandaríkin að kjósa aftur Joe Biden og Kamölu Harris til næstu fjögurra ára,“ sagði Kerry Kennedy, dóttir Roberts F. Kennedy. Hún nefndi ekki bróður sinn Robert F. Kennedy yngri á nafn en sagði aðeins tvo frambjóðendur í boði sem hefðu raunverulegan möguleika á sigri, að sögn AP-fréttastofunnar. Bróðir hennar er í framboði sem óháður frambjóðandi. Kennedy yngri naut nokkurar hylli sem baráttumaður fyrir umhverfismálum á sínum tíma en í seinni tíð hefur hann aðhyllst stoðlausar samsæriskenningar um meinta skaðsemi bóluefna, bæði gegn kórónuveirunni og ýmsum sjúkdómum sem ollu mannskaða fyrr á árum. Hann gerði lítið úr stuðningsyfirlýsingu fjölskyldu sinnar við Biden. Fjölskyldan væri klofin í skoðunum sínum en sameinuð í ást sinni. Hann hefur þegar þurft að biðjast afsökunar á auglýsingu sem stuðningshópur hans keypti í hálfleik í sjónvarpsútsendingu frá Ofurskálinni þar sem myndefni af John föðurbróður hans í forsetaframboði var notað. Þá fordæmdu ættingjar Kennedy yngri ummæli sem hann lét falla um að svo virtist sem að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefði verið hannað til þess að leggjast fremur á hvítt og svart fólk en gyðinga eða Kínverja. AP segir að samkoman með Kennedy-fjölskyldunni í dag sýni hversu alvarlega Biden taki þann möguleika að framboð Kennedy yngri taki af honum atkvæði í forsetakosningnum þar sem litlu munar á honum og Donald Trump, frambjóðanda repúblikana. Sérfræðingar segja þó ekki ljóst hvort að Kennedy yngri sé líklegri til þess að taka atkvæði af Biden eða Trump. Bernard Tamas, sérfræðingur í framboðum utan stóru flokkanna tveggja, segir AP að Kennedy yngri hafi fátt að bjóða frjálslyndum kjósendum annað en ættarnafnið.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Tengdar fréttir Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Sagði SARS-CoV-2 hannaða til að leggjast þyngra á hvíta og svarta Nánir ættingjar forsetaframbjóðandans Robert Kennedy Jr. hafa fordæmt ummæli sem hann lét falla um helgina þess efnis að svo virtist sem SARS-CoV-2 veirunni hefði verið breytt til að leggjast þyngra á hvítt og svart fólk en gyðinga og Kínverja. 18. júlí 2023 07:28