Innlent

Ó­fundin peningataska, aukin spenna í Mið-Austurlöndum og breyting á vaxta­bótum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12.
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12. Vísir

Ein af töskunum sjö sem þjófarnir í Hamraborg höfðu á brott með sér úr sendiferðabíl Öryggismiðstöðvarinnar fyrir tæpum fjórum vikum er ófundin. Sú var stúfull af peningum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna funda í Capri á Ítalíu vegna vaxandi spennustigs í Mið-Austurlöndum. Ísrael gerði í morgun drónaárás á Íran til að hefna fyrir árás Írana fyrir tæpri viku síðan.

Áhrif hlýnunar loftslags á kolefnislosun úr jarðvegi á túndrusvæðum reyndust næstum fjórum sinnum meiri en áður hafði verið áætlað samkvæmt nýrri rannsókn. Í hádegisfréttum verður rætt við prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, sem segir rannsóknina enn eina áminninguna til stjórnvalda að ráðast í aðgerðir til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×