Innlent

Jón Jóns­son kemur nýr inn í stjórn

Atli Ísleifsson skrifar
Ný stjórn UN Women sem tók við á aðalfundi í gær. Á myndina vantar Sævar Helga Bragason og Fidu Abu Libdeh.
Ný stjórn UN Women sem tók við á aðalfundi í gær. Á myndina vantar Sævar Helga Bragason og Fidu Abu Libdeh. Aðsend

Tónlistarmaðurinn Jón Ragnar Jónsson tók í gær sæti í stjórn UN Women á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Hann kemur inn í stjórn í stað Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hverfur úr stjórn eftir fjögurra ára stjórnarsetu.

Í tilkynningu er haft eftir Jóni að það sé mikill heiður að fá að taka þátt í stjórn svo sterkra samtaka. „Ég sem faðir, eiginmaður, sonur og bróðir er spenntur fyrir því að láta gott af mér leiða í jafnréttismálum kvenna og stúlkna um allan heim,“ segir Jón.

Að loknum aðalfundi er stjórn UN Women á Íslandi nú skipuð: Önnu Steinsen, formanni, Ólafi Elínarsyni, Árna Matthíassyni, Áslaugu Evu Björnsdóttur, Jóni Jónssyni, Fidu Abu Libdeh, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Maríu Rún Bjarnadóttur, Sævari Helga Bragasyni og Védísi Drótt Cortez, sem er fulltrúi ungmennaráðs UN Women á Íslandi.

Þá er haft eftir Önnu Steinsen að UN Women á Íslandi sé þakklátt fyrir að Jón Ragnar hafi verið tilbúinn að koma í raðir samtakanna. „Sem fyrirmynd, einarður stuðningsmaður jafnréttismála, og með þekkingu og reynslu í fjármálum sjáum við fyrir okkur að geta nýtt krafta hans vítt og breitt í okkar starfi. Við hlökkum mikið til samstarfsins og horfum fram á ótrúlega spennandi tíma í okkar starfi“ segir Anna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×