Fótbolti

Hjartað var ekki vanda­málið þegar Roma maðurinn hneig niður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Evan Ndicka sést sér borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Roma og Udinese.
Evan Ndicka sést sér borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Roma og Udinese. AP/Andrea Bressanutti

Leik Roma og Udinese í ítölsku deildinni á dögunum var hætt eftir að Roma leikmaðurinn Evan N'Dicka hneig niður og menn óttuðust hið versta.

N'Dicka setti hendina tvisvar á hjartað á sér áður en hann datt niður í grasið en þarna voru sjötíu mínútur af leiknum. Það héldu allir í fyrstu að hann hefði lent í hjartastoppi eins sem er því miður allt of algengt í fótboltanum.

Læknalið Roma kom aðvífandi og hugaði að honum. Hann var síðan fluttur í burtu á börum og á sjúkrahús. Eftir rannsóknir kom í ljós að ekkert var að hjarta N'Dicka. Hann var aftur á mótið með samfallið lunga.

Daniele De Rossi, þjálfari Roma, sagði frá þessu á blaðamannafundi þar sem tilkynnt var að De Rossi yrði áfram þjálfari Rómarliðsins.

„Honum líður vel. Samfallið lunga er mjög sársaukafullt en sem betur fer var hann ekki að glíma við það sem við óttuðust um þegar hann hneig niður,“ sagði De Rossi. TV2 segir frá.

„Við vorum allir sammála því á þeim tíma um að hætta leik. Enginn leikmanna minna vildi hefja leik á ný af því að það óttuðust allir að hjarta hans hefði hætt að slá,“ sagði De Rossi.

Staðan var 1-1 í leiknum þegar leiknum var hætt og síðustu tuttugu mínúturnar verða spilaðar síðar.

Evan Ndicka er 24 ára franskur miðvörður og hann er á sínu fyrsta tímabili með ítalska félaginu eftir að hafa komið þangað frá þýska liðinu Eintracht Frankfurt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×