Enski boltinn

Öruggt hjá Chelsea sem jafnaði City á toppnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kadeisha Buchanan fagnar marki sínu í kvöld.
Kadeisha Buchanan fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Chelsea vann 3-0 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Chelsea er nú jafnt Manchester City á toppi deildarinnar.

Fyrir leikinn í dag var Chelsea í öðru sæti deildarinnar með 43 stig en Manchester City á toppnum með 46 stig. Aston Villa var hins vegar í 7. sætinu.

Leikurinn í kvöld var aðeins fjögurra mínútna gamall þegar Sjoeke Nusken stal lausri sendingu varnarmanns Villa til markvarðarins Anna Leat. Nusken átti skot sem Leat varði en því miður fyrir hana var hún langt fyrir utan vítateig. Leat fékk því rautt spjald og lið Villa því manni færri.

Chelsea nýtti liðsmuninn vel. Aggie Beever-Jones kom liðinu í 1-0 á 15. mínútu og Maika Hamano tvöfaldaði forystuna á 38. mínútu.

Kadeisha Buchanan kom Chelsea í 3-0 í síðari hálfleiknum og það urðu lokatölur leiksins. Chelsea er því komið í toppsæti deildarinnar með jafn mörg stig og Manchester City en er með tveimur mörkum betri markatölu. Það stefnir því allt í æsispennandi lokasprett en fjórar umferðir eru eftir af ensku deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×