Frumskógur bílastæðagjalda og þau hæstu þúsund krónur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2024 21:00 Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. Vísir/Sara Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir villta vestrið ríkja í gjaldtöku á bílastæðum. Neytendur standi frammi fyrir sífellt fleiri greiðslulausnum en engin gildi þó á öllum bílastæðum. Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka málið. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgisvæðingu í gangi á bílastæðamarkaði þar sem sífellt fleiri fyrirtæki reyni að fá bita af kökunni. Oft sé erfitt að fyrir neytendur að glöggva sig á gjaldtökunni, hvað þá ef þeir séu sektaðir. Félagið hafi óskað eftir liðsinni Neytendastofu í málinu. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að mörg fyrirtæki sjá um að rukka inn fyrir bílastæði hér á landi og afar misjafnt er hvað, hvenær og hvernig á að greiða fyrir stæðin. Hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hver sektin er ef fólk greiðir ekki fyrir stæði. Klukkustund á þúsund krónur Við Barónstíg 4 í Reykjavík eru til að mynda tvö gjaldstæði. Annað er við verslunina 10-11 og kostar eitt þúsund krónur á tímann að leggja þar þar. Á sama svæði er annað bílastæði sem er samkvæmt upplýsingum fréttastofu í eigu Íslandshótela. Ólafur Torfason eigandi hótelsins sagði í samtali við fréttastofu vegna málsins að fyrirtækið Green Parking sjái um allan rekstur þess stæðis. Green parking hafi sett upp búnað og sjái um tæknimál. Afnotagjald af stæðinu fari til Green parking og Íslandshótela. Klukkustundin kostar sex hundruð krónur fyrstu þrjá tímanna en eftir það kostar tvö hundruð og fimmtíu krónur að leggja þar. Ólafur segir að þessi nýja lausn hafi skilað hótelinu ánægðari viðskiptavinum. Domus Medica hefur tekið upp gjaldskyldu á Egilsgötu 3 allan sólarhringinn. Það þarf að skanna QR kóða til að fá upplýsingar um hver kostnaðurinn er.Vísir/Arnar Fréttastofa komst líka af því í dag að nokkur gjaldsvæði eru í bílakjallaranum undir og við Hörpu og mismunandi hvaða gjald er tekið ef fólk lendir í vanskilum. Viðamikil rannsókn fram undan Neytendastofa hefur fallist á kröfu FIB um að rannsaka málið. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. „Það sem við getum helst gert er að koma með athugasemdir við upplýsingagjöf. Hvort merkingar séu nógu skýrar, hvort nægar upplýsingar séu um það gjaldtöku og hver sé að rukka. Þetta er frekar viðamikið. Það eru margir aðilar sem sjá um svona rekstur. Í framhaldinu getum við tekið ákvörðun um að banna háttsemina eða að gera kröfu um skýrari merkingar,“ segir Þórunn að lokum. Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir græðgisvæðingu í gangi á bílastæðamarkaði þar sem sífellt fleiri fyrirtæki reyni að fá bita af kökunni. Oft sé erfitt að fyrir neytendur að glöggva sig á gjaldtökunni, hvað þá ef þeir séu sektaðir. Félagið hafi óskað eftir liðsinni Neytendastofu í málinu. Við lauslega rannsókn fréttastofu í dag kom í ljós að mörg fyrirtæki sjá um að rukka inn fyrir bílastæði hér á landi og afar misjafnt er hvað, hvenær og hvernig á að greiða fyrir stæðin. Hvernig upplýsingum er komið á framfæri og hver sektin er ef fólk greiðir ekki fyrir stæði. Klukkustund á þúsund krónur Við Barónstíg 4 í Reykjavík eru til að mynda tvö gjaldstæði. Annað er við verslunina 10-11 og kostar eitt þúsund krónur á tímann að leggja þar þar. Á sama svæði er annað bílastæði sem er samkvæmt upplýsingum fréttastofu í eigu Íslandshótela. Ólafur Torfason eigandi hótelsins sagði í samtali við fréttastofu vegna málsins að fyrirtækið Green Parking sjái um allan rekstur þess stæðis. Green parking hafi sett upp búnað og sjái um tæknimál. Afnotagjald af stæðinu fari til Green parking og Íslandshótela. Klukkustundin kostar sex hundruð krónur fyrstu þrjá tímanna en eftir það kostar tvö hundruð og fimmtíu krónur að leggja þar. Ólafur segir að þessi nýja lausn hafi skilað hótelinu ánægðari viðskiptavinum. Domus Medica hefur tekið upp gjaldskyldu á Egilsgötu 3 allan sólarhringinn. Það þarf að skanna QR kóða til að fá upplýsingar um hver kostnaðurinn er.Vísir/Arnar Fréttastofa komst líka af því í dag að nokkur gjaldsvæði eru í bílakjallaranum undir og við Hörpu og mismunandi hvaða gjald er tekið ef fólk lendir í vanskilum. Viðamikil rannsókn fram undan Neytendastofa hefur fallist á kröfu FIB um að rannsaka málið. Þórunn Anna Árnadóttir forstjóri Neytendastofu segir málið viðamikið og því muni taka tíma að fá niðurstöðu úr því. „Það sem við getum helst gert er að koma með athugasemdir við upplýsingagjöf. Hvort merkingar séu nógu skýrar, hvort nægar upplýsingar séu um það gjaldtöku og hver sé að rukka. Þetta er frekar viðamikið. Það eru margir aðilar sem sjá um svona rekstur. Í framhaldinu getum við tekið ákvörðun um að banna háttsemina eða að gera kröfu um skýrari merkingar,“ segir Þórunn að lokum. Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira