Villta vestrið í gjaldtöku bílastæða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. apríl 2024 13:01 Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FIB segir villta vestrið í gjaldtöku bílastæða. Þá sé refsigleðinn ótamin og erfitt fyrir neyendur að átta sig á af hverju verið sé að senda rukkanir í heimabanka. Vísir Neytendastofa hefur ákveðið að rannsaka gjaldtöku á bílstæðum eftir að FIB benti á ófremdarástand á markaðnum. Framkvæmdastjóri félagsins segir neytendur verða fyrir barðinu á græðgisvæðingu og frumskógi innheimtuleiða. Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýnir í nýjasta tölublaði sínu að Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafi að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað þau, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Þá lykti gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum af græðgi. Loks er bent á að of mörg bílastæðafyrirtæki og flækjur geti valdið bílaeigendum tjóni. Félagið kvartaði til Neytendastofu vegna ástandsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri. „Neytendastofa er búin að staðfesta móttöku og okkur skilst að það sé farin rannsókn í gang,“ segir Runólfur. Mikið flækjustig fyrir neytendur Smáforritum, sem taka við greiðslum þegar fólk leggur bílum sínum hefur fjölgað mikið. Hægt er að telja upp forrit eins og P- Bílastæðasjóð, Parka, Easy park, Green parking, My parking, Stefnu, Check-it og Autopay. Runólfur segir mikið flækjustig í gangi á þessum markaði. „Það er ekkert regluverk varðandi hámark gjalda. Sumstaðar er fólk í algjörri óvissu á hvaða gjaldsvæði það er á. Fólk hefur t.d. lent í vandræðum í stæðunum undir Hörpu, Hafnartorgi og Landsbankanum. Þar er sitt hvor rekstraraðili. Fólk er svo í grandaleysi rukkað um 4.500 kr. refsigjald eða þaðan af hærri upphæð fyrir að hafa ekki borgað í stæði. Þó fólk hafi verið í góðri trú að hafa greitt en það merkti þá ekki við rétt stæði. Sama á við víða um bæinn í þessum app-lausnum ýmissa bílastæðafyrirtækja. Þar kemur kannski fyrst upp stæði sem viðkomandi er ekki í. Það er svo rukkað refsigjald af því það greiddi ekki fyrir rétt stæði,“ segir Runólfur. Hið opinbera bregst Hann segir að það hefði þurft mun skýrara regluverk utan um gjaldtökuna og innheimtu á sektum. „Allir aðilar hafa verið að tala um að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar. Við gagnrýnum aðhalds-, og aðgerðarleysi hins opinbera. Það hefur valdið vonbrigðum. Við hvetjum enn og aftur aðila eins og innviðaráðuneytið, Samgöngustofu og Neytendastofu að vera á tánum varðandi þessa þróun,“ segir Runólfur að lokum. Bílastæði Bílar Bílaleigur Neytendur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeiganda gagnrýnir í nýjasta tölublaði sínu að Reykjavíkurborg og einkafyrirtæki hafi að undanförnu stóraukið gjaldtöku fyrir bílastæði, stækkað þau, lengt gjaldtökutíma og sett upp ný. Þá lykti gjaldtaka á sumum nýlegum bílastæðum af græðgi. Loks er bent á að of mörg bílastæðafyrirtæki og flækjur geti valdið bílaeigendum tjóni. Félagið kvartaði til Neytendastofu vegna ástandsins. Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri. „Neytendastofa er búin að staðfesta móttöku og okkur skilst að það sé farin rannsókn í gang,“ segir Runólfur. Mikið flækjustig fyrir neytendur Smáforritum, sem taka við greiðslum þegar fólk leggur bílum sínum hefur fjölgað mikið. Hægt er að telja upp forrit eins og P- Bílastæðasjóð, Parka, Easy park, Green parking, My parking, Stefnu, Check-it og Autopay. Runólfur segir mikið flækjustig í gangi á þessum markaði. „Það er ekkert regluverk varðandi hámark gjalda. Sumstaðar er fólk í algjörri óvissu á hvaða gjaldsvæði það er á. Fólk hefur t.d. lent í vandræðum í stæðunum undir Hörpu, Hafnartorgi og Landsbankanum. Þar er sitt hvor rekstraraðili. Fólk er svo í grandaleysi rukkað um 4.500 kr. refsigjald eða þaðan af hærri upphæð fyrir að hafa ekki borgað í stæði. Þó fólk hafi verið í góðri trú að hafa greitt en það merkti þá ekki við rétt stæði. Sama á við víða um bæinn í þessum app-lausnum ýmissa bílastæðafyrirtækja. Þar kemur kannski fyrst upp stæði sem viðkomandi er ekki í. Það er svo rukkað refsigjald af því það greiddi ekki fyrir rétt stæði,“ segir Runólfur. Hið opinbera bregst Hann segir að það hefði þurft mun skýrara regluverk utan um gjaldtökuna og innheimtu á sektum. „Allir aðilar hafa verið að tala um að þetta sé eitthvað sem þurfi að skoða nánar. Við gagnrýnum aðhalds-, og aðgerðarleysi hins opinbera. Það hefur valdið vonbrigðum. Við hvetjum enn og aftur aðila eins og innviðaráðuneytið, Samgöngustofu og Neytendastofu að vera á tánum varðandi þessa þróun,“ segir Runólfur að lokum.
Bílastæði Bílar Bílaleigur Neytendur Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent