Þingforsetinn segist ekki ætla að fara fet Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 15:34 Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ræðir við fréttamenn í gær. Hann er á milli steins og sleggju í flokki sem er ekki sammála um stuðning við bandalagsþjóðina Úkraínu. AP/J. Scott Applewhite Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafnaði því að segja af sér og ítrekaði vilja sinn til þess að afgreiða frumvörp um aðstoð við Úkraínu, Ísrael og fleiri bandamenn í gær. Þrýstingur á Johnson innan eigin þingflokks eykst. Róstursamt hefur verið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá því repúblikanar náðu meirihluta þar í þingkosningunum 2022. Vegna þess hversu naumur meirihlutinn er hefur tiltölulega fámennur hópur þingmanna af ysta hægri jaðri flokksins haft tangarhald á forystu þingflokksins. Hópnum tókst meðal annars að fá Kevin McCarthy, þáverandi leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, til þess að fallast á að veita hverjum og einum þingmanni vald til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um vantraust á forseta deildinnar gegn því að hann fengi brautargengi sem forseti. Þingmenn hópsins nýttu sér síðar ákvæðið til þess að losa sig við McCarthy þegar þeim fannst hann ganga of langt í að miðla málum við demókrata. Johnson er þriðji forseti deildarinnar frá því í byrjun síðasta árs en framtíð hans virðist nú einnig hanga á bláþræði. Marjorie Taylor Greene, áhrifamikill þingmaður og bandamaður Donalds Trump, hefur þegar lagt fram tillögu um að reka Johnson úr embætti þingforseta. Nýr stuðningsmaður við vantrauststillögu Ákvörðun Johnson um að reyna að koma í gegn frumvörpum um aðstoð við Úkraínu, Ísrael og fleiri bandalagsríki sem hann hefur látið sitja á hakanum um margra vikna skeið hefur ekki aukið vinsældir hans í ákveðnum kreðsum þingflokksins. Johnson þarf að treysta á stuðning demókrata til þess að koma málunum í gegn. Sumir repúblikanar eru sagðir ævareiðir yfir því að Johnson ætli ekki að skilyrða stuðning við erlend ríki við samþykkt herts eftirlits á landamærunum á Mexíkó. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu þverpólitískt frumvarp um það í vetur eftir að Trump lagðist gegn því. Thomas Massie, þingmaður repúblikana frá Kentucky, lýsti yfir stuðningi við tillögu Greene á fundi þingflokksins í gær og lagði til að Johnson segði sjálfur af sér frekar en til atkvæðagreiðslu í þinginu kæmi. I just told Mike Johnson in conference that I m cosponsoring the Motion to Vacate that was introduced by @RepMTG.He should pre-announce his resignation (as Boehner did), so we can pick a new Speaker without ever being without a GOP Speaker.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 16, 2024 Johnson virtist ekki af baki dottinn þegar hann ræddi við fréttamenn eftir átakafundinn í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég ætla ekki að segja af mér,“ sagði Johnson og sagði tillöguna um að fella sig fráleita. House Speaker Mike Johnson pushed back against mounting Republican anger over his proposed U.S. aid package for Ukraine, Israel and other allies, rejecting a call that he step down from office. pic.twitter.com/Ssm7ey8X37— The Associated Press (@AP) April 16, 2024 Washington Post segir hins vegar að stuðningur Massie við tillögu Greene þýði að flokkssystki þeirra taki hana alvarlegar en áður. Greene þarf núna aðeins stuðnings eins repúblikana til viðbótar við að setja Johnson af ef hann vill ekki þurfa að reiða sig á stuðning demókrata til að standa af sér vantraust. Repúblikanar hafa aðeins tveggja sæta meirihluta í deildinni. „Þetta verður tekið fyrir og hann mun tapa atkvæðagreiðslunni,“ segir Massie. Jafnvel þótt Johnson lifði af með stuðningi demókrata yrði staða hans í eigin flokki enn veikari en áður. Óljóst er hver afdrif frumvarpanna sem Johnson er með í smíðum verða. Enn hafa engin drög verið lög fram þrátt fyrir að Johnson hafi boðað birtingu þeirra í gær. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Ísrael Tengdar fréttir Johnson leitaði á náðir Trumps Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, leitaði í gær á náðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt í miklu basli með þingflokk sinn sem hefur mjög nauman meirihluta á þingi og nánir stuðningsmenn Trumps hafa unnið gegn honum. 13. apríl 2024 17:04 Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. 9. apríl 2024 08:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Róstursamt hefur verið í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá því repúblikanar náðu meirihluta þar í þingkosningunum 2022. Vegna þess hversu naumur meirihlutinn er hefur tiltölulega fámennur hópur þingmanna af ysta hægri jaðri flokksins haft tangarhald á forystu þingflokksins. Hópnum tókst meðal annars að fá Kevin McCarthy, þáverandi leiðtoga flokksins í fulltrúadeildinni, til þess að fallast á að veita hverjum og einum þingmanni vald til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu um vantraust á forseta deildinnar gegn því að hann fengi brautargengi sem forseti. Þingmenn hópsins nýttu sér síðar ákvæðið til þess að losa sig við McCarthy þegar þeim fannst hann ganga of langt í að miðla málum við demókrata. Johnson er þriðji forseti deildarinnar frá því í byrjun síðasta árs en framtíð hans virðist nú einnig hanga á bláþræði. Marjorie Taylor Greene, áhrifamikill þingmaður og bandamaður Donalds Trump, hefur þegar lagt fram tillögu um að reka Johnson úr embætti þingforseta. Nýr stuðningsmaður við vantrauststillögu Ákvörðun Johnson um að reyna að koma í gegn frumvörpum um aðstoð við Úkraínu, Ísrael og fleiri bandalagsríki sem hann hefur látið sitja á hakanum um margra vikna skeið hefur ekki aukið vinsældir hans í ákveðnum kreðsum þingflokksins. Johnson þarf að treysta á stuðning demókrata til þess að koma málunum í gegn. Sumir repúblikanar eru sagðir ævareiðir yfir því að Johnson ætli ekki að skilyrða stuðning við erlend ríki við samþykkt herts eftirlits á landamærunum á Mexíkó. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu þverpólitískt frumvarp um það í vetur eftir að Trump lagðist gegn því. Thomas Massie, þingmaður repúblikana frá Kentucky, lýsti yfir stuðningi við tillögu Greene á fundi þingflokksins í gær og lagði til að Johnson segði sjálfur af sér frekar en til atkvæðagreiðslu í þinginu kæmi. I just told Mike Johnson in conference that I m cosponsoring the Motion to Vacate that was introduced by @RepMTG.He should pre-announce his resignation (as Boehner did), so we can pick a new Speaker without ever being without a GOP Speaker.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 16, 2024 Johnson virtist ekki af baki dottinn þegar hann ræddi við fréttamenn eftir átakafundinn í gær, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég ætla ekki að segja af mér,“ sagði Johnson og sagði tillöguna um að fella sig fráleita. House Speaker Mike Johnson pushed back against mounting Republican anger over his proposed U.S. aid package for Ukraine, Israel and other allies, rejecting a call that he step down from office. pic.twitter.com/Ssm7ey8X37— The Associated Press (@AP) April 16, 2024 Washington Post segir hins vegar að stuðningur Massie við tillögu Greene þýði að flokkssystki þeirra taki hana alvarlegar en áður. Greene þarf núna aðeins stuðnings eins repúblikana til viðbótar við að setja Johnson af ef hann vill ekki þurfa að reiða sig á stuðning demókrata til að standa af sér vantraust. Repúblikanar hafa aðeins tveggja sæta meirihluta í deildinni. „Þetta verður tekið fyrir og hann mun tapa atkvæðagreiðslunni,“ segir Massie. Jafnvel þótt Johnson lifði af með stuðningi demókrata yrði staða hans í eigin flokki enn veikari en áður. Óljóst er hver afdrif frumvarpanna sem Johnson er með í smíðum verða. Enn hafa engin drög verið lög fram þrátt fyrir að Johnson hafi boðað birtingu þeirra í gær.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Ísrael Tengdar fréttir Johnson leitaði á náðir Trumps Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, leitaði í gær á náðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt í miklu basli með þingflokk sinn sem hefur mjög nauman meirihluta á þingi og nánir stuðningsmenn Trumps hafa unnið gegn honum. 13. apríl 2024 17:04 Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. 9. apríl 2024 08:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Johnson leitaði á náðir Trumps Mike Johnson, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, leitaði í gær á náðir Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins. Johnson hefur átt í miklu basli með þingflokk sinn sem hefur mjög nauman meirihluta á þingi og nánir stuðningsmenn Trumps hafa unnið gegn honum. 13. apríl 2024 17:04
Erfiðir dagar í vændum á óreiðukenndu þingi Bandarískir þingmenn snúa aftur úr tveggja vikna páskafríi í dag, þriðjudag, en þeir standa frammi fyrir þó nokkrum umdeildum og erfiðum málum. Óreiða hefur einkennt þingið þetta kjörtímabil og þá sérstaklega í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanaflokkurinn hefur haft nauman og minnkandi meirihluta. 9. apríl 2024 08:00