Erlent

Mann­skæð loft­á­rás Rússa í Norður-Úkraínu

Kjartan Kjartansson skrifar
Blóð á götunni við bíl sem skemmdist í flugskeytaárás á Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun.
Blóð á götunni við bíl sem skemmdist í flugskeytaárás á Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. AP/neyðarþjónusta Úkraínu

Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum.

Að minnsta kosti 61 er særður, þar á meðal tvö börn, að sögn viðbragðsaðila í úkraínsku borginni nærri landamærunum að Rússlandi og Hvíta-Rússlandi. Um 250.000 manns búa í borginni. 

AP-fréttastofan segir að flugskeytin hafi hæft átta hæða íbúðarblokk. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Oleksíj Kuleba, aðstoðarskrifstofustjóra forsetaskrifstofu Úkraínu, að fjórar blokkir, sjúkrahús, tugir bílar og æðri menntastofnun hafi orðið fyrir skemmdum í árásinni. Enn sé leitað að fólki í rústunum.

Árásin er sögð hafa átt sér stað örfáum klukkustundum eftir fréttir af ætlaðri loftárás Úkraínumanna á herflugvöll hernámsliðs Rússa á Krímskaga. Staðfestar fregnir af henni hafa enn ekki borist.

Volodýmýr Selenskíj Úkraínuforseti sagði að árásin á Tsjérnihiv hefði ekki átt sér stað Úkraínumenn hefðu fengið viðhlýtandi loftvarnarbúnað frá vestrænum bandamönnum sínum. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa haldið frekari hernaðaraðstoð til Úkraínu í gíslinu undanfarnar vikur og mánuði.

Hluti Tsjérnihiv-héraðs var hertekinn við upphaf innrásar Rússa í febrúar 2022. Sjö manns féllu í flugskeytaárás á leikhús í borginni í ágúst. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×