Ætla prófa að refsa markvörðum með innköstum eða hornspyrnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2024 14:30 Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, með boltann. Getty/Robbie Jay Barratt Reglugerðarsamband fótboltans, International Football Association Board, skammstafað IFAB, er alltaf að leita leiða til að útrýma leiktöfum úr fótboltanum. Nú eru nýjar hugmyndir að komast á næsta stig. Strangari reglur og fleiri gul spjöld fara á loft til að vinna á móti freistingum leikmanna til að reyna að tefja leikinn. Nú er komin fram enn ein hugmyndin að tilraunaverkefni í þá átt en þessi snýr að því að koma í veg fyrir leiktafir markvarðanna sjálfra. ESPN fjallar um þetta. Tvær refsingar eru í boði fyrir nýtt tilraunaverkefni. Það er að mótherjarnir fái annað hvort innkast eða hornspyrnu verði markvörðurinn uppvís að því að taka sér of langan tíma að sparka boltanum í leik. Tilraunin mun standa yfir á 2024-25 tímabilinu og árangurinn af því verður síðan grannskoðaður á fundi IFAB í lok næsta árs. Ef að þessi tilraun gengur vel þá gæti þessi reglubreyting tekið gildi að full fyrir 2026-27 tímabilið. Markmenn mega ekki halda boltanum lengur en í sex sekúndur samkvæmt reglunum og brjóti þeir þessa reglu þá á að dæma á þá óbeina aukaspyrnu þar sem þeir stóðu með boltann þegar dómarinn flautaði. Í ljós hefur komið að dómarar hafa verið hikandi í því að dæma á markverði vegna þess að það er svo hörð refsing að dæma á þá aukaspyrnu í eigin vítateig. Markverðir hafa því gengið á lagið og eru oft miklu lengur með boltann en sex sekúndur. Það er samt vilji hjá IFAB að þvinga þá til að koma boltanum í leik sem fyrst í stað þess að tefja. Því er ætlunin að prófa það að herða eftirlit dómara með sex sekúndunum en um leið refsa markvörðunum ekki með aukaspyrnu heldur með annað hvort innkasti við vítateiginn eða með hornspyrnu. Sick of keepers holding the ball for 30-40 seconds to waste time or slow down play?The [unenforced] law says a keeper can only hold the ball for 6 seconds. Any longer and it's an indirect FK to the opposition.We now have details of The IFAB trial to change it.Thread. pic.twitter.com/vo7tDs5mW8— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) April 16, 2024 Fótbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Sjá meira
Strangari reglur og fleiri gul spjöld fara á loft til að vinna á móti freistingum leikmanna til að reyna að tefja leikinn. Nú er komin fram enn ein hugmyndin að tilraunaverkefni í þá átt en þessi snýr að því að koma í veg fyrir leiktafir markvarðanna sjálfra. ESPN fjallar um þetta. Tvær refsingar eru í boði fyrir nýtt tilraunaverkefni. Það er að mótherjarnir fái annað hvort innkast eða hornspyrnu verði markvörðurinn uppvís að því að taka sér of langan tíma að sparka boltanum í leik. Tilraunin mun standa yfir á 2024-25 tímabilinu og árangurinn af því verður síðan grannskoðaður á fundi IFAB í lok næsta árs. Ef að þessi tilraun gengur vel þá gæti þessi reglubreyting tekið gildi að full fyrir 2026-27 tímabilið. Markmenn mega ekki halda boltanum lengur en í sex sekúndur samkvæmt reglunum og brjóti þeir þessa reglu þá á að dæma á þá óbeina aukaspyrnu þar sem þeir stóðu með boltann þegar dómarinn flautaði. Í ljós hefur komið að dómarar hafa verið hikandi í því að dæma á markverði vegna þess að það er svo hörð refsing að dæma á þá aukaspyrnu í eigin vítateig. Markverðir hafa því gengið á lagið og eru oft miklu lengur með boltann en sex sekúndur. Það er samt vilji hjá IFAB að þvinga þá til að koma boltanum í leik sem fyrst í stað þess að tefja. Því er ætlunin að prófa það að herða eftirlit dómara með sex sekúndunum en um leið refsa markvörðunum ekki með aukaspyrnu heldur með annað hvort innkasti við vítateiginn eða með hornspyrnu. Sick of keepers holding the ball for 30-40 seconds to waste time or slow down play?The [unenforced] law says a keeper can only hold the ball for 6 seconds. Any longer and it's an indirect FK to the opposition.We now have details of The IFAB trial to change it.Thread. pic.twitter.com/vo7tDs5mW8— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) April 16, 2024
Fótbolti Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Sjá meira