Innlent

Bein út­sending: Sigurður Ingi kynnir fjár­mála­á­ætlun 2025-2029

Kjartan Kjartansson og Atli Ísleifsson skrifa
Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun kynna fjármálaáætlun fyrir 2025 til 2029 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 9:00.

Hægt verður að fylgjast með kynningu ráðherrans í spilaranum og vaktinni að neðan.

Fjármálaáætlun er lögð fram árlega og byggir á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Í fjármálaáætluninni er sett fram greining á stöðu og horfum í efnahagsmálum og fjármálum opinberra aðila ásamt markmiðum og áætlunum um framvinduna í fjármálum ríkis, sveitarfélaga og félaga í þeirra eigu. Fjármálaáætlunin felur þannig í sér frekari útfærslu á markmiðum fjármálastefnunnar og nánari stefnumörkun um þróun tekna, gjalda og efnahags opinberra aðila.

Hægt er að fylgjast með kynningu ráðherra í spilaranum og í vaktinni að neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×