Leikmenn víðsvegar um Brasilíu mótmæltu endurkomu Lima á hliðarlínuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2024 06:30 Leikmenn hinna ýmsu liða voru ekki sáttir með endurkomu Lima. SportTV/Santos Kleiton Lima, þjálfari kvennaliðs Santos í knattspyrnu, var í september sendur í ótímabundið leyfi á meðan félagið rannsakaði ásakanir á hendur honum. Hann sneri til baka um liðna helgi við litla hrifningu hinna ýmsu leikmanna brasilísku deildarinnar. Hinn 49 ára gamli Lima hefur starfað sem þjálfari í 25 ár. Í september birti brasilíski fjölmiðillinn Globo Ge fjölda nafnlausra bréfa þar sem alls 19 leikmenn ásökuðu Lima um stöðuga áreitni (e. harrassment). Þjálfarinn var settur til hliðar á meðan Santos rannskaði málið. Lima sneri svo aftur á hliðarlínuna þegar Santos mætti Corinthians á föstudagskvöld. Leikmenn Corinthias mótmæltu því með að setja hendur fyrir munn sinn þegar liðin voru kynnt til leiks. BRAZILIAN WOMEN PROTEST COACH S RETURN Players across Brazilian top flight covered their mouth to mark the return of Kleiton Lima, the Santos manager who was allowed to return despite 19 complaints of harassment. Great reporting, @dibradoras. pic.twitter.com/fQ0F1CApXr— The Women's Game (@WomensGameMIB) April 13, 2024 Álíka mótmæli áttu sér stað milli Avai Kindermann og Palmeiras. Lið Santos lét þó vera að mótmæla þjálfara sínum. Í frétt enska miðilsins Daily Mail segir Santos að það hafi sýnt og sannað að ásakanirnar séu einfaldlega ekki sannar. Þær sem hafa kvartað segja hins vegar Santos ekki hafa haft samband við sig meðan mál Lima var til rannsóknar. Hvað leikinn á föstudag varðar þá vann Corinthians 3-1 sigur og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fimm umferðir. Santos hefur tapað þremur leikjum í röð. Fótbolti Brasilía Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Hinn 49 ára gamli Lima hefur starfað sem þjálfari í 25 ár. Í september birti brasilíski fjölmiðillinn Globo Ge fjölda nafnlausra bréfa þar sem alls 19 leikmenn ásökuðu Lima um stöðuga áreitni (e. harrassment). Þjálfarinn var settur til hliðar á meðan Santos rannskaði málið. Lima sneri svo aftur á hliðarlínuna þegar Santos mætti Corinthians á föstudagskvöld. Leikmenn Corinthias mótmæltu því með að setja hendur fyrir munn sinn þegar liðin voru kynnt til leiks. BRAZILIAN WOMEN PROTEST COACH S RETURN Players across Brazilian top flight covered their mouth to mark the return of Kleiton Lima, the Santos manager who was allowed to return despite 19 complaints of harassment. Great reporting, @dibradoras. pic.twitter.com/fQ0F1CApXr— The Women's Game (@WomensGameMIB) April 13, 2024 Álíka mótmæli áttu sér stað milli Avai Kindermann og Palmeiras. Lið Santos lét þó vera að mótmæla þjálfara sínum. Í frétt enska miðilsins Daily Mail segir Santos að það hafi sýnt og sannað að ásakanirnar séu einfaldlega ekki sannar. Þær sem hafa kvartað segja hins vegar Santos ekki hafa haft samband við sig meðan mál Lima var til rannsóknar. Hvað leikinn á föstudag varðar þá vann Corinthians 3-1 sigur og er sem fyrr með fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir fimm umferðir. Santos hefur tapað þremur leikjum í röð.
Fótbolti Brasilía Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira