Leverkusen Þýskalandsmeistari í fyrsta sinn eftir stórsigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2024 17:42 Fagnaðarlætin voru skiljanlega gríðarleg. Andreas Rentz/Getty Images Það var ekki að sjá að taugarnar hafi náð til Bayer Leverkusen en liðið vann 5-0 stórsigur í dag og tryggði sér um leið sinn fyrsta Þýskalandsmeistaratitil í knattspyrnu. Lærisveinar Xabi Alonso hafa verið óstöðvandi á leiktíðinni og segja má að Werder Bremen hafi verið sem lömb leidd til slátrunar. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði Victor Boniface úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir klukkustund tvöfaldaði Granit Xhaka forystu Leverkusen, Boniface með stoðsendinguna að þessu sinni. Eftir það var komið að Florian Wirtz. Hann skoraði sitt fyrsta mark og þriðja mark Leverkusen á 68. mínútu. Á 83. mínútu bætti hann við öðru marki sínu og 4. marki heimamanna. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem hann fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur 5-0 og Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem annað lið en Bayern München verður meistari í Þýskalandi. History.Bayer 04 Leverkusen are German campions for the first ever timeBayern Munich s 11-year dominance of the #Bundesliga is broken by Xabi Alonso s Werkself. pic.twitter.com/ajpZdgH2Rj— Matt Ford (@matt_4d) April 14, 2024 Es gibt kein Halten mehr! #ForOurDream #Winnerkusen #DeutscherMeisterSVB #B04SVW 5:0 | #Bayer04 | #Werkself pic.twitter.com/oUTiPV3uz3— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 14, 2024 Leverkusen er með 79 stig að loknum 29 leikjum en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni. Bæjarar koma þar á eftir með 63 stig líkt og Stuttgart. RB Leipzig og Borussia Dortmund eru svo með 56 stig og í harðri baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið. Xabi Alonso hefur náð ótrúlegum árangri sem þjálfari Leverkusen en hann tók við liðinu á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að vera gríðarlega eftirsóttur hefur hann ákveðið að taka annað tímabil með félaginu. Virðist ætla að verða jafn sigursæll sem þjálfari og hann var sem leikmaður.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
Lærisveinar Xabi Alonso hafa verið óstöðvandi á leiktíðinni og segja má að Werder Bremen hafi verið sem lömb leidd til slátrunar. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en það gerði Victor Boniface úr vítaspyrnu á 25. mínútu. Eftir klukkustund tvöfaldaði Granit Xhaka forystu Leverkusen, Boniface með stoðsendinguna að þessu sinni. Eftir það var komið að Florian Wirtz. Hann skoraði sitt fyrsta mark og þriðja mark Leverkusen á 68. mínútu. Á 83. mínútu bætti hann við öðru marki sínu og 4. marki heimamanna. Það var svo á lokamínútu venjulegs leiktíma sem hann fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur 5-0 og Leverkusen þýskur meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2012 sem annað lið en Bayern München verður meistari í Þýskalandi. History.Bayer 04 Leverkusen are German campions for the first ever timeBayern Munich s 11-year dominance of the #Bundesliga is broken by Xabi Alonso s Werkself. pic.twitter.com/ajpZdgH2Rj— Matt Ford (@matt_4d) April 14, 2024 Es gibt kein Halten mehr! #ForOurDream #Winnerkusen #DeutscherMeisterSVB #B04SVW 5:0 | #Bayer04 | #Werkself pic.twitter.com/oUTiPV3uz3— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 14, 2024 Leverkusen er með 79 stig að loknum 29 leikjum en liðið hefur ekki enn tapað leik í deildinni. Bæjarar koma þar á eftir með 63 stig líkt og Stuttgart. RB Leipzig og Borussia Dortmund eru svo með 56 stig og í harðri baráttu um síðasta Meistaradeildarsætið. Xabi Alonso hefur náð ótrúlegum árangri sem þjálfari Leverkusen en hann tók við liðinu á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að vera gríðarlega eftirsóttur hefur hann ákveðið að taka annað tímabil með félaginu. Virðist ætla að verða jafn sigursæll sem þjálfari og hann var sem leikmaður.EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira