Sjóræningjar fengu sjö hundruð milljónir í lausnargjald Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2024 13:47 Tilraunum til sjórána hefur farið fjölgandi undan ströndum Sómalíu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Camille Delbos Sómalskir sjórængingjar hafa sleppt 23 manna áhöfn skipsins MV Abdullah úr haldi og leyft þeim að sigla á brott á skipinu eftir að þeir fengu fimm milljón dala greiðslu í lausnargjald. Umsvif sjóræningjanna eru að aukast á ný eftir að lítið hefur á þeim borið í nokkur ár. Fimm milljónir dala samsvara um 710 milljónum króna. Í samtali við blaðamann Reuters segja tveir sjóræningjar að þeir hafi fengið peningana á laugardaginn. Fyrst hafi þeir gengið úr skugga um að peningarnir væru raunverulegir og upphæðin rétt, því næst hafi fengnum verið skipt niður milli þeirra sem komu að sjóráninu og áhöfninni sleppt. Sjóræningjarnir réðust um borð í skipið út á rúmsjó í síðasta mánuði en þá var verið að sigla því frá Mósambík til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin átti sér stað um sex hundruð sjómílur austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem samsvarar rúmlega ellefu hundruð kílómetrum. Sjóræningjar ollu miklum usla undan ströndum Sómalíu frá 2008 til 2018 en ekki hefur borið mikið á þeim á undanförnum árum, samhliða því að Vesturlönd fóru að senda herskip á svæðið. Það breyttist þó í fyrra þegar sjóræningjar frá Sómalíu fóru aftur á kreik. Sérfræðingar segja í samtali við Reuters að sjóræningjarnir séu að nýta sér óreiðuna á svæðinu vegna stríðsins á Gasaströndinni og árása Húta í Jemen á flutningaskip á Rauðahafi og Adenflóa. Hér má sjá kort frá International Maritime Bureau af tilraunum til sjórána á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.IMB Deild Alþjóðaverslunarráðsins sem fjallar um fragtflutninga á heimsvísu birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um áhyggjur af auknum umsvifum sjóræningja frá Sómalíu. Þar kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi sjóræningjar 33 sinnum reynt að taka skip í heiminum. Það heppnaðist þó eingöngu einu sinni og næstum því tvisvar. Annað þeirra tilfella var þegar MV Abdullah var rænt. Í hinu tilfellinu komu indverskir sjóliðar áhöfn flutningaskips sem hafði verið rænt til bjargar. Í áhlaupi á skipið handsömuðu þeir 35 sjóræningja og björguðu 21 úr áhöfn skipsins. Sómalía Skipaflutningar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Fimm milljónir dala samsvara um 710 milljónum króna. Í samtali við blaðamann Reuters segja tveir sjóræningjar að þeir hafi fengið peningana á laugardaginn. Fyrst hafi þeir gengið úr skugga um að peningarnir væru raunverulegir og upphæðin rétt, því næst hafi fengnum verið skipt niður milli þeirra sem komu að sjóráninu og áhöfninni sleppt. Sjóræningjarnir réðust um borð í skipið út á rúmsjó í síðasta mánuði en þá var verið að sigla því frá Mósambík til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Árásin átti sér stað um sex hundruð sjómílur austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, sem samsvarar rúmlega ellefu hundruð kílómetrum. Sjóræningjar ollu miklum usla undan ströndum Sómalíu frá 2008 til 2018 en ekki hefur borið mikið á þeim á undanförnum árum, samhliða því að Vesturlönd fóru að senda herskip á svæðið. Það breyttist þó í fyrra þegar sjóræningjar frá Sómalíu fóru aftur á kreik. Sérfræðingar segja í samtali við Reuters að sjóræningjarnir séu að nýta sér óreiðuna á svæðinu vegna stríðsins á Gasaströndinni og árása Húta í Jemen á flutningaskip á Rauðahafi og Adenflóa. Hér má sjá kort frá International Maritime Bureau af tilraunum til sjórána á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.IMB Deild Alþjóðaverslunarráðsins sem fjallar um fragtflutninga á heimsvísu birti á dögunum skýrslu þar sem fjallað er um áhyggjur af auknum umsvifum sjóræningja frá Sómalíu. Þar kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafi sjóræningjar 33 sinnum reynt að taka skip í heiminum. Það heppnaðist þó eingöngu einu sinni og næstum því tvisvar. Annað þeirra tilfella var þegar MV Abdullah var rænt. Í hinu tilfellinu komu indverskir sjóliðar áhöfn flutningaskips sem hafði verið rænt til bjargar. Í áhlaupi á skipið handsömuðu þeir 35 sjóræningja og björguðu 21 úr áhöfn skipsins.
Sómalía Skipaflutningar Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“