Fótbolti

Dramatík á loka­mínútunum í fyrstu um­ferð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
KIF Örebro
KIF Örebro KIF Örebro / kiforebro.se

Sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu, Damallsvenskan, fór af stað með látum í dag. 

Íslendingarnir í Örebro voru allar í byrjunarliðinu í 0-1 tapi gegn Hammarby. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ein þriggja miðvarða, Bergþóra Sól Ásmundsdóttir í vinstri vængbakverði og Katla María Þórðardóttir á miðjunni. 

Allt stefndi í markalaust jafntefli en Emilie Joramo skoraði á fimmtu mínútu uppbótartíma og tryggði gestunum sigur. 

Dramatíkin var enn meiri í leik BK Hacken og Norrköping. Lokatölur 4-3 sigur BK Hacken, þær voru 2-3 undir en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma, ótrúleg endurkoma. 

Önnur úrslit í sænsku úrvalsdeildinni

  • Brommapojkarna-Linköping 0-0
  • Djurgarden-Trelleborgs 2-0
  • BK Hacken-Norrköping 4-3

Á morgun fara svo þrír leikir fram. 

  • AIK-Kristianstad
  • Pitea-Vaxjö
  • Rosengard-Vittsjö

Hlín Eiríksdóttir og Guðný Árnadóttir eru leikmenn Kristianstad.

Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir eru leikmenn Växjö.


Tengdar fréttir

Hlín tryggði Kristianstad sigur

Kristianstad vann 2-1 sigur á Linköping í æfingarleik í dag en það styttist óðum í það að sænska kvennadeildin fari af stað.

Guð­ný orðin leik­maður Kristian­stad

Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Guðný Árnadóttir hefur samið við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad og gengur hún til liðs við félagið frá ítalska liðinu AC Milan. Þetta staðfestir Kristianstad í fréttatilkynningu á miðlum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×