Strandaglópar kölluðu eftir hjálp með pálmablöðum Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2024 11:35 Mennirnir fundust úr lofti. Strandgæsla Bandaríkjanna Meðlimir Strandgæslu Bandaríkjanna björguðu í vikunni þremur mönnum sem voru strandaglópar á eyðieyju í miðju Kyrrahafinu. Mennirnir fundust eftir að áhöfn flugvélar sá pálmablöð sem þeir höfðu raðað í fjöru eyjunnar og notað til að skrifa „Help“ eða „Hjálp“. Mennirnir höfðu siglt af stað frá Polowat-baugey á tuttugu feta bát með utanborðsmótor á páskadag, 31. mars, en lent í vandræðum á siglingunni. Þeir enduðu svo á hinni afskekktu Pikelot-baugey, sem er um hundrað sjómílur norðvestur af Polowat, en komust ekki þaðan vegna vélarvandræða. Þegar engar fregnir bárust af þeim eftir nokkra daga leituðu ættingjar þeirra aðstoðar. Þann 6. apríl rataði aðstoðarbeiðni til Strandgæslu Bandaríkjanna. Mennirnir eru allir á fimmtugsaldri og með mikla reynslu af siglingum á svæðinu, samkvæmt tilkynningu á vef strandgæslunnar. Upprunalega spannaði leitarsvæðið um 78 þúsund fersjómílur. Áhöfn P-8 Poseidon eftirlitsflugvélar kom þó auga á mennina þann 7. apríl. Þá höfðu þeir raðað pálmablöðum svo þau stöfuðu „Help“. Áhöfnin kastaði birgða til mannanna úr lofti, svo þeir gátu lifað af þar til aðstoð barst, og einnig talstöð svo hægt væri að tala við það. Þeir voru við góða heilsu þar sem þeir höfðu boðað kókoshnetur og þeir höfðu einnig fundið sér ferskt vatn á eyjunni. Skipið USCGC Oliver Henry var sent á vettvang og náði til mannanna þann 9. apríl og voru þeir fluttir aftur til Polowat. Míkrónesía Bandaríkin Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mennirnir höfðu siglt af stað frá Polowat-baugey á tuttugu feta bát með utanborðsmótor á páskadag, 31. mars, en lent í vandræðum á siglingunni. Þeir enduðu svo á hinni afskekktu Pikelot-baugey, sem er um hundrað sjómílur norðvestur af Polowat, en komust ekki þaðan vegna vélarvandræða. Þegar engar fregnir bárust af þeim eftir nokkra daga leituðu ættingjar þeirra aðstoðar. Þann 6. apríl rataði aðstoðarbeiðni til Strandgæslu Bandaríkjanna. Mennirnir eru allir á fimmtugsaldri og með mikla reynslu af siglingum á svæðinu, samkvæmt tilkynningu á vef strandgæslunnar. Upprunalega spannaði leitarsvæðið um 78 þúsund fersjómílur. Áhöfn P-8 Poseidon eftirlitsflugvélar kom þó auga á mennina þann 7. apríl. Þá höfðu þeir raðað pálmablöðum svo þau stöfuðu „Help“. Áhöfnin kastaði birgða til mannanna úr lofti, svo þeir gátu lifað af þar til aðstoð barst, og einnig talstöð svo hægt væri að tala við það. Þeir voru við góða heilsu þar sem þeir höfðu boðað kókoshnetur og þeir höfðu einnig fundið sér ferskt vatn á eyjunni. Skipið USCGC Oliver Henry var sent á vettvang og náði til mannanna þann 9. apríl og voru þeir fluttir aftur til Polowat.
Míkrónesía Bandaríkin Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira