Framboð Katrínar tekur á sig mynd Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 17:57 Bergþóra Benediktsdóttir (t.h.) og Unnur Eggertsdóttir (t.v.) stýra forsetaframboði Katrínar Jakobsdóttur. Vísir Aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttir þegar hún var forsætisráðherra verður kosningastjóri forsetaframboðs hennar sem er nú byrjað að taka á sig mynd. Kosningastjóri Vinstri grænna í Reykjavík í síðustu þingkosningum verður samskiptastjóri framboðsins. Katrín afhenti Bjarna Benediktssyni lyklavöld í forsætisráðuneytinu og sagði skilið við stjórnmálin í gær. Hún sagði af sér til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Kosningarnar fara fram 1. júní. Bergþóra Benediktsdóttir sem stýrir nýstofnuðu forsetaframboði Katrínar var aðstoðarkona hennar þegar hún var forsætisráðherra allt frá árinu 2017. Áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna en starfaði áður í hótelgeiranum og sem mannauðsstjóri hjá Plain Vanilla. Unnur stýrði kosningabaráttu fyrir Vinstri græn í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum árið 2021. Hún er leikkona að mennt. Fyrstu kannanir benda til þess að Katrín njóti mest fylgis þeirra frambjóðenda sem eru komnir fram fyrir forsetakosningarnar. Þá var hún fljótari að safna tilskyldum fjölda meðmælenda þegar hún hóf undirskriftarsöfnun í gær en aðrir sterkir frambjóðendur eins og Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr. „Það er auðvitað eins og ég þekki mætavel. Kannanir núna, tveir mánuðir til kosninga. Það er ekkert sem segir of mikið en auðvitað ánægjulegt að finna heilmikinn meðbyr. Margt gott fólk haft samband. Ég held að þetta geti orðið spennandi,“ segir Katrín. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín miklu fljótari en Baldur og Jón Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, opnaði fyrir meðmælasöfnun á Íslandi.is klukkan 13. Klukkan 13:54 hafði hún náð tilskildum fjölda meðmæla. Hún var því tæpum klukkutíma fljótari að ná lágmarkinu en þeir Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr. 10. apríl 2024 14:51 „Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10. apríl 2024 12:05 Katrín á leið í „óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra gekk út af ríkisráðsfundi eftir að hafa verið í ríkisstjórn með hléum frá árinu 2009. Hún segir tilfinninguna stórkostlega og að hún sé alsæl við að fara í það sem hún kallar „dálitla óvissuferð.“ 9. apríl 2024 20:36 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Katrín afhenti Bjarna Benediktssyni lyklavöld í forsætisráðuneytinu og sagði skilið við stjórnmálin í gær. Hún sagði af sér til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Kosningarnar fara fram 1. júní. Bergþóra Benediktsdóttir sem stýrir nýstofnuðu forsetaframboði Katrínar var aðstoðarkona hennar þegar hún var forsætisráðherra allt frá árinu 2017. Áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna en starfaði áður í hótelgeiranum og sem mannauðsstjóri hjá Plain Vanilla. Unnur stýrði kosningabaráttu fyrir Vinstri græn í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum árið 2021. Hún er leikkona að mennt. Fyrstu kannanir benda til þess að Katrín njóti mest fylgis þeirra frambjóðenda sem eru komnir fram fyrir forsetakosningarnar. Þá var hún fljótari að safna tilskyldum fjölda meðmælenda þegar hún hóf undirskriftarsöfnun í gær en aðrir sterkir frambjóðendur eins og Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr. „Það er auðvitað eins og ég þekki mætavel. Kannanir núna, tveir mánuðir til kosninga. Það er ekkert sem segir of mikið en auðvitað ánægjulegt að finna heilmikinn meðbyr. Margt gott fólk haft samband. Ég held að þetta geti orðið spennandi,“ segir Katrín.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín miklu fljótari en Baldur og Jón Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, opnaði fyrir meðmælasöfnun á Íslandi.is klukkan 13. Klukkan 13:54 hafði hún náð tilskildum fjölda meðmæla. Hún var því tæpum klukkutíma fljótari að ná lágmarkinu en þeir Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr. 10. apríl 2024 14:51 „Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10. apríl 2024 12:05 Katrín á leið í „óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra gekk út af ríkisráðsfundi eftir að hafa verið í ríkisstjórn með hléum frá árinu 2009. Hún segir tilfinninguna stórkostlega og að hún sé alsæl við að fara í það sem hún kallar „dálitla óvissuferð.“ 9. apríl 2024 20:36 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Katrín miklu fljótari en Baldur og Jón Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, opnaði fyrir meðmælasöfnun á Íslandi.is klukkan 13. Klukkan 13:54 hafði hún náð tilskildum fjölda meðmæla. Hún var því tæpum klukkutíma fljótari að ná lágmarkinu en þeir Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr. 10. apríl 2024 14:51
„Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10. apríl 2024 12:05
Katrín á leið í „óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra gekk út af ríkisráðsfundi eftir að hafa verið í ríkisstjórn með hléum frá árinu 2009. Hún segir tilfinninguna stórkostlega og að hún sé alsæl við að fara í það sem hún kallar „dálitla óvissuferð.“ 9. apríl 2024 20:36