Framboð Katrínar tekur á sig mynd Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 17:57 Bergþóra Benediktsdóttir (t.h.) og Unnur Eggertsdóttir (t.v.) stýra forsetaframboði Katrínar Jakobsdóttur. Vísir Aðstoðarkona Katrínar Jakobsdóttir þegar hún var forsætisráðherra verður kosningastjóri forsetaframboðs hennar sem er nú byrjað að taka á sig mynd. Kosningastjóri Vinstri grænna í Reykjavík í síðustu þingkosningum verður samskiptastjóri framboðsins. Katrín afhenti Bjarna Benediktssyni lyklavöld í forsætisráðuneytinu og sagði skilið við stjórnmálin í gær. Hún sagði af sér til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Kosningarnar fara fram 1. júní. Bergþóra Benediktsdóttir sem stýrir nýstofnuðu forsetaframboði Katrínar var aðstoðarkona hennar þegar hún var forsætisráðherra allt frá árinu 2017. Áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna en starfaði áður í hótelgeiranum og sem mannauðsstjóri hjá Plain Vanilla. Unnur stýrði kosningabaráttu fyrir Vinstri græn í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum árið 2021. Hún er leikkona að mennt. Fyrstu kannanir benda til þess að Katrín njóti mest fylgis þeirra frambjóðenda sem eru komnir fram fyrir forsetakosningarnar. Þá var hún fljótari að safna tilskyldum fjölda meðmælenda þegar hún hóf undirskriftarsöfnun í gær en aðrir sterkir frambjóðendur eins og Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr. „Það er auðvitað eins og ég þekki mætavel. Kannanir núna, tveir mánuðir til kosninga. Það er ekkert sem segir of mikið en auðvitað ánægjulegt að finna heilmikinn meðbyr. Margt gott fólk haft samband. Ég held að þetta geti orðið spennandi,“ segir Katrín. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín miklu fljótari en Baldur og Jón Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, opnaði fyrir meðmælasöfnun á Íslandi.is klukkan 13. Klukkan 13:54 hafði hún náð tilskildum fjölda meðmæla. Hún var því tæpum klukkutíma fljótari að ná lágmarkinu en þeir Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr. 10. apríl 2024 14:51 „Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10. apríl 2024 12:05 Katrín á leið í „óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra gekk út af ríkisráðsfundi eftir að hafa verið í ríkisstjórn með hléum frá árinu 2009. Hún segir tilfinninguna stórkostlega og að hún sé alsæl við að fara í það sem hún kallar „dálitla óvissuferð.“ 9. apríl 2024 20:36 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Katrín afhenti Bjarna Benediktssyni lyklavöld í forsætisráðuneytinu og sagði skilið við stjórnmálin í gær. Hún sagði af sér til þess að bjóða sig fram til forseta Íslands. Kosningarnar fara fram 1. júní. Bergþóra Benediktsdóttir sem stýrir nýstofnuðu forsetaframboði Katrínar var aðstoðarkona hennar þegar hún var forsætisráðherra allt frá árinu 2017. Áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri grænna en starfaði áður í hótelgeiranum og sem mannauðsstjóri hjá Plain Vanilla. Unnur stýrði kosningabaráttu fyrir Vinstri græn í Reykjavík í síðustu Alþingiskosningum árið 2021. Hún er leikkona að mennt. Fyrstu kannanir benda til þess að Katrín njóti mest fylgis þeirra frambjóðenda sem eru komnir fram fyrir forsetakosningarnar. Þá var hún fljótari að safna tilskyldum fjölda meðmælenda þegar hún hóf undirskriftarsöfnun í gær en aðrir sterkir frambjóðendur eins og Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr. „Það er auðvitað eins og ég þekki mætavel. Kannanir núna, tveir mánuðir til kosninga. Það er ekkert sem segir of mikið en auðvitað ánægjulegt að finna heilmikinn meðbyr. Margt gott fólk haft samband. Ég held að þetta geti orðið spennandi,“ segir Katrín.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Katrín miklu fljótari en Baldur og Jón Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, opnaði fyrir meðmælasöfnun á Íslandi.is klukkan 13. Klukkan 13:54 hafði hún náð tilskildum fjölda meðmæla. Hún var því tæpum klukkutíma fljótari að ná lágmarkinu en þeir Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr. 10. apríl 2024 14:51 „Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10. apríl 2024 12:05 Katrín á leið í „óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra gekk út af ríkisráðsfundi eftir að hafa verið í ríkisstjórn með hléum frá árinu 2009. Hún segir tilfinninguna stórkostlega og að hún sé alsæl við að fara í það sem hún kallar „dálitla óvissuferð.“ 9. apríl 2024 20:36 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Katrín miklu fljótari en Baldur og Jón Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, opnaði fyrir meðmælasöfnun á Íslandi.is klukkan 13. Klukkan 13:54 hafði hún náð tilskildum fjölda meðmæla. Hún var því tæpum klukkutíma fljótari að ná lágmarkinu en þeir Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr. 10. apríl 2024 14:51
„Fyrst og fremst bara ljúft“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er tekin til starfa og ráðherrar skipust á lyklum í fimm ráðuneytum í morgun. Katrín Jakobsdóttir gekk frá skrifstofunni í forsætisráðuneytinu í síðasta sinn og sagði það nokkuð ljúfa tilfinningu að kveðja stjórnmálin. 10. apríl 2024 12:05
Katrín á leið í „óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir fráfarandi forsætisráðherra gekk út af ríkisráðsfundi eftir að hafa verið í ríkisstjórn með hléum frá árinu 2009. Hún segir tilfinninguna stórkostlega og að hún sé alsæl við að fara í það sem hún kallar „dálitla óvissuferð.“ 9. apríl 2024 20:36