Vildi ekki dæma víti á „barnaleg mistök“ Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 11:31 Gabriel tók boltann upp með höndum innan teigs en engin vítaspyrna var dæmd. Getty/Sven Hoppe Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern, var afar reiður yfir útskýringum dómarans á því af hverju ekki skyldi dæmd vítaspyrna á Arsenal vegna furðulegs atviks í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Lundúnum í gær og voru Arsenal-menn hundfúlir yfir að fá ekki vítaspyrnu í blálokin þegar þeir töldu brotið á Bukayo Saka. Bæjarar töldu sig hins vegar einnig eiga að fá víti, um miðjan seinni hálfleik, þegar Gabriel varnarmaður Arsenal tók boltann upp með höndum. Varnarmaðurinn virtist telja að leikurinn væri ekki kominn í gang, eftir markspyrnu David Raya. „Ég held að dómarinn hafi ekki haft hugrekkið til að dæma verðskuldaða vítaspyrnu í dag, í svolítið klikkuðu og vandræðalegu atviki,“ sagði Tuchel. Sömu reglur og í reit greinilega pic.twitter.com/RbwJqdBNkM— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) April 10, 2024 „Dómarinn viðurkenndi á vellinum að hann hefði séð atvikið og sagði að í 8-liða úrslitum þá væri þetta ekki nóg til að dæma víti, fyrir barnaleg mistök. Hann viðurkenndi að hafa séð mistökin sem leikmaðurinn gerði,“ sagði Tuchel og leyndi ekki vonbrigðum sínum. „Þetta var markspyrna, markvörðurinn sendi á varnarmanninn sem snerti boltann með hendi því hann hélt að leikurinn væri ekki kominn í gang. En leikurinn var í gangi og dómarinn viðurkenndi það og að þetta væri hendi. Mjög ergilegt.“ Liðin mætast að nýju í Þýskalandi eftir viku og sigurliðið í þeim leik kemst áfram í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Lundúnum í gær og voru Arsenal-menn hundfúlir yfir að fá ekki vítaspyrnu í blálokin þegar þeir töldu brotið á Bukayo Saka. Bæjarar töldu sig hins vegar einnig eiga að fá víti, um miðjan seinni hálfleik, þegar Gabriel varnarmaður Arsenal tók boltann upp með höndum. Varnarmaðurinn virtist telja að leikurinn væri ekki kominn í gang, eftir markspyrnu David Raya. „Ég held að dómarinn hafi ekki haft hugrekkið til að dæma verðskuldaða vítaspyrnu í dag, í svolítið klikkuðu og vandræðalegu atviki,“ sagði Tuchel. Sömu reglur og í reit greinilega pic.twitter.com/RbwJqdBNkM— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) April 10, 2024 „Dómarinn viðurkenndi á vellinum að hann hefði séð atvikið og sagði að í 8-liða úrslitum þá væri þetta ekki nóg til að dæma víti, fyrir barnaleg mistök. Hann viðurkenndi að hafa séð mistökin sem leikmaðurinn gerði,“ sagði Tuchel og leyndi ekki vonbrigðum sínum. „Þetta var markspyrna, markvörðurinn sendi á varnarmanninn sem snerti boltann með hendi því hann hélt að leikurinn væri ekki kominn í gang. En leikurinn var í gangi og dómarinn viðurkenndi það og að þetta væri hendi. Mjög ergilegt.“ Liðin mætast að nýju í Þýskalandi eftir viku og sigurliðið í þeim leik kemst áfram í undanúrslit keppninnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01
Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00