Vildi ekki dæma víti á „barnaleg mistök“ Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 11:31 Gabriel tók boltann upp með höndum innan teigs en engin vítaspyrna var dæmd. Getty/Sven Hoppe Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern, var afar reiður yfir útskýringum dómarans á því af hverju ekki skyldi dæmd vítaspyrna á Arsenal vegna furðulegs atviks í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Lundúnum í gær og voru Arsenal-menn hundfúlir yfir að fá ekki vítaspyrnu í blálokin þegar þeir töldu brotið á Bukayo Saka. Bæjarar töldu sig hins vegar einnig eiga að fá víti, um miðjan seinni hálfleik, þegar Gabriel varnarmaður Arsenal tók boltann upp með höndum. Varnarmaðurinn virtist telja að leikurinn væri ekki kominn í gang, eftir markspyrnu David Raya. „Ég held að dómarinn hafi ekki haft hugrekkið til að dæma verðskuldaða vítaspyrnu í dag, í svolítið klikkuðu og vandræðalegu atviki,“ sagði Tuchel. Sömu reglur og í reit greinilega pic.twitter.com/RbwJqdBNkM— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) April 10, 2024 „Dómarinn viðurkenndi á vellinum að hann hefði séð atvikið og sagði að í 8-liða úrslitum þá væri þetta ekki nóg til að dæma víti, fyrir barnaleg mistök. Hann viðurkenndi að hafa séð mistökin sem leikmaðurinn gerði,“ sagði Tuchel og leyndi ekki vonbrigðum sínum. „Þetta var markspyrna, markvörðurinn sendi á varnarmanninn sem snerti boltann með hendi því hann hélt að leikurinn væri ekki kominn í gang. En leikurinn var í gangi og dómarinn viðurkenndi það og að þetta væri hendi. Mjög ergilegt.“ Liðin mætast að nýju í Þýskalandi eftir viku og sigurliðið í þeim leik kemst áfram í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira
Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Lundúnum í gær og voru Arsenal-menn hundfúlir yfir að fá ekki vítaspyrnu í blálokin þegar þeir töldu brotið á Bukayo Saka. Bæjarar töldu sig hins vegar einnig eiga að fá víti, um miðjan seinni hálfleik, þegar Gabriel varnarmaður Arsenal tók boltann upp með höndum. Varnarmaðurinn virtist telja að leikurinn væri ekki kominn í gang, eftir markspyrnu David Raya. „Ég held að dómarinn hafi ekki haft hugrekkið til að dæma verðskuldaða vítaspyrnu í dag, í svolítið klikkuðu og vandræðalegu atviki,“ sagði Tuchel. Sömu reglur og í reit greinilega pic.twitter.com/RbwJqdBNkM— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) April 10, 2024 „Dómarinn viðurkenndi á vellinum að hann hefði séð atvikið og sagði að í 8-liða úrslitum þá væri þetta ekki nóg til að dæma víti, fyrir barnaleg mistök. Hann viðurkenndi að hafa séð mistökin sem leikmaðurinn gerði,“ sagði Tuchel og leyndi ekki vonbrigðum sínum. „Þetta var markspyrna, markvörðurinn sendi á varnarmanninn sem snerti boltann með hendi því hann hélt að leikurinn væri ekki kominn í gang. En leikurinn var í gangi og dómarinn viðurkenndi það og að þetta væri hendi. Mjög ergilegt.“ Liðin mætast að nýju í Þýskalandi eftir viku og sigurliðið í þeim leik kemst áfram í undanúrslit keppninnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Fleiri fréttir Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Sjá meira
Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01
Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00