Beðið niðurstöðu varðandi meiðsli Sveindísar: „Brotið hart og ljótt“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 20:07 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands var til viðtals eftir 3-1 tap liðsins í Þýskalandi í kvöld Vísir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er heilt fyrir sáttur með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik í 3-1 tapi gegn Þýskalandi í undankeppni EM 2025 í Aachen í kvöld. Sveindís Jane fór meidd af velli eftir fólskulegt brot og segir Þorsteinn að beðið sé eftir niðurstöðu um það hversu alvarleg meiðslin séu í raun og veru. „Mér finnst frammistaða í fyrri hálfleik heilt yfir mjög fín,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum kannski ekkert alltof vel. Það lá aðeins á okkur og þær skora náttúrulega snemma. Eftir það fannst mér við þó eiga vel við þetta, takast vel á við þær. Á sama tíma vorum við að ógna þeim, skapa færi og þorðum að vera með boltann. Leystum pressuna hjá þeim og fengum dauðafæri, þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum geta skorað úr. En þú þarft að nýta færin og refsa. Við gerðum það ekki og það var munurinn í fyrri hálfleik. Þær refsuðu en ekki við.“ Klippa: Þorsteinn eftir leik: Brotið á Sveindísi hart og ljótt' Algjör vendipunktur í leiknum varð þegar að Sveindís Jane þurfti að fara af velli eftir fólskulegt brot liðsfélaga síns hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta hafi verðskuldað rautt spjald eða eitthvað svoleiðis. Ég sá þetta bara einu sinni. Þó þetta hafi gerst mjög nálægt mér. Hún tekur hana náttúrulega bara niður til að stoppa hana því Sveindís var komin fram hjá henni, var komin með hálfan völlinn og hefði verið á hálfum velli í stöðunni einn á einn. Það var ekki staða sem Þjóðverjarnir vildu lenda í á móti henni." „Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa. Þau (teymið) töluðu að hugsanlega hefði hún farið úr axlarlið og svo aftur í lið. Eða hvort að viðbeinið hefði hrokkið úr lið. Hún fór bara beint í myndatöku og við fáum væntanlega bara að vita á eftir hver niðurstaðan verður úr því. Hversu raunverulega alvarleg meiðslin eru." Viðtalið við Þorstein í heild sinni. Þar sem að hann leggur sitt mat á frammistöðu liðsins í þessum fyrsta landsliðsglugga í undankeppni EM 2025 og úrslitaleikina tvo framundan gegn Austurríki í næsta landsliðsglugga má sjá hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
„Mér finnst frammistaða í fyrri hálfleik heilt yfir mjög fín,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi eftir leik. „Við byrjuðum kannski ekkert alltof vel. Það lá aðeins á okkur og þær skora náttúrulega snemma. Eftir það fannst mér við þó eiga vel við þetta, takast vel á við þær. Á sama tíma vorum við að ógna þeim, skapa færi og þorðum að vera með boltann. Leystum pressuna hjá þeim og fengum dauðafæri, þrjú eða fjögur dauðafæri sem við hefðum geta skorað úr. En þú þarft að nýta færin og refsa. Við gerðum það ekki og það var munurinn í fyrri hálfleik. Þær refsuðu en ekki við.“ Klippa: Þorsteinn eftir leik: Brotið á Sveindísi hart og ljótt' Algjör vendipunktur í leiknum varð þegar að Sveindís Jane þurfti að fara af velli eftir fólskulegt brot liðsfélaga síns hjá Wolfsburg, Kathrin Hendrich. „Brotið var vissulega hart og ljótt. Ég veit svo sem ekkert hvort þetta hafi verðskuldað rautt spjald eða eitthvað svoleiðis. Ég sá þetta bara einu sinni. Þó þetta hafi gerst mjög nálægt mér. Hún tekur hana náttúrulega bara niður til að stoppa hana því Sveindís var komin fram hjá henni, var komin með hálfan völlinn og hefði verið á hálfum velli í stöðunni einn á einn. Það var ekki staða sem Þjóðverjarnir vildu lenda í á móti henni." „Hún tekur hana bara illa niður og Sveindís lendir illa. Þau (teymið) töluðu að hugsanlega hefði hún farið úr axlarlið og svo aftur í lið. Eða hvort að viðbeinið hefði hrokkið úr lið. Hún fór bara beint í myndatöku og við fáum væntanlega bara að vita á eftir hver niðurstaðan verður úr því. Hversu raunverulega alvarleg meiðslin eru." Viðtalið við Þorstein í heild sinni. Þar sem að hann leggur sitt mat á frammistöðu liðsins í þessum fyrsta landsliðsglugga í undankeppni EM 2025 og úrslitaleikina tvo framundan gegn Austurríki í næsta landsliðsglugga má sjá hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira